Aðeins um ferðina

VILINIUS Í LITHÁENGerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar. Flogið er allt árið, tvisvar í viku. Boðið er upp

Vilinius í Litháen

VILINIUS Í LITHÁEN


Gerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar. Flogið er allt árið, tvisvar í viku. Boðið er upp á flug eingöngu eða pakkaferðir með og án afþreyingar. Flogið er alla mánudaga og föstudaga

Varðandi fyrirspurnir sendið okkur tölvupóst á info@transatlantic.is


 

Vilnius er höfuðborg Litháen og elsta landið  af Eistrsaltslöndunum. Páfinn staðfesti Litháen sem Evrópskt konungsdæmi 1251 eftir að Mindaugas konungur sameinaði alla ættbálkana í landinu á 13. öld og tók kristna skírn.




Miðaldaborgin Vilnius er þekkt fyrir mikla fegurð, fyrir sinn Baroque arkitektur sem setur mikinn svip, og þá  sérstaklega á gamla bæinn sem er frá miðöldum og stærsti Baroque bær i Evrópu. Í gamla bænum er einnig að finna  Neoclassical stíl t.d dómkirkjuna og í gottneskum stíl St. Anna kirkjuna. 

Þröngar steini lagðar götur og glæsi byggingar einkenna gamla bæinn. Annað kennileiti borgarinnar er 16. aldar Gate of Dawn (hliðið að gamla bænum). Kaffihús, gallerí og litlar búðir setja skemmtilegan svip  á borgina. Þá eru veitingastaðir víða að finna, með mismunandi matargerð. 

Orðið Vilnius vísar til árinnar Vilnia, en svæðið sem Vilnius nær yfir hefur verið byggt frá Mesolithic  tíma, en varð höfuðborg árið 1323 þegar stórhertoginn Gediminas færði sig frá Trakai til Vilnius. Minnismerki um hertogann má sjá  á torgi dómkirkjunnar. Ekki verður hjá þvi komið að nefna Trakai kastala, en byggingu hans lauk árið 1409. Kastalinn er virkilegt augnayndi og er hann 28 km frá Vilnius og er staðsettur á eyju i Galvé vatni og er svo sannarlega eitt af þvi sem ekki má missa af í svona ferð. Einnig má nefna Baroque  höll stórhertogans sem byggð var þa 17. öld.



Á 16 öld blómstraði Vilnius og var ein fallegasta borg Evrópu. Saga Litháen er full af drama og óréttlæti enda var  landið hertekið öldum saman. Lithán varð frjálst land  1990 og er nú meðlimur i Evrópusambandinu.

Síðasliðin 10 ár hefur fjöldi ferðamanna sem sækja Vilnius heim margfaldast og er svo komið að í dag  er Vilnius ein fjölsóttasta borg Austur Evrópu, ekki aðeins vegna fagurra byggingar frá miðöldum , heldur einnig vegna menningarviðburða sem nóg er af allt árið. Þá hafa innviðir borgarinnar vaxið janft og þétt, er borgin þvi vel i stakk búin til að taka við vaxandi ferðamanna fjölda. 


Eitt af þvi  sem gerir Vilnius einstaklega spennandi i augum ferðamanna er að borgin hefur alla tíð  verð mjög fjölþjóðleg. Litháar, Slavar, Germanir og Gyðingar hafa t.d frá  ómunatíð búið þar. Í Vilnius og nágrenni má finna fjölmargt sem vekur áhuga, svo sem fallega garða, hallir, kastala, hefðarsetur, söfn og vinnustofur listamanna svo eitthvað sé nefnt. Vilnius hefur alltaf verið talin mikinn menningarborg og er þar mikið um tónleikahald og leikhúsin setja sinn svip á borgina. 

Borgin hefur munað timana tvenna, þar má finna pyntingaklefa frá timum KGB og gettó þar sem gyðingum var smalað saman áður en þeir voru sendir i úrýmingarbúðir nasista. Þrátt fyrir þessi áföll hefur þrautseigjan og frelsis andinn alltaf verið til staðar og hafa gert borgina að þvi sem hún er i dag. Nútima ferðamannaborg með öllu þvi sem henni fylgir, með alþjóðlegum veitingastöðum, líflegu næturlífi, hótelum, kaffihúsum, verslunarmiðstöðum og fleira en jafnframt hefur verið haldið i fyrri tíma og söguna sem byrtist ljóslifandi i gamla bænum og heillar alla er þangað koma. 


header
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya