Flýtilyklar
Aðeins um ferðina
MALTA OG SIKILEY 2 - 12 OKTÓBER
Einstök náttúrufegurð, stórkostleg menning, saga og iðandi mannlíf. Tvær spennandi eyjar í sömu ferð
Lýðveldið Malta er eitt suðlægra landa við Miðjarahaf og í cirka 80 km fjarlægð frá Sikiley en 333 km norður af Líbíu í Afríku. Flatarmál Möltu nær yfir 316 km2 sem gerir landið eitt af minnstu löndum heims en að sama skapi með mesta mannfjölda per hvern ferkílómetra. Höfuðborg Möltu er Valetta og opinbert tungumál landsins er bæði Enska og Maltneska.
Malta á sér slíka sögu enda staðsetning landsins með þeim hætti að það hefur ærið oft verið bitbein hinna stóru í gegnum aldirnar allt frá föníkiumönnum til Rómverja, Araba, normanna, Arongesa, Habsborgara frá Spáni, Jóhannesar riddaranna, Frakka og loks Breta. Malta varð sjálfstæð og laus undan Bretum 1964 og formlega stofnað sem lýðveldi 1974. Landið gekk inn í Sameinuðu Þjóðirnar 1964, Evrópusambandið 2004 og varð formlega hluti af myntsamstarfi Evrópu árið 2008.
Malta býr yfir mikilli sögu sem kristin þjóð og er í dag hluti af hinum Heilaga Sæ (Apostolic Sea) í gegnum Vatikanið í Róm sem á rætur sínar að rekja til þess að Sankti Páll varð forðum skipsreka á Möltu og kaþólska er hin opinbera trú landsins.
Malta er einn af mest spennandi áfangastöðum sem hægt er að heimsækja við Miðjarahaf með fjöldan allann af sögulegum menjum og minnismerkjum eins og t.d Megalithich hofið sem er eitt elsta standandi mannvirki sögunnar í dag, miklum og þróuðum aðbúnaði og svæðum fyrir ferðamenn og þar er að finna 9 kennileiti á heimsminjaskrá UNESCO. Malta er nýr áfangastaður hjá okkur og svo sannarlega þess virði að sækja heim. Sólastundirnar á Möltu eru yfir 3.000 talsins á ári sem gerir að jafnaði yfir 8 klst á dag en fjöldi sólarstunda er einn sá mesti í Evrópu. Þá skemmir hitinn ekki fyrir sólarþyrstum íslendingum sem þangað vilja fara en meðalhitinn í Maí eru 25 gr. á Celsís, 27 gr. í Júní, 29 gr. í Júlí og hæstur í Ágúst eða 31 gráða. Í September er hitinn um 27 gráður og loks í kringum 24 - 25 gráður í Október.
Sikiley er stærsta eyjan í Miðjarahafinu og ein af perlum Ítalíu. Hún er land andstæðna og öfga. Hún hefur svo mikið upp á að bjóða, ríka 3.000 ára gamla sögu, náttúrufegurð, menningu, afþreyingu og síðast en ekki síst fólkið sjálft sem byggir Sikiley, en það rekur ættir til ýmisa landa og er því sambland margskonar menningar strauma.
Frakkar, Bretar, Spánverjar, Germanir, Arabar, Grikkir og Rómverjar hafa allir sett mark sitt á eyjuna og má finna menjar þeirra á ýmsum stöðum á Sikiley. Eyjar er í raun eitt stórt safn og þar má sjá nánast allar menningar og strauma sem má sjá í Miðjarahafi en hvergi í sögunni getur að líta jafn fjölbreytta arfleið og þá sem finna má á Sikiley.
Eitt frægasta kennileiti eyjunnar er eldfjallið Etna sem gnæfir yfir allt og alla, en eyjar er fjöllum prýdd og þar má finna skógi vaxin fjöll, hæðir, fagrar sveitir og dali. Ekki eru svo síðri litlu sveitaþorpin inni í landi eða fiskiþorpin við ströndina. Þá er fögur strandlengjan með tærum sjónum augnayndi hvert sem er litið.
Stærstu borgirnar eru Catania og Palermo en þar má finna fagrar byggingar frá fyrri öldum, steini lagðar göturnar og æði fjölbreytta matargerð enda Sikiley þekkt fyrir sína töfrandi matargerð og úrval. Hvort sem þú vilt rölta um í borgum, kynnast litlum þorpum, sitja á kaffi eða veitingahúsi og virða fyrir þér mannlífið, dást að náttúrunni, liggja á ströndinni nú eða fara í gönguferð um sveitirnar, þá er Sikiley kjörin fyrir þig enda allt þetta að finna á þessari fallegu og heillandi eyju. Þá skemmir ekki að hitastigið á Sikiley er mjög gott og í reynd svipað og er á Möltu eða yfir 20 gráður í Október mánuði þegar við förum í þessa dásemdar ferð.
Takmarkaður sætafjöldi.
INNIFALIÐ Í FERÐAKOSTNAÐI ER:
- Flug með tösku skv ferðalýsingu
- Hótel með morgunmat
- Allar ferðir skv ferðaáætlun
- Aðgangur þar sem við á
- Hálft fæði / kvöldmatur á Möltu og Sikiley
- Kvöldverður á sjávarréttar veitingastað á Möltu
- Ferjan frá Möltu til Sikileyjar
- Islenskur farastjóri og enskumælandi
Verð per mann í tveggja manna herbergi krónur 326.100
Aukakostnaður farþega ef gist er í eins manns herbergi krónur 34.300
Áfangastaðir
- 3 landa sýn - Eistland, Lettland og Litháen
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Baltic Golf - 3 landa golfferð
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Belgrad
- Bratislava - Slóvakía
- Costa Brava - Calella
- Dominíska lýðveldið
- Eistland -Tallinn
- Ítalía - Róm
- Indland - Kerala
- Japan - Matur & Menning
- Kína og Tíbet
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Lettland - Riga
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Norður Korea
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tanzania
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
- Útskriftarferð IBIZA
- Útskriftarferð KRÓATÍA