Vilníus | Litháen

 

Höfuðborg Litháen, Vilníus, er borg sem kemur mörgum á óvart með byggingum frá barokk tímabilinu, bohemian list sem kemur frá forverum Tékka og kynlegum hverfum sem sameinast í þéttbyggðum gamla bæjarhlutanum. Vilníus er friðsæl og afslöppuð borg með langa og ríka sögu sem gestum þykir áhugaverð, kennileiti eins og Gediminas Castle með samnefndum turni veita stórbrotið útsýni yfir borgina, The Cathedral Basilica of St. Stanislaus and St. Ladislaus hefur staðið sem neóklassískur minnisvarði í hjarta miðbæjarins og Užupis hverfið kemur öllum gestum á óvart með einstakri sögu sinni og andrúmslofti - hverfið lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1997, hefur eigin stjórnarskrá, þjóðsöng, gjaldmiðil og ríkisstjórn í takti við Fríríkið Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Fyrir ævintýragjarna ferðalanga sem vilja upplifa eitthvað óvenjulegt þá er Vilníus kjörinn áfangastaður!