Aðeins um ferðina

Velkomin í Ævintýraheim UGANDA Uganda er staðsett i austur Afriku og liggur að Kenya í austri,  suður Súdan í norðri og í vestri er

Aðeins um ferðina

Velkomin í Ævintýraheim UGANDA



Uganda er staðsett i austur Afriku og liggur að Kenya í austri,  suður Súdan í norðri og í vestri er Kongo, í suðvestur er Rúanda og í suðri er Tanzania. Höfuðborg Uganda er  Kampala en þangað er flogið.  

Uganda er umlukið þessum löndum og liggur því ekki að sjó, en þar má aftur á móti finna hið gríðarstóra vatn, Viktoríuvatn.  Íslendingar hafa aðstoðað heimamenn við veiðar i vatninu. I gegnum Uganda rennur annað stærsta fljót heims Níl, en fljótið byrjar i Uganda, þar eru  upptökin. 

Uganda var hluti af breska heimsveldinu en varð sjálfstætti árið 1962. Átök einkenndu landið eftir sjálfstæðið og er Idi Amin þekktastur þeirra stríðsherra sem þar óðu uppi. Landið er i dag aftur á móti friðsælt og hefur verið svo síðan 1986. Þar ríkir í dag hagvöxtur, eitt fárra ríkja í Afriku sem geta státað að því.

Fleiri ferðamenn koma til Uganda en til Íslands sem dæmi, en landið hefur verið á mikilli upppleið síðustu ár. Þar má finna gríðarlega fjölbreytt dýralíf, fallega náttúru og einstaklega gestrisið fólk. 

Uganda hefur flest allt fyrir fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru, dýralífi og mennigu Afríku. Í Uganda má finna góriluna sem er alfriðuð. Það má með sanni segja að Uganda bjóði upp á besta aðgengið fyrir ferðamanninn að þessum stórkostlegu skepnum sem górillunnar eru, en það er einungis eitt annað land þar þær eru að finna en aðstæður ekki eins góðar þar.


headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya