Jeppaferðir um Marokkó | Nóvember, Febrúar & Mars

Jeppaferðir um Marokkó | Nóvember, Febrúar & Mars

Að koma til Marokkó er sannkallað ævintýri og að ferðast um landið á Toyota Landcruiser jeppa er engu líkt! Í þessari ferð er keyrt upp í Atlasfjöll, inn í Sahara eyðimörkina og gist þar, fornar borgir heimsóttar með sínum mörkuðum, höllum, moskum og kynnumst heimamönnum. Þessi ferð stendur ævintýraþyrstum ferðalöngum til boða dagana 3. - 10. Nóvember, 12. - 20. Febrúar og 5. - 12. Mars. Þessar þrjár ferðir hafa fastar dagsetningar en ferðalangar sem hafa áhuga á að fara aðra daga en þessa eru hvattir til að hafa samband.

Verð

 

Heildarfjöldi þátttakenda í bíl | 2

  • Verð per einstakling 438.900kr.
 

Heildarfjöldi þátttakenda í bíl | 3

  • Verð per einstakling 399.400kr.
 

Heildarfjöldi þátttakenda í bíl | 4

  • Verð per einstakling 377.300kr.
 

Hvað er innifalið?

  • Gisting með morgunmat
  • Kvöldmatur
  • Úlfaldaferð í Sahara eyðimörkinni
  • Sandbretti á sandöldum Sahara
  • Öll keyrsla í Marokkó í Toyota Landcruiser
  • Enskumælandi bílstjóri/leiðsögumaður sem keyrir jeppann
  • Gistinótt í tjöldum Bedúína í eyðimörkinni
Ferðaáætlun

Hér er að finna nákvæma ferðaáætlun þar sem farið er yfir hvern dag. 

Lesa meira