Gisting

Hotel Barcelona Golf Resort & Spa Hótelið er 4 stjörnu lúxus hóltel, staðsett í bænum Sant Esteve Sesrovires (Martorell) í 30 mín. akstri frá Barcelona,

Hotel Barcelona Golf Resort & Spa


Hotel Barcelona Golf Resort & Spa

Hótelið er 4 stjörnu lúxus hóltel, staðsett í bænum Sant Esteve Sesrovires (Martorell) í 30 mín. akstri frá Barcelona, mitt á milli Miðjarahafsins og fjallanna í Mortserrat.

Húsakosturinn er gerður til að samræmast við hið fallega Penedés svæði sem er rómað fyrir vínframleiðslu og ótrúlega góða matargerð.
Hótelið býður upp á 150 herbergi sem eru öll rúmgóð, þægileg og hljóðeinangruð. Öll herbergin eru með útsýn yfir golfsvæðið, fallega fjallasýn upp í Montserrat fjöllin og í hverju herbergi er að finna loftræstingu og kælikerfi, upphitun, sér baðherbergi með baðkari eða sturtu, gervihnattar sjónvarp, mini bar, háhraða internet tengingu, síma og öryggishólf.

Á hótelinu eru fundarherbergi ásamt veglegri Spa aðstöðu sem býður upp á finnska gufu, tyrknest bað, mismunandi set laugar, sundlaug og sturtur. Þá er í Spa aðstöðunni að finna 7 nuddherbergi með ýmsum meðferðum ásamt snyrti- og aroma þjónustu.

Á hótelinu fyrir utan hefðbundinn veitingastað er að finna Snack Barinn HOYO 19 sem býður upp á veglegt úrval af tapas réttum, samlokum og snakki ásamt drykkjum. Verönd barsins státar af einstaklega fallegu útsýni til Montserrat. Veitingastaður hótelsins er XAREL-LO sem býður upp á hefðbundna matargerð Miðjarahafsins ásamt árstíðar bundnum réttum auk mikils úrvals af vínum og Cava frá Pendés svæðinu. Þá er morgunmaturinn ríkulegur þar sem lögð er áhersla á ferskt hráefni daglega.

Garðsvæði hótelsins er einstaklega fallegt og er notanlegt að leyfa sér slökunarstund við sundlaugina með hressandi kokteil eftir ánægjulega stund í golfinu.headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya