Dagur 1 - 23. Mars
Áfangastaðir: Málaga, Spánn - Granada, Spánn
Ferðin hefst á flugi með íslenska fararstjóranum okkar frá Keflavík kl. 09:10 til borgarinnar Malaga þar sem við lendum kl. 14:45 á staðartíma. Við erum sótt á flugvöllinn og keyrð til borgarinnar Granada þar sem Márar fóru með völd milli áranna 711 til 1492 og þjónaði hún sem höfuðborg hnignandi veldis þeirra í um tvær aldir. Víðsvegar um þessa gríðarlega fallegu borg sem er staðsett við rætur Sierra Nevada fjallgarðsins er hægt að sjá áhrif Máranna. Við gistum á Hotel Macià Cóndor 4★ eða sambærilegu hóteli.
Morgunverður innifalinn.
Dagur 2 - 24. Mars
Áfangastaðir: Granada, Spánn - Alhambra Palace [Granada], Spánn
Eftir morgunverð munum við kynna okkur þann hluta Granada þar sem arabísk áhrif eru mest sjánleg, Albaicín hverfið. Hér sjáum við fjölda af brunnum sem Márarnir notuðu til þvotta fyrir bænir, glæsilegar byggingar byggðar af Márum eins og Casa del Chapiz, Casa de Zafra og Casa Morisca de Horno de Oro. Palacio de La Madraza var fyrsti Arabíski háskólinn byggður í Granada, á 14. öld og var Kóraninn kenndur þar en í dag tilheyrir þessi bygging háskóla Granada.
Skoðum þröngar götur Alcaiceria hverfisins er mynda Granada Bazaar markaðinn og Nasrid silkimarkaðinn , þar má sjá ýmis arabisk handverk og annan varning. Baños Árabes del Nogal eða arbísku baðhúsin eru ein af elstu minjum frá timum Máranna. Þau eru i upprunalegri mynd og hafa ekkert breist frá þvi Márar réðu rikjum i Granada.
Við munum skoða Alhambra höllina sem er stórkostlegt listaverk og með fallegri byggingum sem hægt er að sjá. Höllin er eitt frægasta dæmið um íslamska byggingarlist á Spáni og er hún á heimsminjaskrá UNESCO. Alhambra stendur á klettóttri hæð á bakka Darro árinnar , aðgengið var gert erfitt að ásettu ráði til varnar Innrásarherju, gnæfir höllinn yfir Granada. Alhambra var upphaflega hernaðarmannvirki en varð á miðri 13 öld dvalarstaður konungsfjölskyldunnar.
Við borðum svo á veitingahúsi i borginni og gistum i Granada á sama hóteli.Við gistum áfram á Hotel Macià Cóndor 4★ eða sambærilegu hóteli.
Dagur 3 - 25. Mars
Áfangastaðir: Algeciras, Spánn - Tangier, Marokkó - Tetouan, Marokkó - Chefchaouen, Marokkó
Keyrum til borgarinnar Algeciras og tökum ferjuna yfir til Tangier i Marokkó, sem tekur um 1,5 tima.
Við höldum svo áfram til borgarinnar Chefchaouen sem er staðsett í fjallahéraði i tæplega 600 m. hæð, er hún frá 14 öld. Hún er kölluð Bláa borgin, sökum þess að húsin þar eru nánast öll eins máluð blá, sem gerir hana mjög sérstaka. Þetta er einstök borg er tekur okkur langt aftur í tima og rúmi. Við röltum um borgina um þröngar steini lagðar götur, skoðum Suk /markaði og litlar búðir, list og handunnar vörur á hverju götuhorni, borg sem engri er lík. Við gistum þar á Hotel Madrid eða sambærilegu hóteli.
Dagur 4 - 26. Mars
Áfangastaðir: Fes, Marokkó
Við höldum sem leið liggur í átt til Fes, við erum nú i Atlasfjöllum , leið okkar liggur í gegnum nokkur fjallaþorp í Jbala héraði, þar hefur timinn staðið í stað alllengi. Við munum stoppa i einhverjum af þessum þorpum, gefur okkur smá innsýn i lif heimamanna á þessum slóðum.
