Ferðaáætlun

Dagur 1 - 9. Október
Áfangastaðir: Riga, Lettland
Fljúgum frá Keflavík til Riga klukkan 12:25 og lendum þar klukkan 19:05 á staðartíma. Förum upp á hótel.

Dagur 2 - 10. Október
Áfangastaðir: St. Paul flói, Malta
Fljúgum frá Riga klukkan 10:35 og lendum á Möltu klukkan 13.25. Förum upp á hótel og slökum aðeins á eftir ferðalagið.

Seinni partinn förum við og skoðum Sjávarminjasafn Möltu sem er vægast sagt einstakt safn, samsett af 41 vatnstönkum þar sem reynt er að líkja eftir umhverfi sjávarins. Í safninu eru margar tegundir af fiskum sem lifa í sjónum umhverfis Möltu, þar af nokkrar tegundir af hákörlum og álum. Gestir fá að upplifa einstaka nálægð við fiskana. Sjávarminjasafnið er í nokkurskonar byggingarsamstæðu sem er í laginu eins og stjörnufiskur og þar má finna fleiri hluti en safnið sjálft, meðal annars veitingahúsið þar sem við borðum kvöldverð. Þaðan höfum við einstakt útsýni yfir sjóinn. Við gistum á sama hóteli á Möltu alla dvölina, The Dolmen Hotel, sem er staðsett við Qawra ströndina við St. Paul flóa.

Dagur 3 - 11. Október
Áfangastaðir: Valletta, Malta

Höfuðborgin Valletta, The Fortress City, Citta Umilissima eða “borgin sem var byggð af göfugmennum fyrir göfugmenni”, er höfuðborg Möltu og miðstöð verslunar á eyjunum. Borgin er nefnd eftir stofnanda hennar og þekktasta Stórmeistara Mölturiddara, hinum dáða Jean Parisot de la Valette. Þessi stórbrotna virkis-borg reis á bergi Sceberras fjallsins og aðliggjandi skaga fyrir ofan hafnirnar tvær, Marsamxett og Grand Harbour. Bygging borgarinnar hófst árið 1566 og lauk á undraverðum tíma, einungis 15 árum, með tilheyrandi varnarvirkjum, virkisveggjum og dómkirkju. Það sem gerir þetta afrek enn merkilegra er að borgin var byggð með handafli einu og þeim tólum sem til voru á þeim tíma. St. John's riddarareglan stýrði eyjunum í 268 ár og má víða sjá einstök menningarleg áhrif þeirra í borginni.

Við hefjum daginn á heimsókn á nýmóðins sýningu þar sem umhverfið er virkur hluti af upplifuninni. Saga Möltu er rakin á spennandi hátt á tjaldi í 3D þar sem við sitjum í sætum sem hreyfast, léttur vatnsúði og loftblásarar láta okkur líða eins og við séum stödd utandyra. Þetta er svo sannarlega eftirminnileg upplifun. Í anddyrinu er einnig hægt að skoða listaverk eftir Maltneska listamenn.

Við heimsækjum The Upper Barracca Gardens sem er friðsæll reitur í hjarta borgarinnar, nærri Castille Palace. Frá þessum görðum er frábært útsýni yfir Grand Harbour auk borganna Senglea, Vittoriosa og Kalkara. Þessir garðar eru byggðir ofan á gömlu virki á hæsta punkti Valletta og má rekja sögu þeirra aftur til ársins 1661 þegar að garðurinn var einkagarður Mölturiddaranna.

Það var ekki fyrr en 150 árum síðar sem garðarnir voru opnaðir almenningi og í dag geta gestir dáðst að litadýrð hinnar fjölbreyttu flóru plantna og trjáa sem þar er að finna. Hér eru styttur og minnismerki víðsvegar, meðal annars Les Gavroches brons skúlptúrinn sem og stytta tileinkuð Winston Churchill sem á rætur sínar að rekja til Seinni Heimsstyrjaldar en undir hvatningu forsætisráðherrans stóðu eyjan af sér gríðarlega miklar loftárásir og eyðileggingu án þess að missa móðinn eða baráttuanda sinn. Eyjan fékk viðurkenningu Georgs VI konungs snemma í árdaga átakanna sem sæmdi eyjuna Georg Cross.

