Flýtilyklar
Vilinius í Litháen
VILINIUS Í LITHÁEN
Gerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar. Flogið er allt árið, tvisvar í viku. Boðið er upp á flug eingöngu eða pakkaferðir með og án afþreyingar. Flogið er alla mánudaga og föstudaga
Varðandi fyrirspurnir sendið okkur tölvupóst á info@transatlantic.is
Vilnius er höfuðborg Litháen og elsta landið af Eistrsaltslöndunum. Páfinn staðfesti Litháen sem Evrópskt konungsdæmi 1251 eftir að Mindaugas konungur sameinaði alla ættbálkana í landinu á 13. öld og tók kristna skírn.
.jpg)
.jpg)
Miðaldaborgin Vilnius er þekkt fyrir mikla fegurð, fyrir sinn Baroque arkitektur sem setur mikinn svip, og þá sérstaklega á gamla bæinn sem er frá miðöldum og stærsti Baroque bær i Evrópu. Í gamla bænum er einnig að finna Neoclassical stíl t.d dómkirkjuna og í gottneskum stíl St. Anna kirkjuna.
Þröngar steini lagðar götur og glæsi byggingar einkenna gamla bæinn. Annað kennileiti borgarinnar er 16. aldar Gate of Dawn (hliðið að gamla bænum). Kaffihús, gallerí og litlar búðir setja skemmtilegan svip á borgina. Þá eru veitingastaðir víða að finna, með mismunandi matargerð.
Orðið Vilnius vísar til árinnar Vilnia, en svæðið sem Vilnius nær yfir hefur verið byggt frá Mesolithic tíma, en varð höfuðborg árið 1323 þegar stórhertoginn Gediminas færði sig frá Trakai til Vilnius. Minnismerki um hertogann má sjá á torgi dómkirkjunnar. Ekki verður hjá þvi komið að nefna Trakai kastala, en byggingu hans lauk árið 1409. Kastalinn er virkilegt augnayndi og er hann 28 km frá Vilnius og er staðsettur á eyju i Galvé vatni og er svo sannarlega eitt af þvi sem ekki má missa af í svona ferð. Einnig má nefna Baroque höll stórhertogans sem byggð var þa 17. öld.

Á 16 öld blómstraði Vilnius og var ein fallegasta borg Evrópu. Saga Litháen er full af drama og óréttlæti enda var landið hertekið öldum saman. Lithán varð frjálst land 1990 og er nú meðlimur i Evrópusambandinu.
Síðasliðin 10 ár hefur fjöldi ferðamanna sem sækja Vilnius heim margfaldast og er svo komið að í dag er Vilnius ein fjölsóttasta borg Austur Evrópu, ekki aðeins vegna fagurra byggingar frá miðöldum , heldur einnig vegna menningarviðburða sem nóg er af allt árið. Þá hafa innviðir borgarinnar vaxið janft og þétt, er borgin þvi vel i stakk búin til að taka við vaxandi ferðamanna fjölda.
Eitt af þvi sem gerir Vilnius einstaklega spennandi i augum ferðamanna er að borgin hefur alla tíð verð mjög fjölþjóðleg. Litháar, Slavar, Germanir og Gyðingar hafa t.d frá ómunatíð búið þar. Í Vilnius og nágrenni má finna fjölmargt sem vekur áhuga, svo sem fallega garða, hallir, kastala, hefðarsetur, söfn og vinnustofur listamanna svo eitthvað sé nefnt. Vilnius hefur alltaf verið talin mikinn menningarborg og er þar mikið um tónleikahald og leikhúsin setja sinn svip á borgina.
Borgin hefur munað timana tvenna, þar má finna pyntingaklefa frá timum KGB og gettó þar sem gyðingum var smalað saman áður en þeir voru sendir i úrýmingarbúðir nasista. Þrátt fyrir þessi áföll hefur þrautseigjan og frelsis andinn alltaf verið til staðar og hafa gert borgina að þvi sem hún er i dag. Nútima ferðamannaborg með öllu þvi sem henni fylgir, með alþjóðlegum veitingastöðum, líflegu næturlífi, hótelum, kaffihúsum, verslunarmiðstöðum og fleira en jafnframt hefur verið haldið i fyrri tíma og söguna sem byrtist ljóslifandi i gamla bænum og heillar alla er þangað koma.

Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði
Lágmarksþátttaka er 15 manns í allar ferðir. Panta verður með amk. 10 daga fyrirvara áður en farið er frá Íslandi til að vera öruggur með að komast í ferðirnar.


Skoðunarferð um Vilnius
Lengd: 3 tímar
Innifalið: Enskur/Íslenskur leiðsögumaður, rúta, aðgangur að lyftu uppá Gedeminas kastala hæðina.
Vilnius er undurfögur borg og er gamli bærinn byggður í Barokk stíl, hann er staðsettur við ánna Neris. Í ferðinni um borgina munum við kynnast bæði gamla og nýja tímanum. Við munum t.d fara upp að Gediminas kastala hæðinni, þar sem útsyni er ægi fagurt yfir borgina. Upphaflega var byrjað að byggja kastalann af Gedimas greifa en síðar var byggingunni lokið af Vytautas, núna er einungis kastala turninn eftir og nokkra aðrar smærri byggingar. Hægt erð að ganga eða taka lyftu upp hæðina.
Gönguferðin um gamla bæinn leiðir okkur I gegnum þröngar götum og torg. Við munum sjá gamlar áhugaverðar byggingar eins og Hlið Dögunar, Kirkju St Ann, Dómkirkjuna I Vilnius, Ráðhús torgið og Háskólann í Vilnius sem dæmi.
Miðaldakastalinn Trakai
Lengd: 4 tímar
Innifalið: Enskur/Íslenskur leiðsögumaður, rúta, aðgangur að Trakai kastala.
Trakai er lítið og hrífandi þorp um 25 -30 km frá Vilnius og var fyrrum höfuðstaður Dukdome hertogadæmisins á 13. og 14. öld. Trakai þorp er frægt fyrir sinn miðalda kastala sem er staðsettur á einum af mörgum eyjum í Galve vatni. Trakai kastali sem var byggður á 14 öld er hlaðinn úr rauðum múrsteinum sem gerir hann all sérstakan. Hann er einnig eini kastalinn í A-Evrópu sem staðsettur er á eyju og var sumardvalarstaður Stór hertogas af Litháen á 14 og 15 öld. Í Trakai þorpi eru skipulagðir alls konar miðalda viðburðir svo sem burtreiðar, kemur jafnan fjöldi fólks að horfa á. Í dag er Trakai kastali einn vinsælasti ferðamanna staður Litháens, svona eins og okkar Gullfoss og Geysir.