Varsjá er lífsseig borg sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og er í dag nútímaborg þar sem skýjakljúfar og sögufræg miðaldahverfi mætast. Borgin býður gestum upp á áhugaverða blöndu af stríðssögu, ríkri klassískri tónlist, gróðursælum almenningsgörðum og gestrisni heimamanna sem vilja allt fyrir gesti gera. Á gamla markaðstorginu, sem er á UNESCO heimsminjaskrá sem og um alla borg má finna spennandi veitingastaði sem bjóða upp á allt frá þjóðlegum réttum til klassíkrar matarmenningar.