Split | Króatía

 

Króatía er mjög vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga og margt spennandi að heimsækja þar, ekki síst borgina Split þar sem ævaforn glæsileiki og reisn rómverskar fornminja mæta menningarheimi landanna við Adríahaf. Borgin er byggð í kringum Diocletian’s Palace höllina, sem kom meðal annars við sögu í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, og umkringd mannvirkjum frá tímum Rómverja. Þessi fallega og líflega borg við ströndina er tilvalinn áfangastaður fyrir ferðamenn sem vilja þægilegt aðgengi að nærliggjandi eyjum, notalegum ströndum fyrir þá sólarþyrstu og afslappað andrúmsloft fyrir þá sem vilja hvíld. Split hefur eitthvað fyrir alla!