Aðeins um ferðina

Ferðaskrifstofan býður nú upp á hreint út sagt frábæra ferð til Nepal þar sem þátttakendur njóta einstaklega heillandi mannlífs og töfrum líkasta náttúru

Aðeins um ferðina 6 - 19 September 2014

Ferðaskrifstofan býður nú upp á hreint út sagt frábæra ferð til Nepal þar sem þátttakendur njóta einstaklega heillandi mannlífs og töfrum líkasta náttúru þessa lands við rætur Himalæja-fjalla.

Í höfuðborginni Katmandú skoðum við menningararfleifð nepala, hallir og musteri skreytt erótískum listmunum, garða og fornar Búdda-stúpur. Gistum í Búddaklaustri hjá lömum og öðrum kennurum sem iðka hefð Dalai Lama en margar ólíkar hefðir eru í Buddisma.

Keyrum svo niður til  konuglega  Chitwan þjóðgarðsins og förum í safari á jeppum og skoðum eitt fjölbreyttasta verndarsvæði fugla og dýra í Asíu. Við dveljum þar í 2 daga og skoðum þorp þar sem tíminn hefur staðið í stað og siglum á knanó eftir fljótinu. Ríðum á fílum til að sjá betur yfir en dýr eru fjöldamörg og einstaklega gott og öruggt að sjá þau af fílsbaki.

Þaðan hölum við til Pokhara. Þar gistum við við stöðuvatn í hinum friðsæla Pokhara dal undir hinum hátignarlegu Himalæjafjöllum, nánar tiltekið Annapurna fjallgarðinum. Þar hefjum við létta 4 daga göngu, eða "The prince´s Trek". Ferðin ber nafn sitt vegna ummæla karls bretaprins sem varð að orði er hann hafði lokið göngunni " Þetta er sú ljúfasta ganga sem ég hef nokkru sinni gengið".

Ferðin er als ekki erfið og 10 ára krakkar ganga hana auðveldlega, Serpar bera allan búnað og vanir fjallaleiðsögumenn eru með í för. Nepal er paradís fyrir náttúruunnendur og algjörlega nauðsynlegt að taka myndavél með í þessa ferð. Monsúntímanum er lokið og blómin farin að brosa á móti sólinni og hitinn bara þægilegur.

Sjá hótel og nánari Ferðalýsingu hér til hliðar.

FERÐAÁÆTLUN 06 - 19 SEPTEMBER 2014

Flug  Brottför  Dags  Koma 
Dags 
FI-592 Keflavík 06.09.14 - 00:00 Osló
06.09.14 - 00:00

Osló 06.09.14 - 00:00 Kathmandu
07.09.14 - 00:00
  Kathmandu 19.09.14 - 00:00 Osló   19.09.14 - 00:00
FI-593 Osló 19.09.14 - 00:00 Keflavík   19.09.14 - 00:00 


Herbergistegund  Almennt verð  Vildarverð
Eins manns herbergi   Í vinnslu  Í vinnslu
Tveggja manna herbergi  Í vinnslu  Í vinnslu


Afslátturinn dregst frá því verði sem uppgefið er í bókunarferlinu en til að fá hann þarf að hafa samband við Ferðaskrifstofuna sem leitar staðfestingar hjá Vildarklúbbi 365 um að farþegi / bókunaraðili sé með virka áskrift

Innifalið í verði:
 • Þriggja nátta gisting í Kópan klaustrinu með fullu fæði.
 • Þriggja nátta gisting hótel Safari Narayani (Chitwan þjóðgarðinum) með fullu fæði.
 • Þriggja nátta gisting á Fishtail Logde, Pokhara með morgunverði.
 • Ein nótt gisting á Katmandu Guest House með morgunverði.
 • Skoðunarferðir samkvæmt ferðaáætlun hér að ofan með enskumælandi leiðsögumanni.
 • 1 vatnsflaska á dag.
 • Allur matur (morgunverður, hádegisverður, kvöldverður, te og kex á 4 daga göngu “Prince´s Trek”
 • Tjöld miðað við 2 í tjaldi, öll tjöld, eldunnarbúnaður, dýnur, svefnpokar, borð og stólar WC tjald og eldunnartjald. Þjónusta leiðsögumans kokks og burðamanna, Sherpa og annara aðstoðarmanna. 
 • Rúta til og frá upphafsstað göngunnar. 
 • Tryggingar fyrir Sherpa og leiðsögumenn.

Ekki innifalið í verði:
 • kostnaður ef slys ber að höndum í ferðinni.
 • kostnað af tryggingu fyrir einstaklinga svo sem lækniskostnað, björgunarkostnaður, fyrir þyrlu og þessháttar.
 • Engan kostnað af persónulegum tækjum eða hlutum á göngunni.
 • Engan kostnað af persónulegum toga svo sem áfengum drykkjum, gosdrykkjum, þvotti, símareikningum, þjórfé til Sherpa.
 • Allur kostnaður sem ekki er talin upp hér að ofan.
headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya