Tanzania safari

hópferðir,hópaferðir,fyrirtækjaferð,útskriftarferð,ferðaskrifstofa,akureyri,ibiza,mexico,portugal,albania,

Tanzania safari

FERÐAÁÆTLUN Nóvember 2017. 

Ef þú vilt upplifa alveg einstakt dýralíf, fjölskrúðugt mannlíf og ósnortna náttúru, þá er þessi ferð til eins friðsælasta lands Austur-Afríku rétta ferðin.

Í samvinnu Dr Önnu Elísabetu Ólafsdóttur, eiganda TanzaNice Farm í Tansaníu, getur ferðaskrifstofan nú boðið upp á einstaka ferð til Tansaníu, eins friðsælasta lands Austur-Afríku, rétt sunnan miðbaugs. Anna er einmitt fararstjóri í þessarri einstöku ferð. Ferðin er ætluð lífsglöðu fólki á öllum aldri sem vill upplifa ævintýri í framandi umhverfi og kynnast ólíkri menningu og aðstæðum samborgara okkar í heiminum.


Tanganíka, eins og landi hét áður, fékk sjálfstæði frá Bretum 1961. Árið 1964 sameinaðist Tanganíka eyjunni Zanzibar undir merkjum Tansaníu. Tansania er að flatarmáli um 10 sinnum stærra en Ísland. Landið liggur að Indlandshafi og deilir landamærum með 7 öðrum löndum, eða Kenía, Úganda, Rúanda, Búrúndi, Kongó, Sambíu og Mósambik. Í Tansaníu búa um 45 milljónir manna. Tansanía er eitt fátækasta land heims, en efnahagurinn hefur á síðustu árum batnað, þökk sé m.a. vaxandi fjölda ferðamanna sem heimsækja landið. Tindur Kilimanjaro, er hæsti punktur Afríku og Viktoríuvatn, sem að hluta til tilheyrir Tansaníu, er stærsta vatn Afríku. Serengeti, þjóðgarðurinn sem er þungamiðjan í okkar ferð, er eitt elsta lífkerfi (ecosystem) heims og hefur tekið litlum breytingum í þúsundir ára. Í Tansaníu búa yfir 100 Þjóðflokkar sem hver á sér sitt tungumál. Þjóðin hefur þó sameinast um eitt sameiginlegt, opinbert tungumálmál sem kallast Swahili. Jafnframt er algengt er að fólk læri og geti talað ensku.


Tansanía byggir á lýðræði og þar eru haldnar sveitastjórna-, þing- og forsetakosningar. Í Tansaníu er mikið umburðarlindi fyrir trúarskoðunum og er einn þriðjungur þjóðarinnar kristinn, annar þriðjungur múslimtrúar og síðasti þriðjungurinn aðhyllist ýmiss konar frumbyggjatrú.

Tansaníubúar eru gestrisnir og alveg einstaklega kurteisir. Þeir taka ferðafólki opnum örmum. Þessi ferð er sannkölluð ævintýraferð sem erfitt er að láta framhjá sér fara.


Tveggja manna herbergi             Í vinnslu    
          
header
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya