Skoðunarferðir í boði í Riga

Gamli bærinn

Skoðunarferðin tekur þig um borgina, sögu hennar og þróun. Þú ferð með rútu um miðbæjarhlutann og hið sjarmerandi Art Nouveau svæði. Í ferðinni færðu að sjá helstu kennileita borgarinnar, þar á meðal Þjóðleikhúsið, Ríkislistasafnið, Listaháskólann, Lettneska háskólans, Ríkisóperuna og minnismerki frelsisdags þjóðarinnar en Íslendingar voru fyrstir allra þjóða til að viðurkenna rétt þeirra til sjálfstæðis. Í sömu ferð færðu að njóta þess helsta úr Boulevard Semi-circle með görðum sínum og borgarsíkjum.

Við endum á göngutúr um gamla bæinn. Gamli bærinn er perla borgarinnar sem tekur þig aftur í tíma alla leið til miðalda þegar Riga var ein stærsta verslunarborg þess tíma. Í gamla bænum er að finna mikið af fallegum byggingum, sjarmerandi búðum, söfnum auk veitinga- og kaffistaða.

Innifalið: Rúta og leiðsögumaður.
Lengd: 3 tímar - Byrjar kl. 09:30

Rundale höllin

Rundale Höllin er stórkostlegt meistarastykki byggt í Baroque og Rococo stíl og hefur verið borin saman við Versalahöllina í Frakklandi. Höllin er sú stærsta í ríkjum Eystrarsaltslandanna og ein þeirra stærstu í Norður-Evrópu. Höllin var byggð á milli 1736-1740 fyrir Ernst Johan von Biron, Greifa af Courland. Hún var hönnuð af hinum fræga arkítekt Francesco Bartolomeo Rastrelli sem starfaði við rússnesku hirðina en hann hannaði einnig Vetrarhöllina í St. Pétursborg. Í dag hefur höllin verið gerð upp að hluta og um helmingur hinna 100 herbergja og sala aðgengileg gestum, með upprunalegum innréttingum og húsgögnum. Við höllina er stór og glæsilegur garður sem var einnig hannaður af Rastrelli.

Innifalið: Rúta, leiðsögumaður og aðgangur að höllinnni.
Lengd: 6 tímar - Byrjar kl. 09:30

Lettneska Byggðasafnið - opna listasafnið

Safnið er í um 25 mínútna keyrslu frá miðborg Riga við vatnið Jugla. Safnið er eitt elsta byggðasafnið í Riga og var opnað 1924. Þar má sjá um 100 byggingar frá fyrri tímum eins og bændabýli, vindmyllur, kirkjur og jafnvel heilu fiskiþorpin. Þessar byggingar sýna lifnaðarhætti lettnesku þjóðarinnar á milli 16 og 19 aldar. Í ferðinni komum við til með að kynnast lettneskum siðum og hefðum þessa tímabils auk þess fá innsýn í trúarbrögð þeirra.

Innifalið: Rúta, leiðsögumaður og aðgangur að safninu.
Lengd: 3-4 tímar - Byrjar kl. 09:30

Bóka verður með 10 daga fyrirvara áður en farið er frá Íslandi. Greitt er fyrir skoðunarferðir áður en lagt er af stað frá Íslandi.

Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella niður ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.