Ferðalýsing

1 Dagur   Komum til Porto, gistum þar. Í Porto er hægt að velja um tvö hótel til að gista á; Hótel Tryp Porto Centro 3 stjörnur og Hótel Vila Galé sem er

Ferðalýsing

1 Dagur   
Komum til Porto, gistum þar. Í Porto er hægt að velja um tvö hótel til að gista á; Hótel Tryp Porto Centro 3 stjörnur og Hótel Vila Galé sem er 4 stjörnur

2 Dagur
Keyrum til Braga sem er þekkt undir nafninu hin Portúgalska Róm vegna fagurra bygginga og garða. Þaðan förum við svo til Amares héraðsins með sín fallegu og gömlu þorp sem og einstæðu náttúru. Héraðið er þekkt fyrir Vino verde  eða Græn vín. Við munum koma við á Quinta Solar das Bourcas Estate setrinu þar sem slík vín eru framleidd og fáum að smakka þeirra framleiðslu.

Ökum sem leið liggur til þjóðgarðsins Geres. Þar eigum við þess kost að skoða svokallað Environmental Education Centre of Vidoeiro, þar sem hægt er að fræðast um þjóðgarðinn bæði í myndum og máli. Geres  er einn þekktasti þjóðgarður Portúgals og er hann 700 km2 á stærð. Umhverfið einkennist af  skógum, fjöllum, dölum, ám og vötnum. Þá er dýralíf þar fjölbreytt en ma. má þar finna erni, villihesta og  dádýr. Soajo er einn þekktasti staður garðsins og þá helst  fyrir svokallað espigueiros  sem eru steinhús með krossi ofan á en þetta eru ævagömul mannvirki.
Dagurinn endar svo á Hotel Universal Geres sem er 3 stjörnur en þar gistum við

3 Dagur
Gengið í þjóðgarðinum svokallaða Miradouros leið. Gist á Hotel Universal Geres.

4 Dagur
Gengið í þjóðgarðinum svokallaða Currais  leið. Aftur gist á Hotel Universal Geres.

5 Dagur
Nú keyrum við til Douro sem er þekktasta vínekrusvæði Portúgals eins og áður hefur verið greint frá. Við förum til Amarante og Mesao Frio. Í Douro dalnum má  finna heimsfræg vín og jafnframt þau bestu í  Portúgal. Náttúrufegurð svæðisins er einstök og er vínekrusvæði Douro það eina í heiminum sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Við munum fara inná Tabuaco svæðið sem einkennist  af litlum þorpum, sem eru þekkt fyrir merkar menjar mörg hver og ekki síður fyrir vínframleiðsluna. Við munum enda daginn með því að skoða Quinta do Monte Travesso setrið og smakka á framleiðslunni. Þennan dag er gengið en einnig keyrt. Hádegismatur og kvöldmatur innifalin. Vínisvæðin, gömlu þorpin, fólkið,  fjöllinn, gróðurfarið, allt myndar þetta einstaka upplifun. Gistum á Hotel Residential

6 Dagur
Brottfarardagur

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya