Gdansk er ein af fegurstu borgum Póllands. Skoðunarferðin sýnir það besta sem borgin hefur upp á að bjóða. Þú kemur til með að ganga um gamla bæinn sem hefur söguleg tengsl við höfnina sem gerir hann afar sérstakan.
Við ferðumst eftir Andrássy breiðgötunni sem er á heimsminjaskrá Unesco, förum framhjá House of Terror og óperuhúsinu og þegar við komum niður í bæ skoðum við Gresham höllina, Keðjubrúna og Þinghúsið. Síðan förum við yfir Margrétarbrúna sem liggur yfir Danube ána en frá henni sjáum við Margrétareyju og fleiri brýr yfir ána. Við munum skoða Tyrknensku böðin í Buda-hluta borgarinnar og kastalasvæðið, þar á meðal Matthíasarkirkju, Fisherman's Bastion og Konungshöllina.
Alls eru 12 golfvellir í Lettlandi og tveir þeirra eru 18 holu vellir, báðir eru í nágrenni Riga. Golf er tiltölulega nýleg íþrótt í landinu og því enn sem komið er tiltölulega fáir meðlimir í golfklúbbunum og því auðvelt fyrir ferðamenn að komast að til að spila. Golftímabilið í Lettlandi er frá byrjun apríl og út nóvember.