Dagur 1
Áfangastaðir: Riga, Lettland - Tbilisi, Georgía
Ferðin hefst á flugi til Riga í Lettlandi klukkan 15.10 og lendum þar klukkan 21.50 að staðartíma. Þar skiptum við um vél og förum með sama flugfélagi klukkan 23.10 frá Riga til Tbilisi þar sem við lendum klukkan 04:30 að staðartíma. Förum frá flugvelli á hótel.
Dagur 2
Áfangastaðir: Tbilisi, Georgía
Þennan dag förum við með fararstjóra okkar í gönguferð um gamla bæjarhlutann í höfuðborginni, Tbilisi. Borgin er ævaforn, núverandi staðsetningu hennar má rekja aftur til ársins 458 og hafa fornleifafræðingar fundið leifar frá byggð sem var þar á bronsöld. Það er nánast eins og að fara aftur í tímann að ganga um þessa fallegu borg, við heimsækjum meðal annars Metekhi kirkjuna sem stendur á kletti með útsýni yfir Mtkvari ána og víðfræg súlfúrböð. Eftir hádegismat ferðumst við með kláfi upp að Narikala virki sem var gríðarlega mikilvægt fyrir varnir borgarinnar á öldum áður. Við heimsækjum einnig Meidani torgið og Shardeni stræti sem er einn vinslasti áfangastaður ferðamanna í borginni - þar finnum við kaffihús, listagallerí, verslanir og fleira. Við munum einnig heimsækja Sioni dómkirkjuna, Anchiskhati kirkju, óperu- og ballethús borgarinnar sem og Rustavi leikhúsið í þessari gönguferð.
Við borðum saman kvöldmat í lok dags og gistum á sama hóteli.
Dagur 3
Áfangastaðir: Gudauri, Georgía - Kazbegi, Georgía
Við keyrum í átt til Gudauri, þekktasta skíðasvæðis Georgíu. Útsýnið sem blasir við á gönguferð okkar um Kákasusfjöllin á næstu dögum hefur gjarnan verið lýst sem stórfenglegu sjónarspili. Þetta er fáfarin leið með afviknum gilum, háum tindum og skorningum og því lítið um almenna ferðamenn. Við sjáum ýmsa spennandi hluti á leið okkar eins og Ananuri kastalann, Gudauri skíðasvæðið og Gergeti Trinity kirkjuna. Við keyrum síðan til Kazbegi þjóðgarðsins þar sem við förum í göngu.
Við borðum kvöldmat og gistum í þorpinu Sno.
Erfiðleikastig: Auðvelt | Vegalengd: 7km | Tímalengd: 5klst. | Upphafshæð: 1.718m | Lokahæð: 2.211m
Dagur 4
Áfangastaðir: Juta, Georgía - Karkucha, Georgía - Chauki, Georgía - Sno, Georgía
Við keyrum í átt að bænum Juta frá Sno. Við ferðumst um fallega dali meðfram undnum ám og háum tindum. Hefjum göngu frá Karkucha þorpinu og göngum í gegnum Juta sem er í um 2200m hæð frá sjávarmáli og er hæsta byggð í Georgíu. Að Kákasusfjallgarði liggja Chaukhi fjöll sem eru um 3.688m há, við höldum að Chauki vatni sem er 2650km yfir sjávarmáli.
Við endum daginn í Sno, þar sem við borðum kvöldmat og gistum.
Erfiðleikastig: Auðvelt | Vegalengd: 21km | Tímalengd: 7klst. | Upphafshæð: 1.920m | Lokahæð: 2.550m
Dagur 5
Áfangastaðir: Kvemo Okrokana, Georgía - Ketrisi, Georgía - Kazbegi, Georgía
Við keyrum í átt að Truso gljúfri og göngum inn eftir því að Kvemo Okrokana þorpinu þar sem gróðursælar fjallshlíðar taka á móti okkur. Við ferðumst að upptökum Terek árinnar sem er þekkt fyrir mikið magn steinefna, skoðum Kasari gljúfrið og heimsækjum þorpið Ketrisi sem nýtur þess vafasama heiðurs að vera þekkt sem "draugaþorpið".
Við munum sjá turna frá miðöldum, þar á meðal Zakagori virkið sem er í 2014-2251 metra hæð yfir sjávarmáli. Við munum sjá hið fagra Abano stöðuvatn á leið okkar inn í dalinn. Við endum þar sem við hófum ferð okkar, kvöldverður og gisting í Kazbegi þorpinu.
