Höfuðborg Króatíu, Zagreb - borg sem býr yfir öllu sem ferðamenn sækjast eftir. Áhugaverð saga, hrífandi menning, gestrisnir heimamenn og glæsilegur byggingarstíll auk úrvals verslana, veitinga- og kaffihúsa. Ferðalangar geta meðal annars rölt um gamla borgarhlutann, heimsótt hina ýmsu markaði, söfn og gallerí eða prufað þjóðlega rétti eins og Grenadir Marša pasta og Kajzeršmarn pönnukökur, svo eitthvað sé nefnt.
Zagreb er sérlega hrífandi borg sem heillar og lifir í minningunni - nú i beinu flugi frá Egilsstöðum!
Verð
Hotel Central Zagreb | 3☆
Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 199.500kr.
Verð fyrir einstaklingsherbergi 222.400kr.
Hotel Zonar Zagreb | 4☆
Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 211.900kr.
Verð fyrir einstaklingsherbergi 245.900kr.
Hvað er innifalið?
- Flug með sköttum og tösku
- Hótel með morgunmat
- Rúta frá flugvelli
- Íslenskur fararstjóri