Framandi souk eða bazaar markaðir umvafðir dulúð og angan allskonar krydda, gullfallegar fornar hallir sem fanga augað og miklir skrúðgarðar bíða ferðalanga sem sækja Marrakesh heim. Þessi þúsaldargamla borg er sannkölluð gátt inn í menningarheim Marokkó, lifandi samfélag og langa sögu landsins sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.