Hotel Helenburg ***

Kur & Ferien Hotel Helenenburg Kötschachtalerstrasse 18 5640 Bad Gastein Tel. +43/6434/3727-0 Hótelið er í 1.100 metra hæð yfir sjávarmáli og liggur

Hotel Helenenburg ***

Kur & Ferien Hotel Helenenburg
Kötschachtalerstrasse 18
5640 Bad Gastein
Tel. +43/6434/3727-0

Hótelið er í 1.100 metra hæð yfir sjávarmáli og liggur við rætur fjallsins Graukogel Mountain.

Hotel Helenenburg er rétt við skíðabrekkurnar í Bad Gastein. Miðbærinn í Bad Gastein með spilavítinu og Felsentherme Spa eru aðeins í 10 mínútna göngufjarlægð. Skíðarútan stoppar beint fyrir framan hótelið og tekur ferðin inn á Stubnerkogel/Schlossalm skíðasvæðið aðeins 5 mínútur.

Hótelið státar sig af hefðbundnum Austurrískri matseld og hefur úrval góðra vína og bjórs. Á hótelinu er að finna lesaðstöðu með yfir 1.000 góðum bókum og tímaritum og dagblöðum. Þráðlaust net á öllum almennum svæðum er í boði. Þá geta hótelgestir nýtt sér Fittness herbergi og sauna aðstöðu. Einnig er hægt að fá aðgang að nuddi, sjúkraþjálfun og heitu vatni.

Hótelið hefur 40 falleg herbergi sem skiptast í tveggja manna herbergi (13 stk), þriggja manna (1 stk) og eins manns (1 stk). Sérbaðherbergi fylgja öllum herbergjum, hárþurrka er á baði, þráðlaust net á herbergi, útvarp og gervihnattasjónvarpsrásir auk þess sem flest herbergin hafa svalir með fallegu útsýni.

Verð: Sama verð er á öll herbergin eða krónur 175.198 á mann.

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya