Flýtilyklar
Sri Lanka
Ferðaskrifstofan býður núna upp á alveg einstaka ferð á slóðir dulúðar, ótrúlegrar nátturu, landið sem í arabísku sögunum Þúsund og Ein nótt segir frá að Sinbad sæfari hafi farið til.
Stórkostleg náttúra, einstakt mannlíf og forn menning. Kynnstu fjölbreyttu dýralífi í safaríferð um þjóðgarð eyjunnar en
þar má m.a sjá fílahjarðir, hlébarða, krókódíla, buffala, apa, slöngur og einstakt fuglalíf.
Sri Lanka er töfrandi eyja sem á ekki sinn líka og lætur engan sem hana sækir heim ósnortinn.
Vinsamlegast ATH að þessi ferð er í boði allt árið fyrir smærri hópa og fyrir einstaklinga og pör sem vilja ferðast á eigin völdum dagsetningum. Ferðaskrifstofan útvegar þá fararstjóra sérstaklega sé þess óskað. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk okkar.
Herbergistegund | Almennt verð | |
Eins manns herbergi | Í vinnslu | |
Tveggja manna herbergi | Í vinnslu |
- Flug og allir skattar og gjöld Keflavík – London – Sri Lanka og tilbaka
- Gisting á upptöldum hótelum með morgunmat og hálfu fæði nema i London á heimleið en þá er einungis morgunmatur innifalin
- Allur akstur í ferð með lúxus rútum með loftræstingu og enskumælandi leiðsögumanni
- Aðganseyrir á þá staði sem taldir eru upp sem viðkomustaðir; Pillawela Elephant Orphange, Dambulla Cave Temples, Sigiriya Rock Fortress, Plonnaruwa skoðun, stutt ferð á fílsbaki, Kandy temple, menningarleg sýning í Kandy að kvöldi, Konunglegu Botanical garðarnir, Yala Þjóðgarðurinn.
- Íslensk fararstjórn
Merkasti söguviðburður eyjunnar er talin eiga sér stað á 3. öld fyrir Kristburð þegar búddatrúin festir rætur á eyjunni og svo
aftur á 4. öld þegar brot út tönn Buddha sjálfs var smyglað til eyjunnar frá Indlandi, falið í svörtu hári prinsessunar. Helstu
tímabil í sögu eyjunnar teljast vera Anuradhapura og Polonnaruwa tímaskeiðið frá 3. öld fyrir Kristburð til upphafs 13. aldar eftir Krist. Anuradhapura
var meginborg eyjunnar fram að lokum 7. aldar en þá var höfuðborgin færð til Polonnaruwa í suðri til að forðast sífelldar árásir
Tamila frá Indlandi sem eru Hindu-trúar. Síðasti konungur Polonnaruwa var Prakramabahu III (1287 e.Kr.) og síðasti konungur Anuradhapura var Mihidhu Fimmti (982
e.Kr)
Sir Emerson Tennet segir í ritum sínum: “ Það er engin eyja í heiminum sem hefur kallað á jafn mikla athygli rithöfunda frá jafn mörgum
og ólíkum tímum og löndum eins og Ceylon (Sri Lanka, innsk.EÖA). Það er engin þjóð, hvorki á fornum tímum eða í
nútímanum sem er jafn rík af máli og sögu.... náttúra hennar, fegurð, menning, trúarbrögð, fornmenjar og framleiðsla hefur verið
ríkulega gerð skil af grikkjum, rómverjum, rithöfundum frá Kína, Búrma og Indlandi sem og af landafræðingum frá Arabíu og Persíu, af
könnuðum miðalda frá Ítalíu, Frakklandi og Þýskalandi. Af sérfræðingum frá Portúgal og Spáni, af ævintýra- og
verslunarmönnum frá Hollandi og staðháttafræðingum frá Bretlandi “.
Kannski er Sri Lanka þó best lýst með orðum Pliny sem var rómverskur sagnaritari uppi cirka 45 e.Kristburð sem ritaði svo: “Það hefur lengi
verið talið af mönnum frá eldri tímum að Taprobane (Sri Lanka, innsk. EÖA) sé annar heimur “
Góða ferð !
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði
eða að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.