Ferðalýsing

1 Dagur 3 Nóvember    FlugiðFlogið er frá Keflavík til London og þaðan áfram til Sri Lanka. Komið daginn eftir út. 2 Dagur 4 Nóvember    NegomboVið

Ferðalýsing

1 Dagur 3 Nóvember    Flugið
Flogið er frá Keflavík til London og þaðan áfram til Sri Lanka. Komið daginn eftir út.

2 Dagur 4 Nóvember    Negombo
Við komu til Sri Lanka er tekið á móti farþegum af fulltrúm okkar samstarfsaðila þarlendis og ekið í cirka 45 mínútur á hótelið Jetwing Beach, Negombo. Gist er í Standard herbergi

3 Dagur 5 Nóvember   Wattala – Pinnawla – Dambulla – Habarana

Eftir morgunverð förum við til Habarana en á leiðinni stoppum við í Pennawela Elephant Orphanage sem er cirka 55 mílur frá Colobo höfuðborginni á Sri Lanka. Þessi staður var byggður upp árið 1975 til að sinna og fæða yfirgefna og særða fíla og í dag eru yfir 65 fílar þar í fóstri þám. margir fílsungar en á staðnum hafa í gegnum árin fæðst yfir 38 fílar. Gjafatími þeirra er frá 09:30 til 10:00 á morgnana og aftur milli 13:30 og 14:00. Baðtíminn þegar farið er með alla hjörðina niður að nærliggjandi á er milli 10:00 og 1.:30 og svo aftur milli 14:00 og 14:30. Þessar tignarlegu skepnur eru ímynd kyrrðar og alveg ótrúlegt að geta verið í slíkri nálægð við þær sem hér er boðið upp á.

Eftir heimsóknina til fílanna komum við til Dambulla hellahofsins sem er gríðarmikil klettabelti sem gnæfir meira en 500 fet yfir ferðamanninum en í þeim er að finna hið fræga Klettahof (Rock Temple) sem á rætur að rekja allt til fyrstu aldar fyrir Kristburð. Á þessum stað dvaldi konungurinn Walagamba í sinni 14 ára útleigð en þegar hann endurheimti hásæti sitt byggði hann þetta tilkomumikla mannvirki. Í fyrsta hellinum er gríðarstórt liggjandi líkneski af Buddha sem er 47 feta langt. Alls staðar ber fyrir augu goðamyndir og líkneski sem tengjast búddatrúnni. Freskurnar á veggjunum og í loftunum eru þær elstu á Sri Lanka en eru gerðar á Kandy tímabilinu. Í helli númer tvö sem er sá stærsti á svæðinu eru 150 styttur af Buddha í mannastærð í mismunandi stellingum ásamt nokkrum styttum af konungum og guðum. Freskurnar í loftinu á þessum helli sýna helstu og minnisstæðustu atburðina í lífi Buddha sem og stærstu viðburði í sögu Sinhalese fólksins.

Eftir þetta komum við til Habarana þar sem við innritum okkur inn á hótelið Aliya Resort & Spa, Sigiriya. Sjá nánar um hótelið hér

4 Dagur 6 Nóvember    Habarana – Sigiriya – Habarana
Eftir morgunverð höldum við ferð okkar áfram til Sigiriya þar sem við heimsækjum Klettavirkið (Rock Fortress) eða Ljónaklett (Lion Rock). Sigiriya er á heimsminjalista UNESCO og Virkið upp í skýjunum – Klettavirkið, sem er frá 5 öld eftir Kristburð er eitt merkasta undur Sri Lanka. Virkið sem einnig er stundum kallað Ljónaklettur tekur það nafn eftir gríðarstórri ljónastyttu sem forðum stóð við innganginn að höllinni (virkinu) efst á klettinum í ótrúlegri 600 feta hæð. Efst á klettinum er ennþá hægt að sjá grunninn og lága veggi konunglegu hallarinnar sem þar stóð eitt sinn í öllu sínu veldi. Í einum stiganum sem enn stendur uppi er hægt að sjá veraldarlegar freskur, hinar einu sem til eru svo vitað sé, eftir Sinhala í upprunalegum litum og í mannlegum stærðum.

Eftir þessa viðburðaríku ferð höldum við aftur á hótelið þar sem við gistum aðra nótt

5 Dagur 7 Nóvember    Habarana– Polonnaruwa – Habarana
Eftir morgunverð höldum við áfram okkar ferð en í dag heimsækjum við annan stað sem er á heimsminjalista UNESCO sem er Polonnaruwa sem var höfuðborg Sri Lanka frá 11. til 13. öld. Hér er að finna stórkostlegar styttur eins og Lankatilake, Tivanka og Thuparama sem og bestu eintök af freskum frá Polonnaruwa tímabilinu. Rankoth Vehere og Kirivehera eru tignarlegar og stórar styttur, Gal Vihare er helgidómur í klett þar sem fjórar Buddha styttur ber fyrir augu, tvær sitjandi, ein standandi og loks ein frásveigð. Þá er stytta Parakrama Bahu en þessar styttur allar eru til marks um leikni steinsmiða Sinhalese þjóðarinnar. Á miðöldum var Polonnaruwa sem höfuðborg víggirt með innra virkissíki og innri og ytri varnarveggjum. Þegar líða tekur á daginn förum við í smá ferð á baki fíla í Habarana. Áfram gist á sama hóteli

6 Dagur 8 Nóvember    Habarana – Matale – Kandy
Eftir morgunverð tökum við saman farangurinn og höldum okkar ferð áfram. Nú er haldið til Kandy með viðkomu í Matale en Kryddgarðarnir í Matale er eitthvað sem allir þurfa að sjá. Bæði í Matale og í Mawanella sem er einnig á leið okkar til Kandy ber fyrir augu ferðamannsins ótrúleg ræktun garða þar sem ýmsar tegundir kryddjurta eru þannig staðsettar að við fáum að njóta þeirra sýnar. Hægt er að kaupa í þessari ferð ýmsar kryddvörur en í hverri viðkomu fáum við leiðsögn um þær tegundir sem fyrir augu ber og notagildi þeirra bæði til lækninga og matargerðar. Þá er heimsókn í hefðbundna Batic verksmiðju þar sem gefst kostur á að sjá þessa fornu prentvinnslu.

Þegar komið er til Kandy er tekin hefðbundin skoðunarferð um staðinn. Kandy er einnig á heimsminjalista UNESCO og var lengi vel síðasta vígi konunga Sinhalese þjóðarinnar á þeim tímum þegar erlend ríki hernámu landið eins og portúgalar, hollendingar og loks bretar en Sri Lanka með samningum 1815 gafst formlega upp þá. Kandy er í augum búddatrúamanna bæði á Sri Lanka og um heim allan einn helgasti staður trúar þeirra og þá ekki síst fyrir þá staðreynd að í Kandy er að finna Dalada Maligawa eða Hof hinnar Heilögu Jarðnesku Líkamsleifar (brot úr tönn) af Buddha sjálfum.
Einnig er rétt hjá Kandy menjar Konunglegu hallarinnar Maha Wasala þar sem drottningin bjó sem í dag hýsir Þjóðminjasafnið,  Meda Wasala þar sem aðrir fjölskyldumeðlimir konungsins bjuggu, Móttöku höllin og þá er einnig stutt í Natha Devala og Vishnu Devala.

Baðhöllin Ulpenge er við nærliggjandi vatn og í miðju vatnsins er eyja sem heitir Kiri Samudraya en þar var sumarhús konungsins staðsett. Í dag hýsir eyjan miðstöð búddatrúar, lista, handverks, dans, tónlistar og menningar þeirra. Gestir geta séð dans- og tónlistaratriði daglega á nokkrum stöðum um borgina Kandy. Þá stoppum við aðeins á markaðinum í Kandy, förum upp á Wace Park til að sjá frábært útsýni yfir borgina og förum í búðir þegar komið er aftur niður í borgina. Boðið er upp á kvöldsýningu sem sýnir menningu Sri Lanka.

Eftir langan dag höldum við á  Earl´s Regent, Kandy hótelið. Sjá nánar um hótelið hér  

7 Dagur 9 Nóvember   Kandy
Heill dagur í slökun á þessu dásamlega hóteli en auðvitað mælum við með gönguferð um nærliggjandi svæði sem hægt er að fara í og þá með leiðsögn. Gistum áfram á hótelinu aðra nótt. Eftir góðan dag er farið aftur inn á okkar hótel.

8 Dagur 10 Nóvember   Kandy – Peredeniya  – Nuware Eliyra
Eftir morgunverð og samantekt á farangri höldum við áfram á vit nýrra ævintýra. Nú er farið til Peredeniya þar sem við heimsækjum Konunglega Botanical garðana. 147 ekrur sem byrjað var að byggja upp og rækta í kringum 1374 sem konunglegur garður fyrir konunginn af Kandy og Gampola. Þarna er að finna meira en 5.000 tegundir af trjám, plöntum og skriðjurtum. 5 breiðgötur skipta garðinum upp í afmörkuð svæði sem öll hafa sína sérstöðu, það yngsta frá árinu 1905.

Eftir heimsókn okkar í þessa unaðsreiti höldum við ferð okkar áfram til Nuware Eliyra með viðkomu á te plantekru og verksmiðju. Byrjað var að rækta te á Sri Lanka 1824 í Konunglega görðunum sem við vorum að koma frá þegar nokkrar plöntur voru fluttar þangað frá Kína. Fleirri tegundir komu síðan frá Assam árið 1839. Árið 1867 gróðursetti skoskur maður, James Taylor að nafni, tefræ í 8 hektara svæði á skógarsvæði við Loolkondura setrið en fyrsti útflutningur á té átti sér stað 1873 og var þá aðeins hógvær 23 pund að þyngd sem sent var til London. Í dag eru meira en 200 þúsund hektarar nýttir undir terækt og er útflutningurinn í dag yfir 300 milljón kílógröm en talið er að 25 % af öllu te í heiminum sé ræktað á Sri Lanka enda landið stærsti útflytjandi þess á heimsvísu.

Við innritum okkur svo á hótelið Glenfall Reach, Nuwara Aliya

9 Dagur 11 Nóvember   Nuwara / Yala
Eftir morgunverð keyrum við til Yala þjóðgarðarins sem er einn sá þekktasti á eyjunni fyrir fjölbreytt og spennandi dýralíf. Við innritum okkur á hótelið og höfum fjálsan tíma það sem eftir lifir dags.  Við gistum á Jetwing Jala, Yala. Sjá nánar um hótelið hér  


10 Dagur 12 Nóvember    Yala þjóðgarður
Í dag er spennandi dagur þar sem við heimsækjum Yala þjóðgarðinn. Garðurinn er 126,786 hektarar að stærð og stofnaður árið 1938. Hann er þekktur fyrir stórar hjarðir dýra s.s mikinn fjölda fíla, hlébarða, dádýra, krókódíla, vilta buffala og mikinn fjölda annara tegunda. Meira en 130 tegundir fugla hafa verið auðkenndar í garðinum. Áfram gist á sama hóteli

11 Dagur 13 Nóvember    Yala - Galla - Hikkaduwa
Að loknum morgunverði höldum við til Galle en þessi borg er sú stærsta á suðurstönd Sri Lanka og jafnframt sú þekktasta. Hér skoðum við elstu menjar staðarins sem eru mikilfengleg virki hollendinga og portúgala en það fyrrnefnda er á heimsminjalista UNESCO. Sjálf borgin á sér miklu og lengri sögu en frá byggingartímum þessara tveggja virkja en sumir fræðimenn telja uppruna hennar megi rekja allt aftur til Gamla Testamentisins þar sem segir að Salomon konungur hafi sent kaupskip sín til Tarshish (Galle) en þangað segir biblían einnig að Jónas hafi flúið drottinn.

Í dag ber að líta 90 ekrur sem kallast einfaldlega Galle Fort en mestur hluti mannvirkjanna nú tilheyrir hollendingum og virkjanagerð þeirra þó svo að norðurveggur virkisins hafi tilheyrt portúgalska virkinu áður 1663. Upphaflegt hlið virkisins var hafnarmegin og er enn hægt að sjá þar sem skjaldarmerki bresku krúnunnar hangir yfir en á innri veggjum virkisins er hægt að sjá hollenska V.O.C merkið (Vereenigde Oost Indische Compagnie).

Við innritum okkur inn á Hotel Citrus Hikkaduwa

12 Dagur 14 Nóvember    Kalutara - Colombo- Negombo
Eftir morgunverð og samantekt farangurs höldum við áfram til Colombo sem var lítil hafnarborg áður fyrr en er höfuðborg landsins í dag. Enn í dag er hægt að sjá fornar byggingar og mannvirki sem sýna fyrri yfirráð Potúgals, Hollands og Bretlands. Í þessari skoðunarferð um borgina sjáum við m.a Fort sem er fyrrverandi stjórnarbygging á tímum Breta, gullsmíðahverfið sem er að finna í Pettah eða gamla Bazar hverfinu, einnig sjáum Hindúa Hof með flóknum steinskurði, Kayman´s Gate sem var upphaflega hliðið inn í virkið, hollensku kirkjuna Wolfendhaal frá 1749, Kelaniya búddistahofið frá 6 öld, Dabatagaha moskuna, Þjóðminjasafnið í Colombo and Náttúrugripasafnið.  Gistum á hótelinu Jetwing Beach, Negombo 

13 Dagur 15 Nóvember    Negombo - London
Eftir morgunverð höldum við loks af stað aftur út á flugvöll þar sem við tökum okkar flug til London. Gist er í London eina nótt.

14 Dagur 16 Nóvember    London - Keflavík
Ferðadagur heim til Íslands, flogið er af stað rétt um hádegið og lent heima um 16:00


Innifalið í verði ferðar er:

  • Flug og allir skattar og gjöld Keflavík – London – Sri Lanka og tilbaka
  • Gisting á upptöldum hótelum með morgunmat og hálfu fæði nema i London á heimleið en þá er einungis morgunmatur innifalin
  • Allur akstur í ferð með lúxus rútum með loftræstingu og enskumælandi leiðsögumanni
  • Aðganseyrir á þá staði sem taldir eru upp sem viðkomustaðir; Pillawela Elephant Orphange, Dambulla Cave Temples, Sigiriya Rock Fortress, Plonnaruwa skoðun, stutt ferð á fílsbaki, Kandy temple, menningarleg sýning í Kandy að kvöldi, Konunglegu Botanical garðarnir, Yala Þjóðgarðurinn.
  • Íslensk fararstjórn

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya