Ferðaáætlun

Dagur 1 | 3 - 4. Júní

Áfangastaðir: Riga, Lettland | Tbilisi, Georgía

Ferðin hefst á flugi frá Keflavíkurflugvelli til Riga í Lettlandi klukkan 12:25 þann 3. Júní og lendum við þar klukkan 19:05 að staðartíma. Við eigum flug frá Riga til Tbilisi klukkan 23:20 um kvöldið og lendum við í Georgíu klukkan 04:40 að staðartíma þann 4. Júní. Við erum sótt á flugvöllinn og keyrð upp á hótel þar sem við getum hvílst áður en dagskrá dagsins hefst.

Þennan dag förum við með fararstjóra okkar í gönguferð um gamla bæjarhlutann í höfuðborginni, Tbilisi. Borgin er ævaforn, núverandi staðsetningu hennar má rekja aftur til ársins 458 og hafa fornleifafræðingar fundið leifar frá byggð sem var þar á bronsöld. Það er nánast eins og að fara aftur í tímann að ganga um þessa fallegu borg, við heimsækjum meðal annars Metekhi kirkjuna sem stendur á kletti með útsýni yfir Mtkvari ána og einnig heimsækjum við víðfræg súlfúrböð borgarinnar.

Við borðum saman hádegisverð á veitingastað í Tbilisi.

Eftir hádegisverðinn ferðumst við með kláfi upp til Narikala virkisins sem var gríðarlega mikilvægt fyrir varnir borgarinnar á öldum áður. Við heimsækjum einnig Meidani torgið og Shardeni stræti sem er einn vinslasti áfangastaður ferðamanna í borginni - þar finnum við kaffihús, listagallerí, verslanir og fleira. Við munum einnig heimsækja Sioni dómkirkjuna, Anchiskhati kirkju, óperu- og ballethús borgarinnar sem og Rustavi leikhúsið í þessari gönguferð.

Við endum kvöldið á því að heimsækja súlfúrböðin og borðum saman kvöldverð á veitingastað í borginni. Við gistum á Hotel Astoria Tbilisi eða sambærilegu.

 

Dagur 2 | 5. Júní

Áfangastaðir: Gudauri, Georgía | Ananuri Castle Complex, Georgía | Gergeti Trinity Church, Georgía

Við keyrum til bæjarins Gudauri þar sem sjálf gönguferðin hefst. Á ferð okkar um Kákasusfjöllin göngum við yfir svæði sem gjarnan er lýst sem bæði friðsælu og stórfenglegu. Sú leið sem við förum er ekki sú gönguleið sem flestir ferðamenn fara og gefst okkur einstakt tækifæri til að njóta náttúrunnar fjarri fjöldanum. Við göngum um afskekkt gil við rætur Gudauri fjalla á mörkum Kákasusfjalla. Við sjáum ýmsa spennandi hluti á leið okkar eins og Ananuri kastalann, Gudauri skíðasvæðið og Gergeti Trinity kirkjuna.

Við borðum saman kvöldverð og gistum í bænum Sno á Hotel Sno Kazbegi eða sambærilegu.

Erfiðleikastig | Auðvelt

Göngulengd | 7 kílómetrar

Tími | 5 klukkustundir

 

Dagur 3 | 6. Júní

Áfangastaðir: Juta, Georgía | Chaukhi Lake, Georgía | Sno, Georgía

Byrjum daginn á morgunverði á hótelinu áður en við göngum af stað frá Sno í átt að þorpinu Juta sem er í 2.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Við ferðumst um fallega dali meðfram undnum ám og sjáum háa tinda hinna tilkomumiklu Chaukhi fjalla á hrygg Kákasusfjalla sem standa í um 3.688 etra hæð yfir sjávarmáli.

Við stöldrum við í þorpinu Juta og fáum okkur hádegisverð þar áður en við höldum áfram göngu okkar að Chaukhi Lake áður en við göngum aftur til þorpsins Sno.

Við borðum saman kvöldverð og gistum í bænum Sno á Hotel Sno Kazbegi eða sambærilegu.

Erfiðleikastig | Auðvelt

Göngulengd | 26 kílómetrar

Tími | 10 klukkustundir

 

Dagur 4 | 7. Júní

Áfangastaðir: Uplistsikhe, Georgía | Kutaisi, Georgía

Byrjum daginn á morgunverði á hótelinu. Þessi dagur er stuttur göngudagur. Við munum skoða margt spennandi, heimsækjum hinn forna hellabæ Uplistsikhe sem spilaði stórt hlutverk í sögu Georgíu um langt tímabil eða um 3000 ár. Við borðum saman hádegisverð í Uplistsikhe.

Við borðum saman kvöldverð og gistum í bænum Kutaisi á Tskaltubo Epic Hotel eða sambærilegu.

Erfiðleikastig | Auðvelt

Göngulengd | 2 kílómetrar

Tími | 1 klukkustund

 

Dagur 5 | 8. Júní

Áfangastaðir: Svaneti, Georgía | Enguri Dam, Georgía | Mestia, Georgía

Dagurinn hefst með morgunverði á hótelinu áður en keyrt er til Svaneti héraðs. Við keyrum frá Kutasi og skoðum Enguri stífluna sem er stórkostlegt mannvirki og næsthæsta sementstífla heims eða 271.5 metrar á hæð. Við keyrum í gegnum eitt fallegasta svæði Georgíu, Svaneti, með stoppum á leiðinni - við sjáum fjöll, skógi vaxnar hlíðar og jökla á leið okkar til þorpsins Mestia sem er í 1.600 metra hæð yfir sjávarmáli, þaðan leggjum svo upp í gönguferð.

Við sjáum Chalaadi jökulinn þar sem háir tindar blasa við okkur. Við göngum í gegnum furuskóg um tíma áður en við tekur gil þakið stórgrýti þar sem var jökull áður en hann hopaði.

Við borðum saman kvöldmat í Mestia að lokinni göngu og gistum á Mestia Inn eða sambærilegu.

Erfiðleikastig | Auðvelt

Göngulengd | 17 kílómetrar

Tími | 4 klukkustundir

 

Dagur 6 | 9. Júní

Áfangastaðir: Lake Koruldi, Georgía | Jabeshi [Mulakhi], Georgía

Dagurinn hefst með morgunverði á hótelinu. Að honum loknum erum við keyrð á jeppum að Koruldi vötnunum þar sem við fáum að njóta ótrúlegs útsýnis Kákasusfjalla. Við ferðumst að Krossinum sem gnæfir í um 700 metra hæð yfir Mestia á leið okkar að Koruldi áður en við snúum við til baka.

Gönguferð dagsins hefst við rætur Mestia og Koruldi vatna og tekur okkur að þorpinu Jabeshi. Á leið okkar munum við meðal annars sjá Lamari Church og Tsanerula ána. Gönguferðin endar í Jabeshi [Mulakhi] þar sem við borðum saman kvöldverð og gistum á gistiheimili þar.

Erfiðleikastig | Krefjandi - Erfitt

Göngulengd | 12 kílómetrar

Tími | 6 klukkustundir

 

Dagur 7 | 10. Júní

Áfangastaðir: Ughviri Pass, Georgía | Adishi, Georgía

Morgunverður á hótelinu. Ganga dagsins tekur okkur um skógarslóð upp að Ughviri fjallaskarðinu í 2.480 metra hæð þar sem við fáum einstakt útsýni yfir Kákasusfjöllin. Slóðin liggur í gegnum skóglendi með miklu magni af lækjum og litlum ám. Við göngum um akra og frá hálendinu sjáum við þorpið Adishi, í dag búa þar nokkrar fjölskyldur í aldagömlum húsum. Við fáum einstaka innsýn í daglegt líf þorpsbúanna, skoðum sjálft þorpið og borðum þjóðlegan kvöldverð. Við gistum í Adishi.

Erfiðleikastig | Auðvelt - Krefjandi

Göngulengd | 13 kílómetrar

Tími | 5 - 6 klukkustundir

 

Dagur 8 | 11. Júní

Áfangastaðir: Adishchala, Georgía | Ifrari, Georgía

Gönguleið þessa dags er ein sú ótrúlegasta í ferðinni, gengið er yfir tilkomumikla sléttu meðfram ánni Adishchala þar til við komum að vaði nokkru. Við förum yfir ána á hestbaki og þegar við komum yfir mætir okkur jökullinn Chkhunderi, ævaforn og mikill handan við gullfallegt engi þakið fjallablómum. Hér gefast mörg tækifæri til að taka einstakar ljósmyndir og skapa ótrúlegar minningar. Ganga dagsins endar í þorpinu Ifrari þar sem borðum saman kvöldverð og gistum.

Erfiðleikastig | Krefjandi

Göngulengd | 17 kílómetrar

Tími | 6 - 7 klukkustundir

 

Dagur 9 | 12. Júní

Áfangastaðir: Ushguli, Georgía

Við göngum í átt að þorpinu Ushguli sem situr í 2.200 metra hæð. Við förum í gegnum skóglendi við annað þorp á svæðinu, Davberi, að nálægu engi. Það er magnað útsýni yfir fjallið Tetnuldi sem blasir við okkur á leiðinni. Áfangastaður okkar, Ushguli, er á heimsminjaskrá UNESCO og er jafnframt hæsta þorp Evrópu sem státar af samfelldri búsetu frá fyrri tíð. Frá þorpinu sjáum við tind fjallsins Shkhara, sem er hæsti punktur Georgíu.

Við borðum saman kvöldverð í Ushguli og gistum þar.

Erfiðleikastig | Krefjandi - Erfitt

Göngulengd | 15 kílómetrar

Tími | 4 - 5 klukkustundir

 

Dagur 10 | 13. Júní

Áfangastaðir: Mestia, Georgía | Zugdidi, Georgía | Kutaisi, Georgía | Gelati Monastery, Georgía | Tbilisi, Georgía

Við ferðumst í jeppum aftur til Mestia og skiptum yfir í rútu þqar sem tekur okkur áleiðis til höfuðborgarinnar Tbilisi, með hádegisverði í borginni Zugdidi. Við heimsækjum einnig borgina Kutaisi sem er fimmta elsta borg álfunnar og Gelati klaustrið sem er á heimsminjaskrá UNESCO, tilkomumikið meistaraverk frá miðöldum Georgíu. Á þeim tíma var klaustrið miðstöð vísinda, menntunar og stór þáttur í örum vexti borgarinnar. Það var einnig starfrækt sem háskóli og var mikilvægasta miðstöð menningar Georgíu þess tíma.

Við borðum kvöldverð í Tbilisi og gistum á Hotel Astoria Tbilisi eða sambærilegu.

 

Dagur 11 | 14. Júní

Áfangastaðir: Riga, Lettland | Keflavík, Ísland

Flugið okkar frá Tbilisi til Riga er klukkan 05:25 að staðartíma og við lendum klukkan 08:55 að staðartíma. Síðan fljúgum við til Íslands klukkan 10:45 að staðartíma og lendum heima klukkan 11:40 að staðartíma.