Flýtilyklar
Rússland og Lettland
Rússland - Pétursborg, Moskva og sveitir landsins
Lettland - Riga og heimsókn til Jurmala
Komdu með í einstaka ferð þar sem þér gefst tækifæri á því að upplifa tvær merkilegustu borgir Rússlands, Pétursborg og Moskvu.

Pétursborg , er ein án efa ein fallegasta borg Evrópu, stórkostleg borg með mikla sögu og er önnur stærsta borg Rússlands.. Þá er hún mikil menningar og listaborg með glæsi hallir, fagra garða og miðaldabyggingar og má þar nefna Peterhof sem enginn sem kemur til Pétursborgar má láta fram hjá sér fara. Auk þess má nefna Sumarhölli og Sumargarða Péturs Mikla, Mikhail's Kastala og Marble Höllina. Þar má einnig sjá virki, Dómkirkjur og hið heimsfræga Hermitage safn, það stærsta í heiminum. Þá er borgin þekkt fyrir ballet og tónlistarviðburði. Pétursborg hefur alla tíð verð alþjóðleg menningarborg þar sem erlend menning hefur sett mikinn svip á borgina, það má sjá ma.a á mannvirkjum hennar stórkostlegum byggingum og hengibrúm. Um 6 milljónir manna búa í Pétursborg sem oft heft verið kölluð Feneyjar norðursins , en rekja má aldur hennar allt til ársins 1703. Við skoðum það markverðasta sem borgin hefur uppá að bjóða.
Moskvu hýsir rauða torgið, Kreml, basiliku heilags Basils, menjar um kalda stríðið, einstaka matarmenningu og margt annað. Þá geymir borgin einstakar perlur eins og Zaryadine garðinn sem var hannaður af hópi alþjóðlegra landslagsarkitekta, sjáum neðanjarðar lestarstöðvar sem eru í raun einstök listaverk, hver og ein.
Á leiðinni frá Keflavík til Rússlands gistum við eina nótt á útleið í Riga á snotru hóteli við flugvöllinn og fljúgum að morgni næsta dags til Pétursborgar. Á leiðinni frá Moskvu fljúgum við aftur til Riga þar sem við gistum eina nótt til viðbótar. Komið er til Riga cirka 11:25 fyrir hádegið og frá flugvelli í Riga er farið beint í yndislega ferð til Jurmala sem er fallegur strandbær í Lettlandi en þar er margt að sjá og upplifa. Borðum hádegismat þar og höldum svo aftur til Riga á hótelið okkar. Eftir innritun þar gefst hverjum og einum kostur á því að eiga frjálsa stund til að upplifa þessa dásamlegu höfuðborg Lettlands en gamli bærinn er mikið augnayndi og heimafólkið alveg sérlega vinsamlegt við gesti.
Áætlaður ferðakostnaður í svona ferð cirka:
Verð per mann í tveggja manna herbergi krónur 368.800
Verð í eins manns herbergi krónur 443.600
Innifalið:
Allt flug ásamt öllum sköttum og gjöldum
4* hótel með morgunmat
Hálft fæði I Rússlandi
Lest, rúta, sigling, aðgangur þar sem við á skv ferðalýsingu
Hádegismatur í Riga
Enskumælandi farastjóri og íslensk fararstjórn
ATH. Hægt er að fá Visa áritun í gegnum netið
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest