Umsagnir

Trans-Atlantic hefur tvívegis annast þjónustu fyrir kennara við VÍ á síðustu árum. Á árinu 2006 fór fjöldi kennara úr VÍ, MS og HR til St. Pétursborgar í

Umsagnir

Trans-Atlantic hefur tvívegis annast þjónustu fyrir kennara við VÍ á síðustu árum.

Á árinu 2006 fór fjöldi kennara úr VÍ, MS og HR til St. Pétursborgar í Rússlandi á vegum undirritaðs og Jón Ingvars Kjarans, kennara.  Sá  Trans-Atlantic um flug til Eistlands og þaðan til baka.  Allt stóðst að þeirra hálfu, bæði flugtími og annað og verð sem ferðaskrifstofan bauð var mun hagstæðara en aðrir buðu sem leitað var til.

Í mars á árinu 2008 fór sami hópur ásamt fleirum, alls 250 manns, í mikla skoðunarferð til Kína og sáu þá Trans-Atlantic menn aftur um flugið héðan og til Peking.  Allt stóðst varðandi flugið hjá ferðaskrifstofunni og verð var sem fyrr mun hagstæðara en aðrir buðu. 

Óhætt er að gefa ferðskrifstofunni og forráðamönnum hennar hins bestu meðmæli.

Árni Hermannsson kennari við VÍ
Reykjavík 22.01.2009
headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya