Ferðalýsing

Dagur 1 Flug frá Íslandi til Kína. Dagur 2 Komið til Beijing. Farþegum ekið upp á hótel. Farið yfir dagskrá ferðinnar síðdegis og gengið frá

Ferðalýsing

Dagur 1
Flug frá Íslandi til Kína.

Dagur 2
Komið til Beijing. Farþegum ekið upp á hótel. Farið yfir dagskrá ferðinnar síðdegis og gengið frá vegabréfsáritun til Norður-Kóreu. Sameiginlegur kvöldverður.

Dagur 3
Morgunverður, ekið til flugvallar og flogið til Pyongyang – höfuðborgar Norður-Kóreu. Innlendir fararstjórar taka við hópnum að lokinni tollskoðun og öðrum formsatriðum. Ekið að minnisvarðanum um Kim Il Sung og þaðan að Sigurborganum, þaðan að Vatnagarðinum fræga og að lokum á hótel. Sameiginlegur kvöldverður. Hótel: Pyongyang Yanggakdo

Dagur 4
Morgunverður. Ekið að Kumsuasan Minngarhöllinni (grafhýsi Kim Il Sung) og þaðan að garðinum til minningar um píslarvotta byltingarinnar. Hádegisverður. Eftir hádegisverð verða Moranbong hæðir heimsóttar og æskuheimili Kim Il Sung, Juche turninn og farið með neðanjarðarlestinni milli borgarhluta. Sameiginlegur kvöldverður.

Dagur 5
Morgunverður. Ekið til Kaesong, landamæraborg Norður- og Suður-Kóreu. Þar verður ,,hlutlausa beltið” á 38° breiddargráðu heimsótt og skoðað en það skiptir Norður- og Suður-Kóreu. Eftir það verður ekið til Pyongyang og skoðað Hersafnið, stríðminnismerkin og USS Pueblo.  Sameiginlegur kvöldverður.

Dagur 6
Morgunverður. Ekið til flugvallar og flogið til Beijing. Flutningur frá flugvelli að Beijing Feitian Hótel 4*

Ferðahlutinn um Kína hefst daginn eftir sem verður þá Dagur 7 í ferðinni.

Dagur 7
Morgunverður. Skoðunarferð á Tiananmen torg, Forboðnu borgina og að Hofi himinsins.  Hádegisverður og kvöldverður

Dagur 8
Morgunverður, ferð að Kínamúrnum, gröfum Ming keisaranna.  Hádegisverður og kvöldverður, Peking Duck veisla

Dagur 9
Morgunverður, heimsókn í Hutong með rickshaw.  Hádegisverður, heimsókn í Sumarhöllina og kvöldverður á kínverskum veitingastað

Dagur 10
Morgunverður, farið út á flugvöll og flogið til Xian.  Skoðunarferð um Villtu Pagóðuna, Gamla Borgarveggin og Moskuna.  Hádegisverður og kvöldverður.  Gist á 4* Xian Huashan hóteli

Dagur 11
Morgunverður, Leirherinn skoðaður.  Hádegisverður og kvöldverður, Dumplings. 

Dagur 12
Morgunverður, flogið til Guilin.  Farið í Rauða Flautuhellinn og Fílahæðina.  Gist á 4* Guilin Plaza hóteli

Dagur 13
Morgunverður, siglt með Cruiser á Li ánni.  Hádegisverður um borð.  Farið til Yangshuo.  Kvöldverður

Dagur 14 
Morgunverður, flutningur á flugvöll og flogið til Bejing og þaðan áfram heim til Íslands via Kaupmannahöfnheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya