Flýtilyklar
Verona í September 2017
KOMDU MEÐ Í SPENNANDI FERÐ TIL VERÓNA Á ÍTALÍU
Verona er ein elsta og fegursta borg Italiu og er hún á minjaskrá UNESCO. Verona er borg Shakespeare´s Rómeó og Júlíu. Borgin er heimsfræg fyrir sínar stórkostlegu sögulegu byggingar, torg, stræti og brýr yfir Adige áina.
Ekki skemmir nálægðin við Gardavatnið. Þá má nefna Óperu hátíðina og síðast en ekki síst hringleikahúsið
frá tímum Rómarveldis árið 30 fyrir Krist.
Varð Verona snemma hluti af hinu mikla Rómarveldi og geymir enn margar stórkostlegar minjar frá þeim tíma. Þekktast er Arena, hringleikahúsið fræga,
þar sem óperusýningar á heimsmælikvarða eru settar á svið undir berum himni á sumrin.
Í þessari skemmtilegu og fjölbreyttu ferð er boðið upp á Verona sjálfa með skoðunarferð um borgina ásamt heimsókn í Arena hringleikahúsið, heimsókn í vötnin við Garda Lazise, Bardolino og Garda, vínsmökkunarferð í Valpolicella dalinn og svo margt annað sem hægt er að skoða betur undir Skoðunarferðum í boði
FARÞEGAR ATHUGIÐ AÐ NEÐANGREINDUR FLUGTÍMI ER EKKI ENDANLEGUR. VERIÐ ER AÐ VINNA Í ÞVÍ AÐ FLÝTA BROTTFÖR FRÁ ÍSLANDI ÚT SEM OG AÐ FÁ KOMUTÍMA FYRR TIL LANDSINS Í HEIMFLUGI.
Flug | Brottför | Dags | Koma | Dags | ||
TA 001 | Keflavík | 17.09.17 - 15:20 | Akureyri | 17.09.17 - 16:00 | ||
TA 001 | Akureyri | 17.09.17 - 17:00 | Mílanó | 17.09.17 - 21:15 | ||
TA 002 | Mílanó | 20.09.17 - 23:00 | Akureyri | 21.09.17 - 01:25 | ||
TA 002 | Akureyri | 21.09.17 - 02:25 | Keflavík | 21.09.17 - 03:05 |
Herbergistegund | Verð per farþega | |
CATULLO VERONA |
||
Eins manns herbergi | Í vinnslu | |
Tveggja manna herbergi | Í vinnslu |
Herbergistegund | Verð per farþega | |
BEST WESTERN HOTEL TOURISMO |
||
Eins manns herbergi | Í vinnslu | |
Tveggja manna herbergi | Í vinnslu |
Innifalið í verði ferðar er:
- Flug og allir skattar og gjöld Keflavík - Akureyri – Mílanó og tilbaka
- Akstur frá flugvelli í Mílanó á hótelið í Veróna og tilbaka við brottför
- Gisting á hóteli með morgunmat
- Innlendur leiðsögumaður (aðeins í skoðunarferðum. Skoðunarferðir ekki innifaldar í verði)
- Íslensk fararstjórn
Þrátt fyrir að Verona sé þekkt fyrir sína einstaklega fallegu byggingar þá er hún einnig borg viðskipta og verslunar. Verona státar af
sögulegri arfleið miðalda, Endurreisnar (Renaissance) tímans og fleiri byggingarstílum. Má sjá hvernig borgin skiptist í mörg söguleg
tímabil, en hjarta borgarinnar er miðaldarkjarninn með fjölda áhugaverðra minnismerkja.
Má nefna áhugaverða staði eins og Piazza Bra, hið gríðarstóra torg með fjölda veitingastaða , kaffihúsa og kráa. Verona
Amphiteatre Arena sem er gamla rómverska hringleikahúsið þar sem fóru fram bardagar upp á líf og dauða milli skylmingarþræla er einstaklega vel
varðveitt mannvirki. Sjálfsagt bæði eitt hið stærsta og best varðveitta leikhús frá tímum rómverska keisaraveldisins. Það tekur yfir
22.000 manns. Í dag er það notað undir menningarlega viðburði.
Þá má einnig nefna Piazza delle Erbe, eitt fallegasta torgið á Italíu. Þarna má finna fjölbreyttan markað með gamla sögu. Á
rómartímanum var þegar komin mynd á þennan markað. Nálægt markaðnum má finna margar spennandi byggingar og listaverk.
Í Verona má sjá raunverulegt heimili fjölskyldu Júlíu (Capuleti fjölskyldan) og er húsið frá 13. öld en auðvitað ber þar
hæst svalir Julíu þarundir sem Rómeó flutti sínar Sonnettur. Á hverju ári, daglega, koma hundruðir ferðamanna (meirhlutinn konur) sem setjast
niður og skrifa bréf til Júlíu þar sem ástarsorgum, erfiðleikum í samböndum og annað sem kvelur mannssálina er sett fram og ráða
leitað hjá henni. Ritarar Júlíu svara öllum bréfum sem skilin eru eftir persónulega með ráðum, huggun og leiðsögn líkt og
Júlía hefði gert. Einnig má sjá hús fjölskyldu Rómeo ekki langt frá.
Ekki má svo gleyma Piazza Erbe sem er einstaklega töfrandi torg í gamla bænum með fögrum byggingum og líflegum markaði. Hérna var Forum Romanum til forna.
Piazza dei Signori torgið prýða glæsilegar byggingar, ma. höll og íburðarmiklar grafir Scaligeri fjölskyldunnar. Á miðju torginu er stytta af hinum
eina sanna miðalda ritsnillingi Dante. Notalegt kaffihús kennt við hann er við torgið. Castelvecchio kastali frá 14. öld. Nú er þar
stórkostlegt listaverkasafn. Duomo dómkirkjan og St. Anastasia eru merkilegar kirkjur með sögu allt frá 12 og 13. öld. Tomba di Giuletta - gröf
Júlíu - er ásamt Freskusafninu við götuna Via Shakespeare.
Það búa um 270.000 manns í Verona sem er staðsett milli Veneto sléttunnar, Gardavatnsins og Dolomite fjallagarðsins. Ekki aðeins er borgin
stórkostleg, heldur er náttufegurðin er umlykur hana einstök. Ár, fjöll, vötn og skógi vaxnar hliðar með olífu trjám blasa við
fyrir utan borgina.
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði

til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.