Dagur 1
Áfangastaðir: Riga, Lettland - Tbilisi, Georgía
Við fljúgum til Riga í Lettlandi klukkan 12:25 og lendum þar klukkan 19:05 að staðartíma. Áframhaldandi flug til Tbilisi í Georgíu frá Riga er síðan klukkan 23:20 að staðartíma og áætluð lending þar klukkan 04:40 að staðartíma um nóttina þann 3. Júní. Frá flugvellinum förum við á hótel.
Dagur 2
Áfangastaðir: Tbilisi, Georgía – Mtskheta, Georgía – Gudauri, Georgía
Við hefjum daginn á skoðunarferð um Tbilisi, höfuðborg Georgíu. Skoðunarferðin byrjar í Metekhi hverfinu sem er elsti hluti borgarinnar. Næst förum við upp með kláf til Narikala virkisins frá fjórðu öld en frá því er stórbrotið útsýni yfir borgina og Mtkvari ána auk þess sem við stöldrum við Mother of Georgia minnismerkið. Síðan röltum við um gamla bæinn þar sem við munum meðal annars sjá Abanotubani súlfúrböðin, en undir þeim eru heitir hverir sem viðhalda hitanum. Samkvæmt þjóðsögunum á fálki Vakhtang Gorgasali, fyrrum konungs Íberíu, að hafa fallið þar til jarðar sem leiddi af sér uppgötvun fyrrnefndra hvera og stofnun borgarinnar. Við skoðum lystigarða Tbilisi og Anchiskhati Basilica of St. Mary sem er elsta kirkja borgarinnar, Gabriadze leikhúsið með sínum fallega turni, fyrrum þinghúsið og óperu- og ballethús borgarinnar svo eitthvað sé nefnt. Við borðum síðan hádegisverð í Chardakhi þorpinu.
Að loknum hádegisverði heimsækjum við Jvari klaustrið sem byggt var á sjöttu öld og er á heimsminjaskrá UNESCO. Okkar næsti áfangastaður er Svetitskhoveli Cathedral sem er önnur stærsta kirkja Georgíu og samkvæmt þjóðsögunni hafði íbúi frá Mtskheta verið viðstaddur krossfestingu Jesú og keypt serk hans af rómverskum hermanni í kjölfarið. Þegar hann kom með serkinn aftur í heimabyggð ákvað systir hans að snerta hann og lést samstundis. Ekki var hægt að losa serkinn úr höndum hennar og hún því grafin með honum og er sú gröf varðveitt í dómkirkjunni.
Að kvöldmat loknum förum við til fjallaþorpsins Gudauri, sem er þekktasti og vinsælasti skíðastaður Georgíu.
Dagur 4
Áfangastaðir: Kakheti, Georgía - Telavi, Georgía - Tsinandali, Georgía - Kvareli, Georgía
Dagur 5
Áfangastaðir: Sadakhlo, Georgía - Haghpat, Armenía - Fioletovo, Armenía - Dilijan, Armenía
Dagur 6
Áfangastaðir: Sevan, Armenía - Selim Pass, Armenía - Zorats Karer, Armenía
Eftir morgunmat förum við meðfram Sevan vatni og áfram út Sevan-skaga þar til við komum að Sevanank klaustrinu þar sem við njótum dásamlegs útsýnis yfir vatnið og umhverfið í kring. Við snæðum hádegisverð með heimamönnum í heimahúsi en þar er starfræktur ostabúgarður og munum við fá kynningu á hvernig framleiðslan virkar. Eftir hádegið förum við um Selim Pass, þekktan áningarstað sem kaupmenn og ferðalangar nýttu sér á öldum áður á ferð sinni um Silkiveginn.
Við komum einnig til með að skoða Zorats Karer, sem er samansafn af 223 steinum og stóru grjóti sem hefur verið raðað upp en talið er að þeir séu um 3,500 árum eldri heldur en hið svipaða Stonehenge í Englandi og um 3,000 árum eldri en pýramídarnir í Egyptalandi.
Við endum daginn í einum elsta bæ Armeníu, Goris, þar sem við borðum kvöldmat og gistum.
Dagur 7
Áfangastaðir: Goris, Armenía - Khndzoresk, Armenía - Tatev, Armenía
Dagur 8
Áfangastaðir: Areni, Armenía - Noravank, Armenía - Yerevan, Armenía
Dagur 9
Áfangastaðir: Geghard, Armenía - Kákasusfjöll, Armenía - Yerevan, Armenía
Dagur 10
Áfangastaðir: Yerevan, Armenía - Tbilisi, Georgía
Dagur 11
Áfangastaðir: Riga, Lettland - Keflavík, Ísland
Flugið okkar frá Tbilisi til Riga er klukkan 05:25 að staðartíma og við lendum klukkan 08:55 að staðartíma. Síðan fljúgum við til Íslands klukkan 10:45 að staðartíma og lendum heima klukkan 11:40 að staðartíma.