Flýtilyklar
Ferðalýsing
Tansanía – Safari ferð með meiru
Dýralíf sem ekki á sinn líka,stolltir þjóðflokkar, stórbrotin náttúra og hin forna menning Tansaniu
Dagur 1
Flogið um morgun til London og lent á Heathrow. Seinni partinn er flogið frá London með stefnu á Afríku.
Dagur 2
Lent snemma morguns á Jamo Kenyatta International Airport í Nairobi, Kenía. Þar er skipt um flugvél sem flýgur áfram til Kilimanjaro Internationa Airport í Tansaníu. Þar verður tekið á móti okkur og farið á hótelið Outpost Lodge í Arusha. Frá flugvellinum er u.þ.b. klukkutíma keyrsla til hótelsins. Þar sem flestir verða þreyttir eftir langt flug er gert ráð fyrir að fólk vilji hvíla sig um daginn. Farið verður á nærliggjandi veitingastað í hádeginu og snæddur hádegisverður.

Dagur 3
er staðsettur milli hæstu fjalla Tansaníu, þ.e. Kilimanjaro og Mount Meru. Í þjóðgarðinum er fjölbreytt dýra- og fuglalíf og fjölbreytt gróðurfar. Gengið er með þjóðgarðsverði og náttúrufegurðin þannig upplifuð í mikilli nánd. Í garðinum er ekki að finna ljón eða stærri villidýr, aftur á móti eru þarna stórir hópar gíraffa, sebrahesta, buffalóa og ýmissa apategunda, Ef skýjafar leyfir sést fjallið Kilimanjaro tignarlega í fjarlægð. Fyrir kvikmyndaáhugafólk má nefna að myndin Hatari, með John Wayne í aðalhlutverki, var tekin á þessum slóðum. Aftur er gist á Outpost Lodge. Morgunmatur og hádegismatur (nestispakki) innifalinn.
Dagur 4
Eftir morgunmat er lagt af stað til Karatu.
Aksturinn tekur um tvo og hálfan klukkutíma. Keyrt er um Masai-sléttur, til bæjarins Mto wa Mbu og gengið þar um. Síðan er haldið áfram framhjá Þjóðgarðinum Lake Manyara til bæjar sem heitir Karatu þar sem við komum okkur fyrir á Eileen’s Trees Lodge. Morgunmatur, hádegismatur (nestispakki) og kvöldmatur innifalinn.

Dagur 5
Í dag kynnumst við einum merkilegasta þjóðflokki Tansaníu, þ.e. Masai-þjóðflokknum.
Þeir eru hjarðmenn og færa sig um set eftir þörfum bústofnsins. Þeir eru eindæma skrautlegur þjóðflokkur, með klæðnað, siði, samfélagsgerð og menningu sem okkur finnst framandi en jafnframt heillandi. Gist á Eileen’s Trees Lodge. Morgunmatur, hádegismatur (nestispakki) og kvöldmatur innifalinn.
Dagur 6
Eftir morgunmat er lagt af stað í áttina að Serengeti þjóðgarðinum.
Serengeti þjóðgarðurinn er einhver stærsti og þekktasti þjóðgarður heims og nær til þriggja landa, þ.e. Tansaníu, Kenía og Úganda. Nafnið er dregið af orðinu “Siringet” í tungumáli Masai þjóðflokksins, sem þýðir “endalausar sléttur”. Við munum koma okkur fyrir í tjaldbúðum í Nasikia Camps. Þó aðstaðan sé einföld, þá er hún snyrtileg, þægileg og örugg. Morgunmatur, hádegismatur (nestispakki) og kvöldmatur innifalinn.
Dagur 7
Skoðum einstakt dýralíf á að því er virðist endalausum sléttum Serengeti. Gist í tjaldbúðum í Nasikia Camps. Morgunmatur, hádegismatur (nestispakki) og kvöldmatur innifalinn.

Dagur 8
Höldum áfram að skoða einstakt dýralíf á sléttum Serengeti. Gist í Nasikia Camps. Morgunmatur, hádegismatur (nestispakki) og kvöldmatur innifalinn.
Dagur 9
Leggjum af staða til baka til Karatu. Á leiðinni er komið við á Olduvai Gorge en staðurinn hefur að geyma elstu mannvistarleifar jarðar. Síðan er haldið áfram og stoppað a gígbarminum á Ngorongoro,
þaðan sem hægt er að sjá ofan í gíginn. Við höldum svo áfram til Karatu. Gist á Eileen’s Trees Lodge. Morgunmatur, hádegismatur (nestispakki) og kvöldmatur innifalinn.
Dagur 10
Farið er á slóðir TanzaNice Farm,
sem er verkefni Dr. Önnu Elísabetar Ólafsdóttur og fjölskyldu hennar í Afríku og gengur út á að aðstoða við atvinnuuppbyggingu og uppbyggingu félagslegra innviða á þessu fátæka svæði í Tansaníu. Við fáum að kynnast starfseminni og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að. Auk bóndabæjarins, verður heimsóttur leikskóli og múrsteinsverksmiðja. Gist á Eileen’s Trees Lodge. Morgunmatur, hádegismatur (nestispakki) og kvöldmatur innifalinn.
Dagur 11
Í dag heimsækjum við Hadzabe þjóðflokkinn
sem heldur sig við Lake Eyasi. Þetta er þjóðflokkur sem veiðir sér til matar með boga og örvum og spjótum. Þeir hafa ekki fasta búsetu, heldur halda sig þar sem helst er veiðivon. Þjóðflokkurinn er lítill og í útrýmingarhættu. Það eru fáir ef nokkrir þjóðflokkar í Afríku sem búa við jafn framandi aðstæður og samfélagsgerð og Hadzabe þjóðflokkurinn. Fyrir þá sem vilja, er boðið upp á að fara í veiðiferð með nokkrum veiðimannanna. Gist á Eileen’s Trees Lodge. Morgunmatur, hádegismatur (nestispakki) og kvöldmatur innifalinn.
Dagur 12
Eftir morgunmat er lagt af stað til baka til Arusha en á leiðinni er komið við í Tarangire þjóðgarðinum sem er þekktur fyrir sínar stóru fílaharðir. Höldum svo áfram til Arusha. Gist á Outpost Lodge í Arusha. Morgunmatur og hádegismatur (nestispakki) innifalinn. Um kvöldið er farið á veitingastað og snæddur kvöldmatur.
Dagur 13
Dagurinn er tekinn rólega framan af. Þeir sem vilja geta gengið um miðbæ Arusha. Seinni partinn er keyrt út á Kilimanjaro International Airport til að taka flug til Nairobi, þar sem skipt er um flugvél sem tekur stefnuna á London. Morgunmatur innifalinn.
Dagur 14
Komið að morgni til London og beðið eftir hádegisvélinni til Íslands sama dag. Komið heim seinni partinn.
Innifalið í ferðakostnaði er eftirfarandi:
- Allt flug með sköttum og gjöldum
- Allur flutningur milli staða með 5-7 manna safarí-bílum
- Gisting og matur á upptöldum (eða sambærilegum) gististöðum eins og lýst er
- Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er
- Innlendur og íslenskur fararstjóri
Ekki innifalið í ferðakostnaði er m.a eftirfarandi:
- Ferðir umfram það sem ferðalýsingin nær til
- Vegabréfsáritun, sem hægt er að kaupa við komuna til Tansaníu ($50 per mann)
- Drykkir, umfram vatn sem lagt er til í safarí-bílum
- Þjórfé
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði

Til að skrá
sig í ferðina er hægt að smella á takkann hér fyrir ofan
eða að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.
eða að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.