Erfiðleikastig: Auðvelt | Vegalengd: 20km | Tímalengd: 6 - 7klst. | Upphafshæð: 2.020m | Lokahæð: 2.200m
Dagur 6
Áfangastaðir: Uplistsikhe, Georgía - Kutaisi, Georgía
Þessi dagur er stuttur göngudagur en felur í sér töluverða keyrslu á milli staða. Við munum skoða margt spennandi, heimsækjum hinn forna hellabæ Uplistsikhe sem spilaði stórt hlutverk í sögu Georgíu um langt tímabil eða um 3000 ár. Bærinn er mjög sérstakur og að metu leyti höggvinn inn í bergið. Við snæðum saman hádegisverð í Uplistsikhe og tökum því síðan rólega það sem eftir er dags. Gistum í bænum Kutaisi.
Erfiðleikastig - Auðvelt | Vegalengd: 2km | Tímalengd: 1klst.
Dagur 7
Áfangastaðir: Kutaisi, Georgía - Svaneti, Georgía - Mestia, Georgía
Við keyrum frá Kutasi og skoðum Enguri stífluna sem er stórkostlegt mannvirki og næsthæsta sementstífla heims eða 271.5 metrar á hæð. Við keyrum í gegnum eitt fallegasta svæði Georgíu, Svaneti, með stoppum á leiðinni - við sjáum fjöll, skógi vaxnar hlíðar og jökla svo dæmi sé tekið. Við komum til þorpsins Mestia sem er í 1600 metra hæð yfir sjávarmáli, þaðan leggjum svo upp í gönguferð. Við sjáum Chalaadi jökulinn þar sem háir tindar blasa við okkur. Við göngum í gegnum furuskóg um tíma áður en við tekur gil þakið stórgrýti þar sem var jökull áður en hann hopaði.
Við borðum saman kvöldmat og gistum í Mestia.
Erfiðleikastig: Auðvelt | Tímalengd: 5klst. | Upphafshæð: 1.620m | Lokahæð: 1.979m
Dagur 8Við keyrum frá Mestia til þorpsins Ushguli. Við göngum síðan frá Ushguli í norður í átt að Shkhara fjalli meðfram ánni Enguri í átt að Kákasushryggnum, þaðan sem við sjáum Shkhara jökullinn í fjarlægðinni. Óviðjafnanlegt útsýnið blasir við okkur. Við borðum síðan saman kvöldmat og gistum áfram í Mestia.
Erfiðleikastig: Auðvelt | Vegalengd: 16km | Tímalengd: 6klst. | Upphafshæð: 2.100m | Lokahæð: 2.570m
Dagur 9
Áfangastaðir: Koruldi vötn, Georgía - Mestia, Georgía
Eftir morgunverð hefjum við göngu okkar í átt að Koruldi vötnunum sem eru staðsett í efra Svaneti svæðinu í um 2850 metra hæð. Vötnin eru umlukin jöklum og háum tindum Kákasus fjallanna og við munum sjá tinda Shkhara, Tetnuldi, Laila og fleiri stórfenglegra fjalla í stórkostlegu umhverfi. Við gistum í Mestia.
Erfiðleikastig: Meðal | Vegalengd: 21km | Tímalengd: 7klst. | Upphafshæð: 1.325m
Dagur 10
Áfangastaðir: Kutaisi, Georgía - Tbilisi, Georgía
Nú keyrum við aftur til Tbilisi. Við komum við í Kutaisi sem er ein elsta borg Evrópu og borðum þar hádegisverð. Við skoðum Gelati klaustrið sem er á heimsminjaskrá UNESCO, tilkomumikið meistaraverk frá miðöldum Georgíu. Á þeim tíma var klaustrið miðstöð vísinda, menntunar og stór þáttur í örum vexti borgarinnar. Það var einnig starfrækt sem háskóli og var mikilvægasta miðstöð menningar Georgíu þess tíma. Við endum daginn í Tbilisi þar sem við borðum kvöldverð og gistum.
Dagur 11
Áfangastaðir: Frjáls dagur í Tbilisi
Þennan dag höfum við frjálsan tíma fyrri partinn til að rölta um og skoða borgina. Seinni part dags heimsækjum við hin víðfrægu súlfúrböð en heitu hverirnir sem liggja undir borginni eru ástæða þess að Tbilisi var byggð á þessum stað. Nafnið Tbilisi þýðir einmitt "heitur staður". Við borðum kvöldmat á hóteli í Tblisi þar sem við gistum.
Dagur 12
Áfangastaðir: Riga, Lettland - Keflavík, Ísland
Förum út á flugvöll rétt eftir miðnætti. Flugið frá Tbilisi er klukkan 05:15 og við lendum í Riga klukkan 08:45. Brottför frá Riga er klukkan 13:30 og við lendum í Keflavík klukkan 14:25 10.