Gdansk | Pólland

Gdansk | Pólland

Gdansk er ein elsta og fallegasta borg Póllands en sögu hennar má rekja til ársins 997. Gdansk er vinsæl ferðamannaborg vegna sögu sinnar og glæsilegs arkitektúrs. Góða og spennandi veitingastaði og kaffihús er víða að finna og hægt að gera góð kaup í verslunum eða á mörkuðum borgarinnar. Fallegir garðar, útimarkaðir, steinilagðar götur og sögulegar byggingar auk fallegra sandstranda sem liggja við borgina gera hana að sérlega spennandi áfangastað.

Hver er ferðaáætlunin?

Íslenskur fararstjóri fylgir farþegum frá Keflavík og inn á hótel á áfangastað þar sem aðstoðað er við innritun þegar er um að ræða hópferð þar sem óskað hefur verið eftir slíkri fararstjórn. Sama fyrirkomulag gildir á heimferð. Daglega verður hægt að setjast niður með fararstjóra á hóteli til að fá aðstoð eða upplýsingar, tímasetningar eru kynntar fyrir ferðina. Fararstjóri er með í öllum skoðunarferðum þar sem stærð hóps er umfram 10 manns.

Ef um einstaklinga eða smærri hópa án fararstjórnar er að ræða er aðeins tekið á móti farþegum ytra af aðila með nafni farþega og þeim ekið á hótel sé þess óskað. Sama fyrirkomulag gildir við heimferðina. 

Hvað kostar ferðin?

  • Verð ræðst af lengd ferðar og tíma árs sem farið er. Endilega hafið samband!

 

Innifalið: Flug og skattar, akstur milli flugvallar og hótels báðar leiðir, gisting ásamt morgunverði. Íslensk fararstjórn með hópum ef þess hefur verið óskað og er greitt fyrir það sérstaklega,

Hvert fer ég að versla?

Forum Gdansk er í 750m fjarlægð frá Dluga stræti í gamla bænum. Hér má m.a. finna iDream, Samsung, Xiaomi, Inglot, Mac, Sephora, Bijou Brigitte, Bershk, Cos, Guess, H&M, Lacoste, Marc O'Polo, Massimo Dutti, Stradivarius, Zara, Adidas, Ecco, Nike, & Other Stories, Mango, Pull&Bear og United Colors of Benetton. 

Madison Gallery Shopping Center er í 1.2km fjarlægð frá Dluga stræti í gamla bænum. Hér má m.a.finna MyArgent, Yes, Calzedonia, Douglas, Orange, Swiss, Samsonite, Grey Wolf, Inglot, Orsay, Venezia, Intimissimi, W.Kruk, Notino, Wojas, Rytko, Big Star og Elegant. Í þessari verslunarmiðstöð er mikið af pólskum verslunum.

Galeria Przymorze er í 9.3km fjarlægð frá Dluga stræti í gamla bænum. Hér má m.a. finna Swiss, Briju, C&A, CCC, Classic & Styl, Deichmann, Diverse, Greenpoint, J&M, Jeweler Monika, Olika, Pink Box og Recman.

Vissir þú að..

Á velmegunar árum Gdansk voru menning, listir og vísindi í hávegum höfð og endurspeglast það í menningararfi hennar. Í dag má sjá verk framúrskarandi listamanna borgarinnar víðsvegar í söfnum, kirkjum og galleríum um alla borg. Gaman er að rölta um og láta hugann reika aftur í tíma.

Fallegustu göturnar i borginni nefnast Dluga og Dlugi en saman eru þær þekktar sem Trakt Królewski eða Konunglegi vegurinn.

Gamli bærinn í Gdansk er sérlega huggulegur og hefur upp á margt að bjóða til viðbótar við arkitektúrinn. Þar er fjöldinn allur af söfnum, sögufrægum byggingum og strætum til að skoða, heillandi litlar búðir og spennandi veitinga- og kaffihús. Gamli bærinn er vel þess virði að heimsækja og margt spennandi að sjá.

Muzeum II Wojny Swiatowej safnið var byggt 2008 og er eitt áhugaverðasta safnið í Póllandi sem fjallar um atburði Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Safnið er smekkfullt af fróðleik og gestum býðst að fá heyrnatól til að njóta leiðsagnar til viðbótar við allan fróðleikinn sem hægt er að lesa. Safnið er gríðarlega vel skipulagt og mikil áhersla lögð á að draga ekki úr hryllingi stríðsins. Þau sem hafa áhuga á sögu Seinni Heimsstyrjaldarinnar geta gert ráð fyrir að verja nokkrum klukkustundum þar.

Fontanna Neptuna brunnurinn er staðsettur í miðjum gamla bænum og lauk smíði hans árið 1633. Breytingar voru gerðar á brunninum af Nasistum sem hluti af stefnu þeirra til að eyða menningararfi Pólsku þjóðarinnar þegar að þeir hernámu Gdansk. Viðgerðum á brunninum lauk 1957 og hann kominn í sína upprunalegu mynd. Brunnurinn er oft upplýstur að kvöldi til og tilvalið að koma þar við á kvöldgöngu um gamla bæinn.

Zlota Brama eða Gyllta Hliðið var reist á milli 1612-1614 í gotneskum stíl. Hliðið var frábrugðið mörgum hliðum síns tíma þar sem því var fremur ætlað að taka á móti gestum borgarinnar en að verja hana gegn árásum. Hliðið var illa farið eftir Seinni Heimsstyrjöldina og þurfti á lagfæringu að halda, þeirri vinnu lauk 1957. Ofan á hliðinu er að finna átta styttur, fjórar á hvorri hlið, sem hafa táknrænt gildi fyrir íbúa borgarinnar. Þær standa fyrir vonir íbúanna og borgaraleg gildi þeirra.

Muzeum Bursztynu safnið er tileinkað rafi eða steingerðri trjákvoðu. Í þessu safni er að finna eitt mesta magn af rafi í heiminum og er það staðsett í gamla bænum. Á fyrstu hæðinni fræðast gestir um hvernig raf verður til, hvaða gerðir eru til og hvar það finnst. Á annarri hæðinni er síðan að finna allskonar muni úr rafi. Raf hefur átt stórt hlutverk í sögu Póllands og Gdansk.

Dluga stræti er aðalgatan í gamla bænum, þar er að finna tilkomumikinn arkitektúr, búðir, kaffi- og veitingastaði. Þar er tilvalið að taka göngutúr í lok dags, njóta lifandi tónlistar og fylgjast með götulistamönnum, setjast á veitingastað í kvöldverð og jafnvel fá sér drykk eða tvo. 

Skoðunarferðir í boði í Gdansk

Í boði eru spennandi og skemmtilegar ferðir með íslenskumælandi fararstjóra. Ferðirnar fela í sér kynningu á listum og menningu staðarins auk sögu og mannlífs.

Lesa meira
Söfn sem bræður geta sótt heim í Stokhólmi

Fjöldi safna er í Stokkhólmi og eru þau hverju glæsilegra. Vasa safnið er hvað þekktast, en einnig er hægt að skoða sögu ABBA og Víkinga í grennd við það. Gert er ráð fyrir frjálsum tíma á milli viðburða og því tilvalið að bóka sig í heimsókn á eh gott safn í Stokkhólmi.  Allar bókanir í söfn eru gerðar af farþegum sjálfum.

Lesa meira