Borgarferðir

 

Við bjóðum upp á skipulagðar borgarferðir fyrir einstaklinga, hópa, félagasamtök og fyrirtæki í árshátíðarferðir, helgarferðir og

lengri ferðir til fjölmargra glæsilegra borga í Evrópu.

Við sjáum um að skipuleggja skoðunarferðir, kvöldverði og veislur í höllum, köstulum og

sögulegum byggingum fyrir hópa og fyrirtæki!

Brugge | Belgía

Brugge er borg mótuð af ríkri sögu og miðaldalegum brag sem gefur henni rómantískan blæ sem finnst ekki hvar sem er. Hún er ein best varðveitta borg Evrópu og sést það best á söguríkum miðbænum sem er á heimsminjaskrá UNESCO í heild sinni. Hinir fjölmörgu turnspírar Brugge, tignarleg dómirkjan og klukkuturninn, hlykkjótt síkin og afslappað andrúmsloftið gerir heimsókn til Brugge ævintýralega í minningunni.

Komið í sölu

Riga | Lettland

Riga er meira en 800 ára gömul miðaldaborg sem er mikið augnayndi hvert sem litið er og gamli borgarhlutinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Auðvelt er fyrir gangandi vegfarendur að komast leiðar sinnar í gamla hluta Riga eftir steinilögðum strætum þar sem sagan liggur í loftinu. Víðsvegar um gamla bæinn má finna falleg torg sem hýsa bjórgarða, veitingastaði og kaffihús þar sem er tilvalið að setjast niður og gera vel við sig í mat og drykk. 

Komið í sölu

Prag | Tékkland

Prag er borg sem hæglega má bera saman við Róm og París enda er hún gríðarlega vinsæll áfangastaður. Metnaðarfullir arkitektar og listamenn hafa margir sett svip sinn á borgina í gegnum aldirnar með byggingum og listaverkum í gotneskum, barokk og endurreisnar stíl. Gotneski byggingarstíllinn gefur borginni ævintýralegt yfirbragð, auk þess sem hún hefur að geyma stærsta kastalasvæði veraldar samkvæmt Guinness Book of Records

Komið í sölu

Gdansk | Pólland

Gdansk er ein elsta og fallegasta borg Póllands en sögu hennar má rekja til ársins 997. Gdansk er vinsæl ferðamannaborg vegna sögu sinnar og glæsilegs arkitektúrs. Góða og spennandi veitingastaði og kaffihús er víða að finna og hægt að gera góð kaup í verslunum eða á mörkuðum borgarinnar. Fallegir garðar, útimarkaðir, steinilagðar götur og sögulegar byggingar auk fallegra sandstranda sem liggja við borgina gera hana að sérlega spennandi áfangastað.

Komið í sölu

Kraká | Pólland

Kraká er virkilega falleg miðaldaborg og var höfuðborg Póllands í hundruði ára en sögu hennar má rekja aftur til 7. aldar. Heimsókn til Kraká er yndisleg upplifun og margt að sjá en fjórðung af öllum safngripum pólsku þjóðarinnar er að finna þar. Hér er mikið metnaðarfullum veitingastöðum og hæglega hægt að gera vel við sig eftir að hafa nýtt daginn í að kynna sér sögu borgarinnar. 

Komið í sölu

Búdapest | Ungverjaland

Búdapest er algjör gersemi, bæði vegna þeirrar fegurðar sem náttúran ljáir henni og metnaðarfullri hönnun íbúanna í gegnum aldirnar. Búdapest er vinsæll áfangastaðar fyrir matgæðinga og er landið þekkt fyrir ljómandi góð vín. Við mælum eindregið með heimsókn í baðhúsin og hveralaugarnar í borginni, úrvalið er fjölbreytt og jafn mikilvægur hluti af menningu Ungverja og sundlaugar okkar Íslendinga.

Komið í sölu

Tallinn | Eistland

Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og hún er talin best varðveitta miðaldaborg N-Evrópu og er á heimsminjaskrá UNESCO. Söfn, kirkjur, turnar og stórfenglegur arkitektúr gleðja augað. Í gamla borgarhlutanum er hægt að fylgjast með listamönnum og handverksmönnum að störfum. Mikið úrval veitingahúsa, kaffihúsa og skemmtistaða er að finna í borginni og margir þeirra við gamla bæinn svo þægilegt er að rölta á milli þeirra.

Komið í sölu