Að koma til Marokkó er sannkallað ævintýri og að ferðast um landið á jeppa er engu líkt! Í þessari ferð er keyrt upp í Atlas fjöll, inn í Sahara eyðimörkina og gist þar, fornar borgir heimsóttar með sínum mörkuðum, höllum, moskum og kynnumst heimamönnum.
Boðið er upp á þessa ferð frá 27. Október til 1. Maí.
Verð
Heildarfjöldi þátttakenda 2 | 1 tveggja manna herbergi
- Verð per einstakling 349.500kr.
Heildarfjöldi þátttakenda 3 | 1 þriggja manna herbergi
- Verð per einstakling 329.800kr.
Heildarfjöldi þátttakenda 4 | 2 tveggja manna herbergi
- Verð per einstakling 314.800kr.
ATH: Uppgefið verð er án flugmiða þar sem flugverð er breytilegt eftir bókunarstöðu og fjölda farþega. Endanlegt verð ferðar með flugi fæst eftir val á dagsetningu.
Einnig bjóðum við upp á pakkann án flugs og þá á verðinu hér að ofan. Hver og einn getur bókað sjálf/ur flug hjá Play eða fengið aðstoð okkar við bókun flugmiða.
Ferðin er vika að lengd og miðast verð við það en hægt er að lengja ferðina sé áhugi fyrir því.
Hvað er innifalið?
- Gisting með morgunmat
- Kvöldmatur
- Úlfaldaferð í Sahara eyðimörkinni
- Sandbretti á sandöldum Sahara
- Öll keyrsla í Marokkó í Toyota Landcruiser
- Enskumælandi bílstjóri/leiðsögumaður sem keyrir jeppann
- Gistinótt í tjöldum Bedúína í eyðimörkinni