Georgía & Armenía

Georgía & Armenía

Í þessari ferð um Georgíu og Armeníu fáum við að kynnast spennandi en ólíkum menningarheimum landanna og sögu þeirra. Náttúran sem við ferðumst um er óviðjafnanleg og munum við m.a. sjá Kákasusfjöllin, Kakheti hérað í Georgíu og Areni vínræktarhérað í Armeníu. Við kynnumst matargerð og siðum heimamanna, förum í vínsmökkun og njótum alls þess er löndin bjóða upp á. Þetta er upplifun sem er ekki hægt að missa af!

Verð

  • Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 497.900kr.
  • Verð fyrir einstaklingsherbergi 547.700kr.

Hvað er innifalið?

  • Flug með sköttum og tösku
  • Allur flutningur milli staða samkvæmt ferðaáætlun
  • Allar skoðunarferðir í ferðaáætlun og aðgangur þar sem við á
  • Hótel með morgunmat
  • Fullt fæði
  • Íslenskur fararstjóri frá Íslandi og erlendur íslenskumælandi fararstjóri
  • Vínsmökkun
Ferðaáætlun

Hér er að finna nákvæma ferðaáætlun þar sem farið er yfir hvern dag.

Lesa meira