Hotel Villa Excelsior ****

Hotel & Kurhaus Reitlstraße 20 5640 Bad Gastein Salzburg/Austria Telephone: +43/6434/21350 Email: info@villa-excelsior.at Hótelið Villa Excelsior Hotel

Hotel Villa Excelsior ****

Hotel & Kurhaus
Reitlstraße 20
5640 Bad Gastein
Salzburg/Austria

Telephone:
+43/6434/21350
Email: info@villa-excelsior.at

Hótelið Villa Excelsior Hotel & Kurhaus er stórkostlega staðsett á rólegum, vel þekktum en sólríkum stað, Kaiser-Wilhelm-Promenade í Bad Gastein, með yndislegu útsýni til Hohe Tauern fjallanna. Allar helstu og fallegustu gönguleiðirnar byrja fyrir framan hótelið. Aðeins tekur 7 mínútur að rölta niður í hinn sögulega miðbæ Bad Gastein.

Skíðasvæðið "Graukogel" er aðeins í 3 mínútna akstursfjarllgð, “Stubnerkogel” (með skíðaskóla) er í 5 mínútna fjarlægð. Hótelið býður upp á skutlur fyrir hótelgesti þegar þess er óskað. Einnig stoppar skíðarútan í 3 mínútna fjarlægð frá hótelinu.

Hótelið var byggð árið 1897 og var um tíma heimili hins þekkta Sigmund Freud, en hótelið í dag nýtur viðurkenningar og viðveru leikara, listamanna, rithöfunda og annarra gesta víða erlendis frá.

Villa Excelsior heillar með upphaflegum húsgögnum sínum og yfirbragði liðinna stunda sem ljá öllu virðulegan blæ og gerir staðinn " elegant ". Á hverri hæð hafa gestir aðgang að litlum setkrókum með þráðlausu neti. Þeir sem vilja nýta setkrókinn til lestrar geta leitað sér lesefnis í bókasafni hótelsins. Hótelið er með lyftur.

Á hótelinu eru 6 rómversk hitaböð en vatnið kemur frá brunni sem er leiddur beint inn á hótelið. Á hótelinu er hægt að kaupa Gastein meðferð sem löngum hefur verið brúkuð til þess að vinna á ýmsum kvillum og bæta ýmsa líkamsstarfsemi. Þá er boðið upp á hita meðferð, leirböð, "anti-stress" meðhöndlun, Finnska sauna, fegrunarnudd og margt flr.

Bragðgóður morgunverður (hlaðborð) er milli 08.00 – 10.00.  Kvöldverður er reiddur fram milli 18.00 - 20.00 með úrvali aðalrétta og salathlaðborði, allt í notanlegu andrúmslofti. Að sjálfsögðu er orðið við séróskum gesta um sérfæði eða breytta samsetningu vegna óþols eða ofnæmis.

26 herbergi eru á hótelinu. Panorama herbergin eru 18m² og eru staðsett á efstu hæð undir súð. Sérbaðherbergi fylgja.

Excelsior tveggja manna herbergin eru 20m² til 28m²  og eins manns Excelsior herbergin eru 17m². Stór baðherbergi fylgja og ýmist svalir eða loggia eru með þeim.

Excelsior A-týpu tveggja manna herbergin eru 30m² og er hægt að nýta þau sem þriggja manna herbergi.

Verð: Panorama tveggja manna herbergi krónur 177.200 á mann. Excelsior tveggja manna herbergi krónur 187.118 á mann. Eins manns Excelsior herbergi krónur 187.118. Excelsior A týpu herbergi krónur 197.244 á mann. Þirggja manna herbergi Excelsior A týpa krónur 167.840 á mann.

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya