Belgrad | Serbía

 

Belgrad býr yfir kviku og litríku samfélagi sem endurspeglast í vinalegum heimamönnum, spennandi næturlífi og ríkri og girnilegri matarmenningu. Saga hennar er löng og spennandi, borgin hefur komið fyrir í ýmsum þjóðsögum og ævintýrum undir ólíkum nöfnum og hefur verið undir yfirráðum fjölmargra ríkja sem hafa svo sannarlega haft áhrif á hvernig borgin lítur út í dag. Borg og land eru meðal þeirra ódýrari fyrir ferðamenn að heimsækja í Evrópu og gestir hennar fá mikð fyrir aurinn.