Skíðaferðir

hópferðir,hópaferðir,fyrirtækjaferð,útskriftarferð,ferðaskrifstofa,akureyri,ibiza,mexico,portugal,albania,

Beint flug frá Keflavík og Akureyri

í miðjum Hohe Tauern þjóðgarðinum í hjarta Salzburgs héraðs er Gastein dalurinn en þar er að finna einstaklega fjölbreytt og fallegt skíðasvæði sem nú stendur okkar farþegum til boða. Smelltu hérna til að sjá yfirlitskort af svæðinu.

Þar eru skíðabæirnir Bad Gastein og Bad Hofgastein. Bad Gastein er í um 1.000 metra hæð yfir sjávrmáli og Bad Hofgastein stuttu neðar. Gríðarlega fallegt umhverfi sem er einkennandi fyrir þessa tvo smáu skíðabæi þar sem ferskt  fjallaloftið tekur á móti þér.

Bad Gastein er einnig þekktur fyrir Spa aðstöðu sína en ekki bara fyrir skíðin. Stutt frá er Bad Hofgastein sem er lítill og fallegur bær. Þeir eiga það  sameiginlegt að vera litlir og einstaklega fallegir, ekta austurriskir skíðabæir þar sem alla þjónustu er hægt að fá í mat, drykk og skemmtun sem gerir báða bæina að ákjósanlegum dvalarstöðum eftir að góðum skíðadegi líkur.

Skíðasvæði Gastein dalsins þar sem bæirnir eru staðsettir hefur allt fyrir skiðamanninn, brekkur við allra hæfi, hvort sem þu ert byrjandi eða þrautþjálfaður skíða- eða brettamaður. Þá er einnig boðið uppá skíðakennslu við allra hæfi.  Samtals þekja brekkurnar um 220 km. en hæsti punkturinn er í tæplega 2.700 metra hæð.  Það eru um 50 skíðalyftur og kláfar i Gastein dalnum. Frábær valkostur og ærið svæði sem bíður skíða- og brettamanna frá Íslandi.

Fyrir skiðagöngumanninn er Gastein dalurinn einnig spennandi svæði en þar er að finna yfir 45 km af gönguskíðasvæði. Brautirnar eru mismunandi en eiga það allar sameiginlegt að vera i gríðar fallegu umhverfi í fjarlægð frá skiðabrekkunum.  Á kvöldin eru gönguskíðabrautirnar upplýstar, svo fyrir hinn áhugasama göngumann getur skíðatiminn verið ærið langur. Smelltu hérna til að vista niður og geyma yfirlitskort af leiðunum.

Ekki er nema um 100 km keyrsla frá flugvellinum i Salzburg til skíðasvæðisins í Gastein dalnum þar sem ferðaskrifstofan býður nú íslenskum skíðaiðkenndum að reyna hæfni sína og eiga góðar stundir í sérlega fallegu umhverfi.

Nákvæmar tímasetningar fyrir næstu hópferð væntanleg. Verð verða birt síðar. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á póstlista okkar og merkja þar sérstaklega við þessa ferð þannig að þeir fái allar upplýsingar um verð og ferðatilhögun um leið og þær liggja fyrir.

Innifalið í Ferðakostnaði er eftirfarandi:

  • Allt flug með öllum sköttum og gjöldum
  • Akstur frá flugvelli í Salzburg á hótel og tilbaka
  • Gisting á hótelum (sjá gistingu vinnstra megin á síðu)
  • Hálft fæði (morgunmatur og kvöldmatur)
  • Einstaka viðbætur geta fylgt hótelum skv. lýsingu s.s keyrsla á skíðasvæði og margt flr. Vinsamlegast kynnið ykkur hótellýsingar vinnstra megin hér til hliðar
  • Íslensk fararstjórn
headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya