Ferðalýsing

Dagur 1 - 6 September Lagt af stað frá Keflavík til Ósló og þaðan er flogið til Kathmandu, höfuðborgar Nepal. Farþegar verða sóttir á flugvölinn og

Ferðalýsing

Dagur 1 - 6 September
Lagt af stað frá Keflavík til Ósló og þaðan er flogið til Kathmandu, höfuðborgar Nepal. Farþegar verða sóttir á flugvölinn og keyrðir á náttstað sem er hið fræga Kópan Klaustur. Klaustrið var áður í eigu nepölsku konungsfjölskyldunnar og var aðsetur stjörnufræðinga fjölskyldunnar en er nú Budda-klaustur að Tíbet-Buddista sið. Þaðan er fallegt útsýni yfir höfuðborgina Kathmandu.Dagur 2 - 7 September
Eftir morgunverð verður haldið í skoðunarferð um borgina: Kathmandu Durbar torg (á heimsminjaskrá UNESCO) og skoðum hallir, garða og musteri (byggt frá 1200 til 1768) skreytt með hundruðum erótískra muna og listaverka sem geyma sögu, trú og menningarlíf nepala frá þessum tíma. 
Þaðan er haldið upp á hæð vestur af Katmandu og þar skoðuð hin mikla Stupa (á heimsminjaskrá UNESCO) Swayambhunath er var byggð fyrir um 2.500 árum. Þaðan höldum við til Bhaktapur áður höfuðstaður Kathmandu dalsins. Borgin var áður blómstrandi viðskiptaborg á leiðinni til Tíbet og hefur haldið best sínum sérkennum og klassískum miðaldastíl vegna staðsetningar sinnar. Hún er staðsett austur af kathmandu-dalnum um 14 kílómetra í burtu og þar skoðum við markaði með handverk og vefnað frá ýmsum héruðum, Tíbet, Nepal og Indlandi. Gist um nóttina í Kópan klaustrinu.Dagur 3 - 8 September
Eftir morgunverð, skoðunarferð til Boudhanath (heimsminjaskrá UNESCO) Þetta er stærsta stúpa í Nepal og ein sú stærsta í heimi og er austur af Katmandu dalnum. Hún var byggð af  Lichchhavi Mana Dev konungi á 5 öld. The Rinpoches (buddiskir kennarar, lamar) sem að hafa sest að hér hafa endurbyggt Boudhanath og stofnað eina helstu og mest blómstrandi miðstöð (centers) fyrir Tíbet-buddisma í heimi. Þessi forna stupa er 36 metra há. Á heimleiðinni skoðum við Pashupatinath Musteri (líka á heimsminjaskrá UNESCO). Þetta musteri er helgað Guðinnum Shiva og er einn helgasti staður hindua. Það er staðsett um 5 kilómetra austur af borgini á bökkum hins helga fljóts Bagmati. Þúsundir pílagríma koma að hofinu ár hvert á fæðingardegi Shiva. Þeir sem eru annarar trúar en hindua-trúar fá ekki inngöngu inn í musterið. Gisting í Kópan-klaustrinu.Dagur 4 - 9 September
Eftir morgunverð verður lagt af stað til Chitwan Þjóðgarðsins um 190 km frá Katmandu (áætlaður tími 5 ½klst.) í loftkældri og þægilegri rútu. Hin konunglegi Chitwan þjóðgarður “The Royal Chitwan National Park” er einn stærsti og með fjölbreyttasta dýralíf í allri Asíu. Um 50 tegundir spendýra eru innan þjóðgarðsins og mörg þeirra í útrýmingar- hættu. Svo sem nashyrningar , Bengal-tígrisdýrið, ferskvatns-höfrungar og afar sérstakir krókódílar og fleiri. Um 450 fuglategundir hafa verið taldir í þjóðgarðinum sem að er 38% af fuglum sem finnast  í álfunni. Við munum gista hér á hóteli “Safari Narayani Hótel” sem stendur við bakka árinnar Rapti með útsýni yfir fljótið og þjóðgarðinn í baksýn, en við komuna á hótelið verður framreiddur hádegisverður (fixed menu). Við munum svo fara í stutta heimsókn til fílanna (fílahúsin, elephant stable) . Síðdegis förum í heimsókn til frumbyggja þjóðgarðsins í þorpið Tharus Village. Ræktarlönd og þorp hafa sinn sérstaka púls, einsog tíminn hafi ekki verið fundinn upp einsog við vesturlandabúar þekkjum  hann. Þegar við snúum til baka  er öllum frjálst að hvíla sig eða njóta félagskapar umhverfis hótelið og fljótlega þar á eftir verður framreiddur kvöldverður (fixed menu). Gisting á “Safari Narayani Hótel

Dagur 5 - 10 September
Vöknum við sólarupprás. Eftir morgunverð verður riðið á fílum um Þjóðgarðinn og dýralífið og náttúran skoðuð af fílsbaki (ferðin tekur um 1 og ½ klst). Við munum oft koma auga á dýr þar sem þau eru fjöldamörg og dásamlegt að sjá þau í sínu náttúrulega umhverfi. Í lok ferðarinnar verður komið við á sérstökum klakstöðvum krókódíla. Allir leiðsögumenn í Chitwan eru líka náttúrufræðingar og þjálfaðir leiðsögumenn um þetta svæði. Frá klakstöðvunum munum við fara í stutta göngu eftir ákveðnum stígum og skoða fótgangandi dýr og fugla en leiðsögumaðurinn gengur á undan til að athuga með hreyfingu dýra og er öllum ráðlagt að fara í öllu að hans fyrirmælum. Athugið að hverjum og einum er í sjálfsvald sett í hvaða ferð hann fer. Hádegismatur á hótelinu og stutt hvíld. Síðdegis eru fílarnir baðaðir í Rapti ánni og velkomið að skrúbba fílana og hjálpa til en fílaböð eru oft heilmikil skemmtun.
Kvöldverður á hótelinu með útsýni yfir fljótið. Gisting á “Safari Narayani Hótel”Dagur 6 - 11 September
Vöknum við sólarupprás borðum morgunverð og höldum svo í kanó-siglingu frá hótelinu til Kasara. Siglingin er á Rapti fljótinu um 5 km og gefst hér einstakt tækifæri til að skoða fugla og dýralíf á bökkum árinnar. Siglt er í algjörri þögn. Hádegisverður á hótelinu. Síðdegis má fara með safari-jeppum í skoðunarferð um þjóðgarðinn en sá ferðamáti er einna öruggastur. Kvöldverður á hótelinu. Gisting á “Safari Narayani Hótel”Dagur 7 - 12 September
Morgunverður á hótelinu og svo er haldið af stað með rútu frá Chitwan þjóðgarðinum til Pokhara um 5 klst keyrsla. Ef Katmandu er miðstöð menningar og lista í Nepal þá er Pokhara miðstöð ævintýranna. Einstaklega lífleg borg sem hreiðrar um sig undir tignarlegum  tindum Annapurna fjallgarðsins í friðsælum dal, um 200km vestur af Katmandu. Héðan leggja ferðalangar af stað í margar af vinsælustu gönguferðum Nepals. Pokhara er fræg fyrir náttúrufegurð. Kyrrð og friðsæld við Phewa vatnið, undir hinu stórfenglega “fishtailed summit of Machhapuchhre” fjalli (6.977mtr), rís þar í öllu sínu veldi. Kyrrðin, krafturinn og fegurðin hér verður ekki með orðum líst. Það er helst að á svona stað verði til orð eins og “kraftbirtingahljómur Guðdómsins” eins og Halldór Kiljan Laxnes komst að orði í sinnu ágætu skádsögu Heimsljós. Við munum  dvelja við Phewa vatnið á 5 stjörnu hóteli “The Fishtail Lodge – Pokhara.

Dagur 8 - 13 September
Nú hefjum við létta 4 daga göngu sem kölluð er “The Prince´s Trek” Þetta er ganga sem að börn 9 – 10 ára geta gengið auðveldlega. Nafn sitt dregur hún af því að Karl Bretaprins gekk hana á 3 dögum og að henni lokinni varð honum að orði “þetta er nú sú ljúfasta ganga sem hef nokkru sinni gengið”. Allur búnaður og matur er innifalin í verði: tjöld (2 saman í tjaldi) eldhústjald, klósett-tjald, dýnur, svefnpokar, borð, stólar, og eldunaráhöld. Fjallaleiðsögumaður / ferðastjórnandi, kokkur, Sherpar sem bera farangurinn og hjálparkokkar. Eftir morgunverð keyrum við þangað sem að ferðin byrjar, hittum leiðsögumenn og Sherpa og höldum af stað. Göngum Bhumdi leiðina og gistum um nóttina í tjald-búðunum. Dagur 9 - 14 September
Göngum í nágrenni Panchase vatni.
Gistum í tjaldbúðum.

Dagur 10 - 15 September
Göngum Bhadure.
Gistum í tjaldbúðum

Dagur 11 - 16 September
Ljúkum göngunni og keyrum til Pokhara.
Gistum á hótel “Fishtail Lodge – Pokhara.”

Dagur 12 - 17 September
Frjáls dagur í Pokhara
Gisting á “Fishtail Lodge – Pokhara”

Dagur 13 - 18 September
Morgunverður á hótelinu.
Flogið frá Pokhara flugvelli til Kathmandu (um 30 mín)
Hittumst fyrir utan flugstöðina og keyrum á hótelið.
Gistum um nóttina í Tamil hverfinu í Katmandú  á “Kathmandu Guest House”

Dagur 14 - 19 September
Flogið frá Kathmandú til Ósló og frá Ósló heim til Keflavíkur.
headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya