Flýtilyklar
Litháen, Lettland og Eistland 2020
DAGSETNING FERÐAR VÆNTANLEG
TAKMARKAÐUR FJÖLDI SÆTA - SKRÁÐU ÞIG STRAX Á LISTANN OKKAR YFIR FARÞEGA Í FERÐINA :)
Einstök ferð um stórfallega náttúru og sögusvæði þriggja landa við Eystrarsaltið, Eistland, Lettland og Litháen.
Verðtilboð per mann í:
2 manna herbergi krónur 219.900
1 manns herbergi krónur 259.900
Innifalið í verði er:
- Flug ásamt sköttum og gjöldum
- Allur akstur
- Gisting með morgunmat í 10 nætur
- 2 X hádegisverður
- Aðgangur að söfnum þar sem við á
- Enskumælandi leiðsögumaður
- Íslenskur fararstjóri
Við skoðum glæsilegustu miðalda borgir Evrópu frá 11 og 12 öld Tallinn, Vilnius og Riga og kynnumst miðaldastemningu sem er
engri lik. Borgir sem eru á minjaskrá Unesco, miðstöð menningar og lista við Eistrasaltið. Á vegi okkar verða m.a. dómkirkjur, þröngar steini lagðar götur, hallir, kastalar, fallegar sveitir og sveitaþorp með brosandi heimamönnum. Við förum aftur i tima og rúmi.
Við heimsækjum þrjár fallegustu borgirnar við Eystrasaltið í einni og sömu ferðinni, Tallinn í Eistlandi, Riga í Léttlandi og loks Vilnius í Litháen. Við skoðum hallir, kastala, lítil sveitaþorp og kynnumst fallegri náttúru.
Við heimsækjum Vilníus sem státar af fallegum gömlum miðaldabæ og er hann talinn frá rétt rúmlega 1300 en upphaflegur kastalaturn þess kastala sem þá var byggður þarna í fyrsta sinn stendur enn og er þekktasta kennileiti borgarinnar. Borgin hefur ótrúlegt sambland af mörgum og ólíkum áhrifum og stílbrigðum eins og gottneskum, endurreisnar, barrok og klassískum stílum sem gerir hana spennandi og eftirminnilega í senn.
Gamli bærinn í Riga er á minjaskrá UNESCO þar sem minjar borgarinnar þykja þvílíkar gersemar. Auðvelt er fyrir gangandi vegfarendur að komast á milli í gamla hluta Riga á steinilögðum strætunum þar sem sagan liggur í loftinu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja St. Peter´s og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu Í dag er Riga nútímaborg borg í örri þróun sem hefur margt að bjóða. Tónlist skipar þar veglegan sess, hvort sem er tónlistarhátíðir, þjóðlagatónlist eða nútíma danstónlist. Opin svæði eru víða með fallegum görðum og vel hefur tekist til við að samræma náttúruna og byggðina í kring.
Tallinn sem er ein allra fallegasta borg Evrópu hefur breyst í nútíma borg með alþjóðlegu yfirbragði á síðustu 10 árum. Þrátt fyrir það eru íbúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum og er hann sá hluti borgarinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar, byggingar frá 11.-15. öld sem hefur tekist að varðveita ótrúlega vel. Hefur eistlendingum tekist að varðveita í raun allan gamla bæjarhlutann eins og hann leggur sig með því að reisa vegg í kringum hann. Þú ferð úr 21. öldinni beint aftur í miðaldir í sömu borginni. Getur rölt um sömu götur, milli sömu kirkna, annarra bygginga og torga og fólk gerði fyrir hundruðum árum síðan og látið hugann reika. Þar sem Tallinn er best varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
Á leðinni milli borga skoðum við þekkt mannvirki úr sögu þjóðanna.
Sjá nánari lýsingu á þessari ferð hér til hliðar undir Ferðalýsing - 3 landa sýn.
Áfangastaðir
- 3 landa sýn - Eistland, Lettland og Litháen
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Baltic Golf - 3 landa golfferð
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Belgrad
- Bratislava - Slóvakía
- Costa Brava - Calella
- Dominíska lýðveldið
- Eistland -Tallinn
- Ítalía - Róm
- Indland - Kerala
- Japan - Matur & Menning
- Kína og Tíbet
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Lettland - Riga
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Norður Korea
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tanzania
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
- Útskriftarferð IBIZA
- Útskriftarferð KRÓATÍA
Leit
Ferðir í boði
Okkar samstarfsaðili með flug í þessari Sérferð er

3 LANDA SÝN - EISTLAND, LETTLAND OG LITHÁEN
Til að skrá
sig í ferðina er hægt að smella á takkann hér fyrir ofan
eða að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.
eða að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.