Þessi stórskemmtilega og spennandi ferð er unnin í samstarfi við Gönguferðir Grétu. Einstök upplifun í Úganda, göngur um frumskóga og sjáum górillur í sínu náttúrulega umhverfi, gresjur og fjöll, framandi dýralíf og tilkomumikið landslag.
Verð til viðmiðunar
- Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 1.038.900kr.
- Verð fyrir einstaklingsherbergi 1.146.900kr.
Vinsamlegast athugið að ofangreind verð (sem giltu fyrir eldri bókanir ) skulu höfð til viðmiðunar nú þegar bókun er gerð þar sem leita þarf sérstaklega staðfestingar flugrekstraraðila hverju sinni vegna flugkostnaðar og má gera ráð fyrir hækkun allt frá 70.000kr 100.000kr. per farþega
Hvað er innifalið?
- Allt flug samkvæmt ferðaáætlun ásamt sköttum og gjöldum.
- Allur akstur og skoðunarferðir samkvæmt ferðaáætlun.
- Allar skoðunarferðir í ferðaáætlun og aðgangur þar sem við á.
- Gisting í Amsterdam með morgunverð á leið út.
- Gisting í Úganda | Fullt fæði.
- Sigling um Kazinga á/sund.
- Singling um Níl.
- Safarí ferð um gresjuna.
- Skoðunarferð um heimkynni górilla í Bwindi regnskóginum.
- Íslenskur fararstjóri frá Íslandi.
- Innlendur enskumælandi fararstjóri í Úganda.
Fararstjóri
Gréta S. Guðjónsdóttir er lærður og starfandi leiðsögumaður og ljósmyndari. Hún hefur verið að leiðsegja síðan hún flutti heim til Íslands árið 1996, frá Hollandi. Fyrstu árin eingöngu með prívat ljósmyndaferðir en eftir að hafa náð sér í réttindi Leiðsögumanns árið 2011, um allt Ísland og allan heim, t.d. Kúbu, Marrakesh og Grænland. Hún hefur lengst af unnið hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum, Ferðafélagi Íslands, Atlantik, Úrval Útsýn, og nú síðast með Gönguferðir Grétu. Gréta er með WFR (skyndihjálp í óbyggðum) og meiraprófið.