Borgarferð
Við skoðum helstu kennileiti borgarinnar og mun enskumælandi farastjórinn fara yfir sögu borgarinnar í stuttu máli. Við skoðum m.a. kastalann í Prag, sem er einn af glæsilegri kastölum Evrópu, St. Vitus dómkirkjuna, St. Nicolas kirkju, St. George Basilica og aðrar stórglæsilegar byggingar frá miðöldum. Við förum yfir Charles brúna og í átt að Lesser Town torginu. Borgin er ein sú allra fegursta borg Evrópu og margt spennandi að sjá!
Innifalið: Rúta, enskumælandi fararstjóri og aðgangur þar sem það á við.
Lengd: 4 tímar
Bærinn Český Krumlov
Við skoðum hinn sögufræga bæ Český Krumlov sem er á heimsminjaskrá UNESCO og sögu hans má rekja aftur til 13 aldar. Bærinn hefur mikið sögulegt og menningarlegt gildi og hér eru afskaplega fallegar byggingar frá fyrri tímum. Umhverfis bæinn er falleg náttúra og áin Vltava rennur um hann miðjan. Í bænum má finna um 300 sögulegar byggingar og á hæð rétt fyrir utan bæinn trónir glæsilegur kastali sem telur yfir 40 byggingar og er hann umlukinn stórum garði.
Innifalið: Rúta, enskumælandi fararstjóri og aðgangur þar sem það á við.
Lengd: 10 tímar
Sigling á ánni Vltava, val um hádegis eða kvöld siglingu
Við siglum eftir ánni Vltava sem skiptir Prag í tvennt. Þú sérð glæsilegar miðaldabyggingar hvert sem litið er líkt og hinn stórfenglega Prag kastala, Charles brúna og Þjóðminjasafnið og The Dancing House sem er ein óvenjulegasta bygging sem finna má. Boðið er upp á hlaðborð á meðan á ferð stendur.
Innifalið: Rúta, sigling og hádegismatur/kvöldmatur, enskumælandi leiðsögumaður og fararstjóri.
Lengd: 2-3 tímar
Bærinn Kutná Hora
Miðaldabærinn Kutná Hora er á heimsminjaskrá UNESCO. Á 14. og 15. öld þegar silfurnámur bæjarins voru í blóma var hann mjög mikilfenglegur og sambærilegur Prag. Í dag búa hér ekki nema rúmlega 20.000 manns. Hér er að finna Italian Court kastalann, St. Barbara kirkjuna, Gothic Stone House sem hefur verið rekið sem safn síðan 1902 og Sedlec Ossuary kapelluna en hún er einstök - hún er nefnilega skreytt með 40.000 - 70.000 beinagrindum.
Innifalið: Rúta, enskumælandi fararstjóri og aðgangur þar sem það á við.
Lengd: 6 tímar
Mělník kastali og vínsmökkun
Elstu heimildir um bæinn Mělník og samnefndan kastla ná aftur til 9. aldar. Bærinn er staðsettur á einu helsta landbúnaðarsvæði Tjékklands. Þar eru m.a ræktaðir ávextir og grænmeti og svo eru þar bestu vínræktarhéruð landsins, en svæðið er ekki ósvipað vínræktarhéruðum Frakklands. Bærinn stendur á mörkum ánna Vltava og Elba. Mělník kastali tilheyrir í dag hinni konungbornu Lobkowicz fjölskyldu. Kastalinn er einstaklega glæsilegur og staðsetning hans í fögru vínræktarhéraðinu hann einstakan heim að sækja. Í kastalanum má finna ýmis listaverk frá fyrri tímum og klæðnað sem aðallinn klæddist. Boðið er upp á vínsmökkun en eigendur kastalans eiga sínar eigin vínekrur.
Innifalið: Rúta, enskumælandi fararstjóri, vínsmökkun og aðgangur þar sem það á við.
Lengd: 6 tímar
Bóka verður með 10 daga fyrirvara áður en farið er frá Íslandi. Greitt er fyrir skoðunarferðir áður en lagt er af stað frá Íslandi.
Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella niður ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.