Gisting

Heimilisfang: Rua da Alegria 685-689, Porto 4000-046 Símanúmer: +351 22 5194800 Hotel Tryp Porto Centro er einnig þekkt sem Sol Melia Porto Centra.

Hotel Tryp Porto Centro ***

Heimilisfang: Rua da Alegria 685-689, Porto 4000-046
Símanúmer: +351 22 5194800

Hotel Tryp Porto Centro er einnig þekkt sem Sol Melia Porto Centra. Hótelið er staðsett í miðju borgarinnar nærri hinni þekktu Santa Catarina breiðstræti þar sem flestar og bestu verslanir í Porto eru staðsettar. Hótelið er í göngufjarlægð við mörg helstu kennileiti borgarinnar

Hótelið býður upp á 62 herbergi á 5 hæðum. Öll hafa þau sér baðherbergi með hárþurrku, síma, gervihnattarsjónvarp, öryggishólf og minibar á herbergi, herbergisþjónustu, loftræstingu og internet aðgang

Hótelið býður upp á ráðstefnuaðstöðu, þvottaþjónustu, veitingastað, bar, barnapössun, 24 klst. afgreiðslu í lobbý, töskugeymslu og ýmislegt flr. Vinsamlegast athugið gestir þurfa að borga sumt sérstaklega af því sem hér er talið upp

Nálægt hótelinu er einnig að finna golfvelli, skvass- og tennisvelli

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya