Ferðalýsing

Dagur 1.   Flogið frá Keflavik til Tallinn seinni part með Estonian Air frá Keflavík og tékkað sig inn á hótel um 16:30. Dagur 2.   Tallinn, miðaldabær

Ferðalýsing

Dagur 1.  
Flogið frá Keflavik til Tallinn
seinni part með Estonian Air frá Keflavík og tékkað sig inn á hótel um 16:30.

Dagur 2.  
Tallinn, miðaldabær frá 11. öld
Eftir morgunverðinn röltum við um Tallinn, en gamli bærinn sem nær allt til 11. aldar er einstakur, maður dettur aftur í aldir á augabragði.  Við skoðum 16. aldar vegginn  sem umlykur gamla bæinn. Skoðum rétttrúnaðar dómkirkjuna St. Alexander Nevski Cathedral, þá Toompea höllina sem er alþingishús ríkisins í dag og Viru hliðið svo eitthvað sé nefnt. Einnig er gengið meðfram veggnum á Toompea kastala sem er mjög sérstakur. Þá munum við skoða suma af hinum dularfullu og fjölmörgu leynigöngum sem liggja inn í virki Tallinn borgar. Þeir voru notaðir áður i hernaðarlegum tilgang eins og að fylgjast með óvininum, vopna flutningum og hreyfingum óvinanna. Það er ekki ofsögum sagt að gamli bærinn i Tallinn er einhver fallegasti miðaldabæri i Evrópu og er hann á minjaskrá UNESCO. Kvöldið er svo frjálst. Gistum i Tallinn

Dagur 3.  
Laahemaa þjóðgarðurinn og Rakvere kastalinn

Í Laahemaa þjóðgarðinum er landslagið mjög fjölbreytt, allt frá láglendi við ströndina til fossa upp til hæða en markmiðið með þessu garði er að vernda náttúruna og sögulegar minjar.  Við  munum skoða Jagala fossanna og dæmigert  fiskimanna þorp þar sem við munum borða hádegisverð. Ferðin gefur einnig ágæta innsýn í 18. aldar arkitektúr Eistlands út á landsbyggðinni. Komið er við á herrasetrinu Sagadi Manor House sem er dæmigert fyrir  18 - 19. öldina og var byggt af þýskum landeiganda en allt umhverfið er sérlega fagurt. Herrasetrið sjálft er búið  húsgögnum frá 19. öld. Þar munum við smakka á vín sem gert er úr berjum af svæðinu. Þá skoðum við miðaldarkastalann Rakvere. Þar mun á móti okkar taka leiðsögumaður í klæðnaði frá miðöldum og leiða okkur í gegnum kastalann sem er frá 15. öld. Hérna gefst okkur tækifæri til að sjá hvernig handverksmenn unnu hér áður á miðöldum. Svo er farið í  verksmiðju er framleiðir lín og þar er hægt að kaupa það sem framleitt er t.d  borðdúka og handklæði á mjög góðu verði.  Við förum svo aftur til Tallinn og gistum þar.

Dagur 4.  
Eistneska byggðasafnið,  Rocca al Maare og  Kadriorg höll.
Eistneska  byggðasafnið er í um 20 mínútna keyrslu frá miðborg Tallinn. Farið er út fyrir borgina. Þar má sjá einstakt safn eistneskra bygginga á 79 hektara svæði og er það  einstaklega vel staðsett við sjóinn. Gengið er í gegnum fallegt skógarsvæði við ströndina þar sem sjá má ósvikin 18 -19. aldar arkitektúr s.s bændabýli, vind- og vatnsmyllur og kapellur ásamt húsgögnum og húsmunum frá þessum tíma. Bændabýli frá ýmsum tímum eru einnig þarna til sýnis. Þarna er gott veitingahús er framreiðir ýmsa þjóðlega rétti.  Þá er hægt að versla ýmsa handunna muni og svo er tilvalið að smakka á mat þeirra heimamanna i þorpinu Tavern. Eftir hádegi  skoðum við Kadriorg höllina sem er listasmíði. Rússneski keisarinn Pétur fyrsti byggði höllina 1718 til heiðurs Katrínu eiginkonu sinni og var þetta sumardvalarstaður þeirra lengi. Arkitektinn var ítalinn Noccolo Michetti sem siðar kom að byggingu Peterhof hallar í St. Pétursborg. Sagt er að keisarinn hafi sjálfur lagt fyrsta steininn. Í dag hýsir höllin málverkasafn eistneska þjóðminjasafnsins. Þar má finna meira en 900 vestur evrópsk og rússnesk málverk frá 16 - 20. öld. , meira en 3.000 höggmyndir og um 1.600 skreytta listmuni s.s söguleg húsgögn, glerverk og margt flr. Blómagarðurinn fyrir aftan höllina hefur verið endurgerður í 18. aldar stíl og er opinn gestum á sumrin.  Við skoðum rústir St. Birgitte klaustursins og einnig er munum við sjá Olympiu höfnina.

Dagur 5.  
Tallinn- Narva – Pétursborg
Keyrum frá Tallinn á leiðis til Pétursborgar. Eftir um 3 tíma akstur komum við til landamæra bæjarins Narva. Þar stoppum við og skoðum Narva kastalann og safnið. Í Narva er sá bær  með sem hefur flesta  Rússar i Eistlandi og hefur svo verið i langa tíð. Bærinn hefur verið oft verið miðpunktur þeirra stríða sem hafa átt sér stað i Eistlandi  og hefur  töluverður hluti bæjarins þvi verið lagður i rúst.  Narva kastali er byggður við ánna sem skilur að Rússland og Eistland. Safnið í Narva gefur okkur innsyn i sögu svæðisins, samspil landanna  tveggja  og þau átök sem átt hafa sér stað við landamærin. Við komum svo til Pétursborgar um eftirmiddaginn og förum inná hótel þar sem við gistum.

Dagur 6.  
Skoðunarferð um Pétursborg

Við hefjum daginn á einstakri skoðunarferð um Pétursborg. Skoðum hinar einstaklega fögru barokk hallir, myndrænu síkin, breiðgötur, tígulegra dómkirkjur, ótrúleg söfn og listagallerí. Borgin sem var reist af  Pétri mikla í byrjun 18. aldar var byggð á miklu svæði mýra og smáeyja og var höfuðborg Rússlands í ein 200 ár. Þá má nefna virki Peter og Paul þar sem margir úr Romanov fjölskyldunni eru grafnir. Það má segja að upphaf borgarinnar megi rekja til virkisins þar sem borgin byggðist  innan virkismúranna sem Pétur mikli lét reisa. Við virkisvegginn er barokk kirkja sem inniheldur leifar Péturs mikla og margra annara úr hinnu konunglegu Romanov fjölskyldu.  Við skoðum Nevski breiðgötuna, frægustu breiðgötu borgarinnar, Vetrarhöllina og glæstar byggingar frá fyrri öldum. Þá skoðum við hverfin þar sem m.a hafa búið Rasputin, Dostoyeski , prinsar, greifar og annað hefðarfólk. Við munum skoða  helstu kennileiti borgarinnar m.a St. Isaacks kirkjuna sem tekur 10.000 manns. I þessarri einstöku byggingu má finna 112 súlur sem vega hver um sig 114 tonn og 400 styttur og listaverk. Pétursborg er borg síkja, að skoða borgina frá ánni er einstakt og munum við sigla eftir  sikjum borgarinnar, byrjum við Pevchesky brúnna og förum eftir Moika ánni inn eftir Fontaka og Griboedova síkinu. Við munum sjá herrasetur, hallir og heyra um þeirra fyrri eigendur, Tsars og prinsa. Í þessari bátsferð munum við sigla undir meira en 30 brýr sem hver og ein hefur sína sögu. Við gistum i Pétursborg.

Dagur 7.  
Pétursborg - Hermitage safnið

Við skoðum hið stórkostlega Hermitage safn sem er stærsta og eitt þekktasta safn í heimi en það er að mestu leyti til húsa í hinni stórkostlegu Vetrarhöll (byggð á árunum 1754-1762), sem var lengi vel opinbert heimili rússnesku keisarafjölskyldunnar. Sýningarsvæðið fyllir meira en 350 hallir. Hið gríðarlega magn af safnmunum eða u.þ.b 3 milljónir hluta, sýnir þverskurðinn af vestrænni list eins og hún leggur sig frá steinöld að 20. öldinni. Þarna má sjá fágæt verk eftir Rembrandt, Picasso, Ruben, Matisse og flr.  Á safninu eru einnig stórar og fjölbreyttar deildir sem eru tileinkuð egypskum, rússneskum, forsögulegum og austrænum tímum og menningu. Loks eru ávallt í gangi tímabundnar sýningar sem fjalla um samtímalist hverju sinni.  Eftirmiðdegið er frjálst, gist í Pétursborg

Dagur 8.  
Peterhof, gimsteinn rússneskrar lista

Peterhof er gimsteinn rússneskara lista, bær, skrúðgarðar, hallir og gosbrunnar.  Peterhof er staðsett rétt fyrir utan Pétursborg og er í dag mikill háskólaborg með u.þ.b 109 þúsund íbúa.  Borgin er einna þekktust fyrir höll Katrínar miklu. Glæsilegri og íburðarmeiri bygging en höll Katrínar er vandfundin. Fyrir utan glæsilegann byggingarstílinn sem lætur engan ósnortin má finna í höllinni konunglegar gersemar og listaverk. Það var hérna sem rússneski keisarinn dvaldi á sumrin sé til ánægju og yndisauka. Garðurinn umhverfis höllina gefur sjálfri höllinni lítið eftir í glæsileik sínum. Hann er frá 18. og 19. öld og endurspeglar meistaraverk rússneskrar  garðhönnunar. Brýr, tjarnir, gosbrunnar og gróður af öllum stærðum og gerðum er samansett á snilldarlegan hátt svo úr verður meistaraverk sem varla á sinn líka. Verkhniy skrúðgarðurinn og Nizhný garður sem  eru rétt utan við höll Katrínar miklu eru hrein meistarverk í landslagshönnun; þar má finna yfir 150 brunna, 4 minnismerki og 10 söfn svo eithvað sé nefnt.  Ferð til Peterhof lætur engan ósnortin. Við gistum í Pétursborg.
ATH. Þeir sem vilja fara inn í Höll Katrínar Miklu þurfa að borga aukalega 13,50 Evrur á mann.

Dagur 9.  
Péturborg – Keflavík

Morgunverður á hóteli og frjáls tími fram að brottför.
Þetta er lokadagurinn í ferðinni og flogið er beint frá Pétursborg með Icelandair til Keflavíkur.
headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya