Skoðunarferðir í boði í Brugge

Our Lady's Church

Eitt það fyrsta sem gestir sjá þegar þeir komi til Brugge er hæsti turn borgarinnar, turn Frúarkirkjunnar sem stendur í 122 metra hæð. Þessi kirkja er sérlega spennandi þar sem hún sameinar byggingarstíl miðalda og söguna. Hér er að finna styttu eftir Michelangeo, Madonna and the Child, sem prýðir altarið en hún var keypt af tveimur kaupmönnum frá Brugge sem komu með styttuna til borgarinnar 1506. Charles the Bold og dóttir hans Mary voru lögð til hvíldar hér og eru kistur þeirra til sýnis í kirkjunni, ofan á kistu Charles er líkneski hans fullklætt í brynju með merkjum riddareglunnar Distinguished Order of the Golden Fleece sem hann tilheyrði. Bygging kirkjunnar spannaði um þrjár aldir og útlit hennar undir áhrifum ráðandi byggingarstíla hvers tímabils sem hefur gefið henni ansi sérstakt útlit.

Innifalið: Rúta, leiðsögumaður og aðgangur að kirkjunni
Lengd: 2 tímar

Hospital of St. John

Stutt frá Frúarkirkjunni er að finna einn af elstu spítölum Evrópu sem stendur enn. Sögu spítalans má rekja aftur til ársins 1188 en í upphafi var hann mannaður af bæði konum og körlum sem höfðu ekki beina tengingu við trúarlegar reglur þess tíma, það breyttist árið 1459 fyrir tilstilli biskups að nafni Jean Chevrot sem gerði þá kröfu að starfssemin yrði rekin á sama hátt og klaustur þess tíma. Í nokkrar aldir var starfssemin á þann veg að systurnar sáu um aðhlynningu sjúklinga en bræðurnir stjórnun og viðhald eigna þar til um ~1600 þegar að rekstur spítalans tók breytingum og var einungis mannaður af systrum reglunnar. 

Árið 1970 var byggður nýr spítali í Brugge sem sinnir heilbrigðisþjónustu og St. John's er í dag rekinn sem safn. Í safninu er að finna málverk eftir Hans Memling, hægt að skoða þessi fornu sjúkrarými, legudeildir, apótek spítalans, verkfæri og listmuni sem spítalinn hefur státað af í gegnum aldirnar. 

Innifalið: Rúta, leiðsögumaður og aðgangur að spítalanum
Lengd: 2 tímar

St. Salvator's Cathedral

Fjölmargar perlur miðaldanna standa í Brugge, þar á meðal dómkirkja sem er helguð St. Salvator. Elstu hlutar kirkjunnar eru frá síðari hluta 12. aldarinnar en aðrir yngri, eins og til dæmis kórinn. Þak kirkjunnar brann 1839 og enski arkítektinn William Chantrell fenginn til að endurbyggja það. Í kirkjunni er að finna fjöldan allan af fallegum munum og gripum eins og veggteppi sem voru ofin í Brussel í verksmiðju Van der Borcht eða þá vopn meðlims riddarareglunnar Distinguished Order of the Golden Fleece frá 1478.

Innifalið: Rúta, leiðsögumaður og aðgangur að dómkirkjunni
Lengd: 2 tímar

Basilica of the Holy Blood

Kapellann var byggð milli 1134 og 1157 í rómantískum stíl með sérlega fallegri framhlið frá 16. öld. Meðal þeirra muna sem kirkjan geymir er einn helsti dýrgripur borgarinnar og kannski sá þýðingarmesti, gullslegið og steinum skreytt hylki sem er sagt geyma blóð Jesú Krists en hylkið er sýnt almenningi alla Föstudaga og alla daga yfir tímabilið 3 - 17. Maí. Saga hylkisins er um margt áhugaverð en það kom til borgarinnar frá Jerúsalem í lok annarrar krossferðarinnar með greifanum Diederik van de Elzas. Helgisagan segir að Jósef, kenndur við borgina Arimathea sem einungis er nefnd á nafn í trúarlegum textum, hafi safnað saman blóði Krists eftir að hafa þvegið líkama hans og komið fyrir í hylkinu. árlega er haldin sérstök helgiganga í Brugge í miðaldastíl sem endar með guðsþjónustu þar sem kirkjugestum er gefinn kostur á að kyssa hylkið. Við hlið kapellunnar hefur verið reist safn þar sem hægt er að sjá hina einstöku muni sem hafa verið í kapellunni í aldanna rás. 

Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og aðgangur að kapellunni
Lengd: 2 tímar

Jerusalem Church

Jerúsalem kirkja er einstök að því leyti að hún er eina kirkjan í Belgíu sem hefur haldið upphaflegu útliti og hönnun sinni. Sama fjölskyldan, Adornes, hefur átt kirkjuna frá því að hún var byggð á 14.öld. Fjölskyldan kom frá Ítalíu til Brugge á 13.öld og hóf byggingu kirkjunnar skömmu seinna. Talið er að kirkjan sé eftirlíking af Church of the Holy Sepulchre í Jerúsalem sem meðlimir fjölskyldunnar höfðu heimsótt. Í miðri kirkjunni er að finna grafir Anselm Adornes og konu hans en hann dó í kringum 1483. Hinir gullfallegu steindu gluggar kirkjunnar eru frá 1482 og 1560.

Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og aðgangur að kirkjunni
Lengd: 2 tímar

Belfry of Bruges

Klukkuturninn er frá miðöldum og var byggður um 1240. Turninn hafði upphaflega turnspíru en hún brann í einum af tveimur eldsvoðum sem kirkjan hefur lifað af. Turninn er 88 metra hár og hýsti áður sjóði borgarinnar auk þess að vera skjalasafn. Frá turninum er hægt er að njóta alveg einstaks útsýnis yfir borgina. Turninn er á byggingu sem heitir Cloth Hall og stendur byggingin á Markaðstorginu. Í turninum er klukknaverk sem samanstendur af 47 bjöllum og er það spennandi upplifun að heyra spilað á þær.

Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og aðgangur að turninum
Lengd: 2 tímar

Venice of the North

Brugge er oft kölluð Feneyjar Norðursins vegna þeirra mörgu síkja sem er að finna víða um borgina og voru áður fyrr ein helsta samgönguleið hennar. Að þessu leyti líkist Brugge borginni Feneyjum á Ítalíu. Talið er að heiti borgarinnar eigi sér germanskan uppruna í orðin "brugj", sem þýðir skipalægi. Það er einstakt að ferðast um á litlum bátum um síki borgarinnar og sjá mannvirki hennar, ólíkar húsagerðir, göngubrýr og fallega náttúru á þennan hátt.

Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og sigling um síkin
Lengd: 2 tímar

Groeningemuseum

Groeninge safnið dregur nafn sitt af nærliggjandi götu sem heitir Groeninge straat. Safnið geymir úrval listaverka eftir marga flæmska listamenn frá 14. til 20. aldar og leggur safnið sérstaka áherslu á að sýna verk eftir listamenn sem lifðu og störfuðu í Brugge. Meistara eins og Jan Van Eyck, Hugo van der Goes og Gerard David. Í safninu er salur sem er helgaður endurreisnar- og barokk tímabilunum með verkum eftir Jan Provoost, Lancelot Blondeel, Adriaen Isenbrandt og Pieter Pourbus. Við mælum með því að gefa þér góðan tíma til að skoða þetta einstaka safn!

Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og aðgangur að safninu
Lengd: 2 tímar

Bóka verður með 10 daga fyrirvara áður en farið er frá Íslandi. Greitt er fyrir skoðunarferðir áður en lagt er af stað frá Íslandi.

Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella niður ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.