Við munum kynnast ævintýralegum menningarheimi Maya fólksins, framandi dýralífi og stórbrotinni náttúru í ferð okkar um Mexíkó, Belís og Gvatemala. Meðal annars heimsækjum við fornleifasvæði Palenque, syndum í sjónum við annað stærsta kóralrif heims og upplifum stórfenglega flóru regnskóga. Seinustu tvær næturnar í Suður Ameríku dveljum við á lúxus hóteli við ströndina þar sem allt er innifalið.
Verð
- Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 746.100kr.
- Verð fyrir eins manns herbergi 874.100kr.
Hvað er innifalið?
- Flug með sköttum og tösku alla leið
- 3 - 4 stjörnu hótel með morgunmat alla daga
- Tvær nætur á lúxushóteli í Playa del Carmen - Allt innifalið
- Gisting eina nótt í New York
- Hálft fæði
- Allur flutningur á milli staða í rútu með loftræstingu
- Allar skoðunarferðir í ferðaáætlun og aðgangur
- Íslenskur fararstjóri alla ferðina og innlendur enskumælandi fararstjóri erlendis