Fez er ein af 4 konunglegum borgum i Marokkó, er hún elsta borg landsins frá 8 öld, Fes er dularfull, rík , miðstöð menningar og trúar í landinu. Gamli bærinn í Fes eða Medina er á minjaskrá Unesco, einn best varðveittasti sögulegi hluti borgar i heiminum. Við munum rólta um bæinn með okkar fararastjóra sem kynnir borgina frekar fyrir okkur. Við förum i gyðingahverfið Mellah, skoðum hvernig hinar marglitu og listrænu flisar eru gerðar sem er eitt af þvi sem borgin er þekkt fyrir, svo kynnum við okkur sútun, en Fes er sannarlega þekkt fyrir leðurframleiðslu. Skoðum m.a. Quaraouine Mosquna og Al Quaraouiyine háskólann sem er elsti háskóli í heimi. Kynnumst borginni betur á göngu, sjáum fagrar byggingar sem okkur eru all framandi, við erum komin langt aftur í aldir.
Við gistum á Riad Dar Jeanne Fes eða sambærilegu hóteli.
Dagur 5 - 27. Mars
Áfangastaðir: Atlas Fjöll - Tizi n' Talrhemt, Marokkó- Ziz Valley, Marokkó- Merzouga, Marokkó
Frá Fez höldum við í átt til Merzouga eyðimerkurinnar í gegnum Mið Atlasfjöllin. Það er margt að sjá á leiðinni, stórbrotið landslag og Berba þorpin. Við stoppum í hinni fögru borg Ifrane, sem oft hefur verið kölluð Sviss Marakkó. Húsin eru mörg í Alpastil, mikið er þar um gróður, á svæðinu er fjölbreitt dýralíf, þar má finna birni, apar og fleiri dýr. Umhverfið einstaklega fallegt. Höldum svo áfram til Azrou, þar er mikill sedrus skógur og þar halda aparnir til. Við höldum svo til bæjarins Midelt sem er uppá hásléttunni , bærinn er verslunarmiðstöð landbúnaðar á svæðinu, þar sem við stoppum. Næsti viðkomustaður er Erfoud sem er þekktur fyrir steingervinga, en bærinn er vin í eyðimörkinni og raun byggður á steingervingum. Heimamenn hafa gert sér viðskipti út steingervingunum og framleiða marmara er innihalda steingervinga, einstök listasmsíð, sú eina sinnar tegundar. Þessi framleiðsla hefur mikið að segja fyrir bæinn. Við komum við i Ziz dalnum þar sem við blasir stórkostlegt útsýni yfir vinina. Seinni partinn komum við að Erg Chebbi sandöldunum í eyðimörkinni. Við gistum í eyðimerkurbænum Merzouga á Hotel Nomad eða sambærilegu hóteli.
Dagur 6 - 28. Mars
Áfangastaðir: Merzouga, Marakkó - Erg Chebbi, Marokkó
Eftir morgunmat , kynnum við okkur Merzouga betur, skoðum okkur um í eyðimörkinni - sandöldur Erg Chebbi, sem eru ansi stórar, komum við í vin og skoðum áveituskurð þess svo og landbúnaðarsvæðið þangað sen vatninu er veitt
Höldum svo suður til vatnsins Day Srjii , ef það hefur ekki þornað upp, sem gerist stundum. Höldum til þorpsins Kamilla þar sem við hlustum á Gnawa tónlist. Kamilla er ekki eins og önnur þorp í Marokko. Fólkið þar er allt svart, var flutt til Marokkó fyrir einhverjum hundruði árum síðan, sem þrælar, þeir hafa sina eigin menningu og siði sem við munum fá smá smjörþef af. Næst hittum við Berba fjólskyldu sem byr í tjöldum í miðri Sahara eyðimörkinni og fáum okkur te með þeim. Við kynnumst lifi þeirra í eyðmörkini.
Eftir hádegi förum við i stutta ferð um eyðimörkina á úlföldum 1-1,5 tíma, kynnumst þvi ferðamáta heimanna gegnum aldirnar
Við stoppum á toppi einnar sandöldu til að sjá sólsetrið.
Við höldum svo til eyðimerkurbúðanna þar sem við gistum, drekkum te, borðum þar og hlustu svo á Berbatónlist undir stjörnubjörtum himninum.
Við gistum áfram í eyðimerkurbænum Merzouga á Hotel Nomad eða sambærilegu hóteli.
Dagur 7 - 29. Mars
Áfangastaðir: Merzouga, Marokko - Todra Gorge, Marokkó - Boulemane, Marokkó - Ouarzazate, Marokkó
Við höldum til bæjarins Rissani sem er krossgötum norðurs og suður, sem gaf honum töluvert vægi hér áður fyrr sem miðstöð verslunar á svæðinu. Gamall bær með áhugaverða sögu og fagrar byggingar. I dag göngum við um gilið Todra sem er í austurhluta Atlasfjalla, klettaveggir gilsins ná allt að 300 metrum. Við erum I einstöku umhverfi hér. Við förum i gegnum Boulmane dalinn og heimsækjum einnig Rósardalinn. Endum svo daginn í Ouarzazate, leðju múrsteinsborgin eða dyrnar að eyðimörkinni eins og hún er oft nefnd. Án efa er þessi um 70 þus manna borg ein sú áhugaverðasta í Marokkó, við erum komin aftur i 1001 og eina nótt. Þar heimsækjum við Kasbah sem táknar virki, en þau eru viða í Marokkó, algent var að ættflokkar byggðu sitt Kasbah.
Við gistum á Hotel Riad Tama eða sambærilegu hóteli.
Dagur 8 - 30. Mars
Áfangastaðir: Ouarzazate, Marakkó - Aït Benhaddou, Marokkó - Telouet, Marokkó- Marrakesh, Marokkó
Endastaður okkar í dag er Marrakesh, á leiðinni þangað förum við ma i gegnum Tiz- in skarðið sem er 2260 m hátt. Við skoðum hið þekkta virki Ait Ben haddou sem er frá 11 öld og á minjaskrá Unesco , er eitt þekktasta kennileiti Marokkó, þar býr enn fámennur hópur fólks. Ait Ben haddou var einn elsti áningastaður ferðalanga frá Marrakesh til Sahara og helsti verslunarstaður Sudan við Marrakesh . Þar hafa margar Hollywood myndir verið teknar þar, má nefna Gladiator, The Mummy, Lawrence of Arabia og James Bond myndin The Living Daylights. Við skoðum einnig virkið Kasbak Talouet. Við komum til Marrkesh seinni part. Marrkesh er ein þekktasta borg Marakkó og ein af 4 konunglegum borgum Marakkó, staðsett við rætur Atlasfjalla, má rekja aldur borgarinnar allt til ársins 1070. Við förum svo sannarlega aftur í tima þegar gengið er um gamla hluta borgarinnar þar sem handverk og annar varningur glepur augað, hér prútta allir.
Við gistum á Chems Hotel eða sambærilegu hóteli.
Dagur 9 - 31. Mars
Áfangastaðir: Marrakesh, Marokkó - Casablanca, Marokkó - Rabat, Marokkó
Við höldum svo frá Marrakesh til Casablanca stærstu borgar Marokkó og sennilega þekktasta borg landins, miðstöð verslunar og þjónustu. Samnefnd Hollowood mynd frá árinu 1942, gerði borgina ódauðlega, ekki varð hún minna þekkt eftir að Hemingway gerði hana að heimili sínu um tíma.
Okkar helsti áfangastaður í Casablanca er Hassan II Moskan, ein sú stærsta í heiminum. Stórfengleg bygging vægast sagt, listasmíð 210 m há. Inni geta 25,000 manns beðið til Allah og á marmara planinu fyrir utan 80,000 manns. Við höldum svo sem leið liggur til Rabat höfuðborgar Marokkó og ein fallegasta borg landsins og örugglega ein sú hreinasta og þó víða væri leitað. Þar sjáum við allt það helsta, Hassan turninn og grafhýsi Mohammed V konungs Marokkó. Við endum svo daginn í Tangier, þar sem við gistum á Rembrandt Hotel eða sambærilegu hóteli.
Dagur 10 - 1. Apríl
Áfangastaðir: Algeciras, Spánn - Malaga, Spánn
Tökum ferjuna yfir til Algeciras og svo rútuna til Malaga, þar er frjáls dagur. Kvölverður á hóteli.
við gistum á Hotel Soho Boutique eða sambærilegu hóteli.
Dagur 11 - 2. Apríl
Áfangastaðir: Keflavík, Ísland
Fljúgum heim frá Malaga kl 17.30 og lendum 20.30 í Keflavik