Lissabon | Portúgal

 

Lissabon er með fallega sál sem fer ekki framhjá neinum sem heimsækir hana. Þjóðsagan hermir að borgin hafi verið byggð yfir sjö hæðir - São Roque, São Jorge, São Vicente, Santo André, Santa Catarina, Chagas and Sant'Ana sem eiga að gefa borginni gælunafnið sem hún ber, City of Seven Hills. Lissabon er þekkt fyrir forn stræti og sund upplituð af sólinni sem baðar borgina í geislum sínum, hina þjóðlegu Fado tónlist sem heimamenn flytja af einskærri alúð og ástríðu og gamla sporvagna sem má bæði sjá og heyra skrölta um borgina meðfram aldagömlum byggingum. Lissabon býður gestum sínum einstakt tækifæri til að uppgötva hinar ýmsu hliðar sínar, sögu og heillandi yfirbragð.