Diwane Hotel & Spa er staðsett í hjarta Guéliz hverfisins skammt frá lestarstöðinni og Menara Mall verslunamiðstöðinni sem gerir hótelið kjörið bæði til að gera góð kaup og kanna borgina. Þægindin og þjónustan sem hótelið býður gestum sínum upp á er sett saman með það markmið að leiðarljósi að gera dvölina ógleymanlega. Veitingastaður hótelsins sérhæfir sig í þjóðlegri matargerð og heilsulindin býður upp á framúrskarandi aðstöðu til slökunar þar sem allskonar dekur stendur gestum til boða til viðbótar við sundlaug hótelsins.