Riga | Lettland

Riga | Lettland

Riga er meira en 800 ára gömul miðaldaborg sem er mikið augnayndi hvert sem litið er og gamli borgarhlutinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Auðvelt er fyrir gangandi vegfarendur að komast leiðar sinnar í gamla hluta Riga eftir steinilögðum strætum þar sem sagan liggur í loftinu. Víðsvegar um gamla bæinn má finna falleg torg sem hýsa bjórgarða, veitingastaði og kaffihús þar sem er tilvalið að setjast niður og gera vel við sig í mat og drykk. 

Hver er ferðaáætlunin?

Íslenskur fararstjóri fylgir farþegum frá Keflavík og inn á hótel á áfangastað þar sem aðstoðað er við innritun þegar er um að ræða hópferð þar sem óskað hefur verið eftir slíkri fararstjórn. Sama fyrirkomulag gildir á heimferð. Daglega verður hægt að setjast niður með fararstjóra á hóteli til að fá aðstoð eða upplýsingar, tímasetningar eru kynntar fyrir ferðina. Fararstjóri er með í öllum skoðunarferðum þar sem stærð hóps er umfram 10 manns.

Ef um einstaklinga eða smærri hópa án fararstjórnar er að ræða er aðeins tekið á móti farþegum ytra af aðila með nafni farþega og þeim ekið á hótel sé þess óskað. Sama fyrirkomulag gildir við heimferðina. 

Hvað kostar ferðin?

  • Verð ræðst af lengd ferðar og tíma árs sem farið er. Endilega hafið samband!

 

Innifalið: Flug og skattar, akstur milli flugvallar og hótels báðar leiðir, gisting ásamt morgunverði. Íslensk fararstjórn með hópum ef þess hefur verið óskað og er greitt fyrir það sérstaklega,

Hvert fer ég að versla?

Í gamla bænum er að finna skemmtilegar verslunargötur eins og Aspazijas, Brivibas,Terbatas og Kr. Barona. á sama svæði eru síðan smærri götur með margskonar verslunum. Við mælum með því að ferðalangar geri sér ferð í RIIJA við enda Terbatas götunnar til að finna áhugaverða minjagripi og vandað handverk.

Galerija Centrs er í 500m fjarlægð frá Dome torginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna H&M, Lindex, Massimo Dutti, Swarovski, Timberland og Tommy Hilfiger.

TC Spice er í 7km fjarlægð frá Dome torginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Adidas, Armani Exchange, Ecco, H&M, Hugo Boss, Lindex, Lloyd, Michael Kors, Max Mara Weekend, Nike og Zara.

Galleria Riga er í 1.3km fjarlægð frá Dome torginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna COS, H&M, Lloyd, Mango, Body Shop og Watch|Wear. Útsýnið yfir borgina af efstu hæðinni er stórfenglegt og hægt að ganga hringinn til að sjá yfir alla borgina.

Riga Plaza er í 5km fjarlægð frá Dome torginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Levi's, Guess, Lindex, Flying Tiger Copenhagen, Ecco, Skechers, Swarovski, Pandora og Outlet Bazaar.

AKROPOLE Alfa er í 8.3km fjarlægð frá Dome torginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Accessorize, Bershka, Black Swan, Calvin Klein Underwear, ECCO, Gabi, Gerry Weber, Guess, H&M, Ivo Nikkolo, Lloyd, mango, Massimo Dutti, New Yorker, Nike, Skechers, Pull&Bear, Stradivarius, Vans, Top Shop og Zara.

Stockmann er í 1km fjarlægð frá Dome torginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Calvin Klein, Benetton, Desigual, Reebok, Nike, Burberry, Chanel, Elizabeth Arden, Giovanni, Dolce & Gabbana, Gucci, Jimmy Choo, Marc Jacobs, Lacoste, Yves Saint Laurent, Givenchy, Hermes, Versace, Prada, Chistian Dior, Armani, Ralph Lauren, Vero Moda, Vogue, Michael Kors, Steve Madden og Dr. Martens.

Domina er í 5.3km fjarlægð frá Dome torginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Guess, Lloyd, H&M, Lindex, Levi’s, United Colors of Benetton, Garmin, Top Shop, Inglot, The Body Shop, Bugatti, Crocs, Daniele Donati, House of Samsonite, Calzedonia og Mon Trésor.

Vissir þú að..

Riga hefur upp á margt að bjóða. Tónlistarhátíðir, þjóðlagatónlist og nútíma danstónlist skipa stóran sess í Riga þar sem borgin býður upp á lifandi og spennandi næturlíf. Opin svæði eru víða með fallegum görðum og vel hefur tekist að samræma náttúruna og byggðina í kring án þess að missa sjarmann sem einkennir borgina.

Riga Central Market er einn stærsti markaður Evrópu og er staðsettur í gömlum flugskýlum fyrir loftskip. Hér má finna allt frá matvöru til fatnaðar. 

Alberta Iela er ein mesta gersemi Riga, á þessari götu er að finna ótrúlegt magn af byggingum sem tilheyra Art Nouveau stílnum en mikilfenglegur íburður og styttur einkenna stílinn. Sumar bygginganna eru einnig söfn og hægt er að skoða þær að innan.

Óperu og balletthöll Lettlands er staðsett í Riga og er húsnæðið sjálft afskaplega tilkomumikið. Húsið var byggt 1882 í neó-klassískum byggingarstíl og hefur hýst margar skærustu stjörnur þessara sviðslista, t.d. Mikhail Baryshnikov. Ferðalöngum stendur til boða að skrá sig í skoðunarferð um bygginguna eða þá að njóta kvöldstundar með því að fara á sýningu.

Riga Motor Museum hefur auk almennrar bifreiðasögu að geyma skemmtilegt safn af bifreiðum sem tilheyrðu ráðamönnum Sovétríkjanna.

Jūrmala "Perla Lettlands", er bær í um 20km fjarlægð frá borginni og þar er að finna eina fallegustu strönd Lettlands við Eystrasaltið. Í Jurmala er úrval frábærra heilsulinda og SPA hótela sem henta öllum þeim sem vilja láta dekra við sig. Í Jurmala er einnig Livu Aquapark sem býður m.a. upp á rennibrautir, sundlaugar, gufuböð og í garðinum er einnig að finna veitingastað og bar.

Skoðunarferðir í boði í Riga

Í boði eru spennandi og skemmtilegar ferðir með íslenskumælandi fararstjóra. Ferðirnar fela í sér kynningu á listum og menningu staðarins auk sögu og mannlífs.

Lesa meira
Golf í Riga

Dreymir þig um að leika golf í Lettlandi? Ferðaskrifstofan býður upp á framúrskarandi úrval golfvalla og hafa margir farþegar okkar nýtt sér þetta tækifæri.

Lesa meira