Við heimsækjum St. John’s Co-Cathedral sem var byggð cirka árið 1570 sem kirkja fyrir Mölturiddarana og er ekki einungis mest heimsótta kirkja Möltu því hún er einnig sú glæsilegasta. Tilkomumikið kirkjuloftið og myndverk, gylltir bogar og verk eftir Mattia Preti eru hluti af glæsilegri arfleið barokk-tímans. Einnig er marmaragólf kirkjunnar þakið stórfenglegum legsteinum til minningar um ýmis mikilmenni Mölturiddaranna sem þar sofa sínum hinsta svefni. Innar í kirkjunni komum við að helsta dýrgrip kirkjunnar, olíumálverkinu The Beheading of St John the Baptist eftir meistarann Caravaggio sem er talið hans besta verk og eitt það mikilvægasta í vestrænni listasögu. Caravaggio var í kjölfarið gerður að meðlimi reglunnar en örfáum mánuðum seinna var hann rekinn með skömm úr reglunni þar sem hann hafði gerst brotlegur við lög og átti sá brottrekstur sér stað í fjarveru hans fyrir framan málverkið sem hann hafði skapað fyrir regluna. Við endum heimsókn okkar á safni kirkjunnar þar sem okkur gefst kostur á að skoða silfurbúnað, skreytt ofin veggtjöld og aðrar gersemar.

Við heimsækjum einnig Masters höllina, St. George torgið og fleira.

Dagur 4 - 12. Október
Áfangastaðir: Siġġiewi, Malta - Ħaġar Qim, Malta - Wied iz-Zurrieq, Malta - Marsaxlokk, Malta - Blue Grotto, Malta
Í dag skoðum við eina af elstu námum landsins sem í dag er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Hún er kalksteinsnáma sem er staðsett í gömlum bæ sem heitir Siġġiewi. Maltverjar eru þekktir fyrir hæfni sína þegar kemur að byggingu kalksteinshúsa og gerð listaverk úr þessu steinefni. Þessi staður hefur fengið verðlaun fyrir að bera af sem ferðamannastaður og fáum við tækifæri til að sjá fjöldann allan af dýrum sem bændur halda á eyjunni.

Næst höldum við til Ħaġar Qim sem er yfir 5000 ára gömul musterissamsæða. Þetta eru taldar vera einar elstu byggingar sem hafa fundist á jörðinni. Talið er að musterið hafi verið notað undir bænahald, þar hafa einnig fundist styttur sem eru taldar tengjast frjósemi og sumar þeirra eru varðveittar á Þjóðminjasafni Möltu. Um er að ræða einstakt meistarastykki arkitektúrs að mati stjórnar World Heritage Sites. Ħaġar Qim var sett á heimsminjaskrá UNESCO árið 1992.

Næst förum við til þorpsins Wied iz-Zurrieq og um borð í bát. Við siglum um Blue Grotto sem er samansafn sjávarhella þar sem sjórinn er kristaltær og umhverfið einstakt. Við komum til með að sigla inn í einhverja hellunum og skoða þá nánar. Við höldum áfram ferð okkar og keyrum í gegnum vínræktarsvæði á leið okkar til sjávarþorpsins Marsaxlokk þar sem við röltum um, skoðum höfnina, markaði og sjáum hvernig daglegu lífi er háttað.

Għar Dalam hellirinn er okkar seinasti áfangastaður sem við skoðum þennan daginn en þar hafa fornleifafræðingar fundið merki um að Malta hafi eitt sinn tengst með landbrú við meginland Evrópu. Við höldum síðan aftur til hótelsins þar sem við borðum kvöldverð.

Dagur 5 - 13. Október
Áfangastaðir: Systur-eyjan Gozo
Gozo er töfrandi eyja skammt frá Möltu og munum við sigla til hennar með ferju. Aðkoman er hin glæsilegasta, þegar við siglum inn hafnarmynnið tekur á móti okkur friðsæl höfnin og snotur kirkja sem trónir yfir henni.

Eyjan er um 67 km² að stærð og þar búa rétt um 34.000 manns. Gozo er þekkt fyrir afslappað andrúmsloft og margir heimamenn lýsa henni á þann veg að hún sé eins og Malta var á árum áður. Margir vilja meina að tíminn líði hægar á Gozo en annarsstaðar í heiminum.

Sjarmi eyjunnar er margþættur - gróskumikið landslagið teygir sig um eyjuna alla og bæði landbúnaður og fiskveiðar spila stórt hlutverk í daglegu lífi eyjaskeggja. Saga eyjunnar er hluta til goðsagnakennd, talið er að eyjan gæti verið hin dularfulla en friðsæla Calypso úr Ódysseifskviðu Hómers.

Við skoðum okkur um á eyjunni og kynnum okkur það allra helsta sem verður á vegi okkar. Höldum aftur til hótelsins okkar.

Dagur 6 - 14. Október
Áfangastaðir: Mdina, Malta - Rabat, Malta - Dingli, Malta

Mdina, sem gengur undir nafninu The Silent City, situr efst á hæð með útsýni yfir marga af bæjunum umhverfis hana. Þessi smáa borg er óvenjuleg blanda af miðaldar borgarvirki og barokk-byggingarlist.

Forðum daga bjuggu þar aðallega fjölskyldur af aðalsættum og mörg heimilin hér hafa erfst í margar kynslóðir og er búseta í þeim enn tengd við auðæfi. Þessi híbýli eru jafnan gríðarstór að innan en lítilfjörlegir inngangar blekkja augað áður en inn er komið. Gælunafnið fékk borgin sökum hljóðlátra stræta hennar og strangra laga um notkun bifreiða, þessi fjarvera vélarhljóða getur jafnvel gert gestum kleift að ímynda sér að þeir hafi ferðast aftur í tíma.

Inngangurinn að borginni heitir Mdina Gate eða Vilhena Gate. Hliðið var hannað í barokk stíl af hinum franska arkítekt og hernaðarverkfræðing Charles François de Mondion sem tilheyrði reglu Mölturiddaranna. Nafn hliðsins var valið til heiðurs stórmeistara reglunnar, António Manoel de Vilhena.

Það er einstök upplifun að rölta um borgina og sjá það sem fyrir augu ber eins og Siculo-Norman höllina og svipaðar byggingar í barokk-stíl sem hafa mikið sögulegt gildi. Við förum frá Mdina í gegnum gríska hliðið, við stoppum við Kristnu Katakomburnar í Rabat áður en við höldum að klettunum í Dingli. Eftir hádegið heimsækjum við San Anton grasagarðinn sem er skammt frá forsetahöllinni. Að endingu skoðum við stærstu og tignarlegustu kirkju Evrópu, Mostas Dome, sem er sú þriðja stærsta i heiminum. Við gistum áfram á sama hóteli og borðum þar kvöldverð.

Dagur 7 - 15. Október
Áfangastaðir: Pozzallo, Sikiley - Ortigia, Sikiley - Noto, Sikiley
Um morguninn förum við með bát yfir til Sikileyar sem er stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu. Sérlega rík af sögu og menningu, meðal annars frá tímum Grikkja og Rómverja, auk þess að vera gædd einstakri náttúrufegurð, fjöllum, skógum, ám og dölum.

Við komum að landi í bænum Pozzallo og höldum þaðan til Syracuse sem var ein áhrifamesta borg Miðjarðarhafs hér áður fyrr. Borg rík af menningararfleið og við sjáum þess augljós merki hvert sem litið er. Fornminjasvæðið Neapolis, eitt af Grísku hverfunum með eldgamalt leikhús sem er enn notað í dag, gamli bærinn á eyjunni Ortigia sem er tengd landi með tveir brúm. Það er ótrúleg upplifun að rölta um þessa fögru borg. Svæðið er iðandi af lífi með spennandi veitingastaði, verslanir og kaffihús.

Við höldum þaðan til borgarinnar Noto þar sem við sjáum dómkirkjuna og Palazzo Nicolaci sem er stórbrotið dæmi um glæsilegan barokk-arkitektúr með ríkulega skreyttum svölum. Höllin var áður fyrr í eigu ríkustu fjölskyldu eyjunnar á 18. öldinni. Í dag hýsir hún meðal annars borgarbókasafnið. Við höldum síðan á hótelið okkar, Grand Hotel Sofia eða svipað hótel í Noto þar sem við borðum kvöldverð.

Dagur 8 - 16. Október
Áfangastaðir: Modica, Sikiley - Ragusa, Sikiley

Við höldum til borgarinnar Modica sem er á suðaustur Sikiley. Modica er á heimsminjaskrá UNESCO. Við skoðum glæsilegar byggingar eins og San Pietro kirkjuna og San Giorgio dómkirkjuna. Modica er fyrst og fremst þekkt fyrir fallegar byggingar í barokk byggingarstíl, stórkostlegar kirkjur og súkkulaðigerð. Fegurð einkennir borgina.

Næst keyrum við til borgarinnar Ragusa sem er byggð ofan á kalksteinshæð á milli teggja dala, Cava San Leonardo og Cava Santa Domenica. Ragusa skiptist í tvennt, báðir borgarhlutar aðskildir af gili. Neðri hluti bæjarins geymir gamla bæjarhlutann. Fagrar hallir, gamlar götur og stræti, fornar byggingarnar og töfrandi andrúmsloftið fanga mann. Við gistum svo á sama stað þar sem við borðum kvöldverð.

Dagur 9 - 17. Október
Áfangastaðir: Agrigento, Sikiley - Kolymbethra Garðurinn, Sikiley
Þennan daginn stefnum við á borgina Agrigento þaðan sem við njótum fallegs útsýnis yfir suðurströnd Sikileyjar. Borgin er þekktust fyrir rústir hinnar fornu borgar Akragas, frá árinu 582 f. Krist - þetta er stórt og mikið fornminjasvæði sem geymir vel varðveitt grísk musteri eins og 

Borgin er þekkt fyrir rústir hinnar gömlu borgar Akragas sem eru frá 582 fyrir Krist , stórt fornminjasvæði með vel varðveitt Grísk musteri eins og Concordia, Giunone og Dioscuri musterin. Kolymbethra garðurinn er stór hluti af Akragas svæðinu, staðsettur í dal hofanna eða Valley of the Temples. Einstakur og fallegur garður þar sem náttúra og saga sameinast í eitt. Þar eru hundruða ára gömul ólífutré, falleg sítrónutré og annar gróður. Við förum síðan inn á hótel seinnipartinn þar sem við borðum kvöldverð. Gistum á Hotel Dioscuri eða svipuðu hóteli.

Dagur 10 - 18. Október
Áfangastaðir: Val di Kam, Sikiley - Trabia, Sikiley
Eftir morgunverðinn förum við til bæjarins Val di Kam, þorps sem er á milli Agrigento og Palermo. Þar munum við kynnast hversdagslegu lífi eins og það er í sveitum og þorpum Sikileyinga. Bærinn er ríkur af sögu og kærleika. Staðsetningin er frábær með fallegt útsýni yfir dali, hæðir og fjöll í nágrenninu. Við göngum um þorpið og smökkum ýmislegt af réttum heimamanna eins og mismunandi osta, pane cunzatu brauðið, hunang, kökur, olífur og víni heimamanna. Við borðum svo hefðbundinn hádegisverð sem er eldaður af einni af fjölskyldum þorpsins. Við erum að kynnast Sikiley sem flestir ferðamenn gera ekki, langt frá þekktum ferðamannastöðum. Við höldum svo úr sveitasælunni á hótelið okkar sem verður Hotel Tonnara di Trabia.

Dagur 11 - 19. Október
Áfangastaðir: Palermo, Sikiley - Monreale, Sikiley
Palermo er ævaforn borg með sögu sem spannar um 2800 ár. Við kynnumst þessari glæsilegu borg sem hefur svo margt upp á að bjóða - ríka sögu, stórkostlega menningu, tilkomumikinn arkitektúr og lifandi mannlíf. Eitt af helstu kennileitum borgarinnar er Massimo leikhúsið sem er stærsta óperuhús Ítalíu og það þriðja stærsta í Evrópu. Göturnar Via Maqueda og Corso Vittorio sýna sál gamla bæjarins, glæsilegar byggingar, fjölbreytt mannlíf og sögulegar minjar á hverju horni. Í Palermo er töluvert af fornminjum sem hafa verið settar á heimsminjaskrá UNESCO. Matur keyptur af götusölum Palermo er talinn vera einn sá allra besti í heiminum, Panelle og Meusa samlokurnar eru frábær dæmi um slíkar kræsingar.

Monreale er hverfi í útjaðri Palermo svæðisins, við fjallsrætur Caputo fjallsins. Þaðan má sjá yfir hinn gróðursæla dal La Conca d'Oro. Þar eru ræktaðar appelsínur, ólífur og möndlur og síðan er dalurinn þakinn trjám eins langt og augað nær. Monreale er á heimsminjaskrá UNESCO og meðal annars þekkt fyrir gríðarlega fallegar byggingar. Dómkirkjan er heimsþekkt fyrir mósaíkflísar. Palazzo dei Normanni, konunglega höllin, er önnur bygging sem gleymist seint fyrir flesta sem heimsækja Monreale. Við höfum síðan tíma til að rölta um miðbæ Palermo áður en við förum upp á hótelið okkar, Hotel Tonnara di Trabia, þar sem við borðum kvöldverð.

Dagur 12 - 20. Október
Áfangastaðir: Cafalu
Einn þekkasti staður Sikileyjar er miðaldabærinn Cefalú á norðurströnd Sikileyjar, með um 14 þus íbúa. Hann er talinn einn fallegast bær eyjarinnar. Cafalu er einna þekkastur fyrir Normanna dómkirkjuna sem er á minjaskrá Unesco og frá 12 öld. Kirkjan er byggð í einskonar virkisstíl með tveimur turnum og að innan þakin Byzantine mosaic. Þess ber að geta að Vikingar hertóku stóran hluta Sikileyjar og má þar finna menjar frá þeirra tímum. I Cefalu má finna hverja glæsibygginguna á fætur annarri má nefna Hof Dionu fá 9 öld fyrir Krist sem er staðsett á kletti fyrir ofan bæinn.

Þaðan er glæsilegt útsýni yfir bæinn og strandlengjuna. Við tökum okkar tima og röltum um bæinn og forum niður á strönd. Við gistum svo á sama hóteli Hotel Sporting Baia eða svipuð og borðum kvöldmat utan hotels í þetta skiptið.

Dagur 13 - 21. Október
Áfangastaðir: Etna og Taormina
Eldfjallið Etna er eitt af þekktustu kennileitum Sikileyjar og auðvitað munum við skoða það nánar

Etna er hæsta eldfjall Evrópu og það er svo sannarlega virkt, en það gaus síðast 2021. Við keyrum upp I800 metra og þaðan munum við svo fara í þægilegan göngutúr, þar sem við kynnumst svæðinu nánar. Við förum svo til bæjarins Taormina sem er einn af þessum stöðum sem maður verður að sjá

Bærinn er ekki langt frá Etnu , staðsettur á hæð við ströndina með frábæru útsyni sem lætur engan ósnortin. I Taormina búa um 10 þús manns. Húsin eru litil steinhús máluð í pastellitum, þröngar, steinilagðar götur og torg. Litil kaffihús og verslanir allt þetta setur svip sinn á þetta fallega þorp. Þekktasta kennileiti Taormina er Grisk Romverska leikhúsið. Við höldum svo á sama hotel.

Dagur 14 - 22. Október
Áfangastaðir: Riga
Flugið er kl. 10.30 fá Catania og lendum við í Riga kl 14.50 . Höldum svo á hotel

Frjáls dagur

Riga er meira en 800 ára gömul miðaldaborg sem er mikið augnayndi hvert sem litið er og gamli borgarhlutinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Auðvelt er fyrir gangandi vegfarendur að komast leiðar sinnar í gamla hluta Riga eftir steinilögðum strætum þar sem sagan liggur í loftinu. Víðsvegar um gamla bæinn má finna falleg torg sem hýsa bjórgarða, veitingastaði og kaffihús þar sem er tilvalið að setjast niður og gera vel við sig í mat og drykk.

Dagur 15 - 23. Október
Áfangastaðir: Ísland
Við fljúgum frá Riga 10.45 og lendum I Keflavík 11.40