Hagnýtar upplýsingar

Veður Meðalhitastig yfir árið er 26 gráður á Celsius.  Meðalhiti í júní, júlí, ágúst og september er 28 gráður hvern mánuð. Hæstur er hitinn í maí, að

Hagnýtar upplýsingar

Veður
Meðalhitastig yfir árið er 26 gráður á Celsius.  Meðalhiti í júní, júlí, ágúst og september er 28 gráður hvern mánuð. Hæstur er hitinn í maí, að meðaltali 29 gráður.

Bólusetningar
Öllum þeim sem fara til Mexico er ráðlagt að hafa samband við heilsugæsluna og fá upplýsingar. Sumir þurfa ekki bólusetningu á meðan aðrir þurfa hana

Samgöngur og samskipti
Samgöngur eru góðar, breiður þjóðvegur liggur þvert eftir Yucatan skaganum frá Cancun að landamærum Belize. Rútur, leigubílar og bílaleigubílar eru til staðar. Þá er lítill flugvöllur í Playa Del Carmen. Ferjur fara frá Playa Del Carmen m.a til Cozumel
Netkaffi eru víða í Playa Del Carmen og nálægum bæjum og hótelin hafa nettengingu
Símaklefar eru víða. Það er þó dýrt að hringja, mun dýrara en frá Íslandi. Pósthús eru í öllum bæjum

Rafmagn
Rafmagn er 110 volt, þarf því millistykki ætli maður að hlaða rafmagstæki sem komið er með frá Íslandi

Tími
Klukkan er 6 tímum á eftir íslenskum tíma

Peningar
Pesos er opinber gjaldmiðill, en Dollarar ganga allsstaðar og jafnvel Evra

Tungumál
Spænska er opinbert mál landsins. Mayar sem eru fjölmennir á Yucatan skaganum tala sitt Maya mál. Enska er víðast hvar töluð.


Heimasíður með viðbótar upplýsingum

Spennandi ferðir
Almennt um Mexico
Almennt um Yucatan skaga
Kort af Yucatan skaga
Alm. Riviera Maya
Playa Del Carmen
Bærinn Punta Allen
Cozumel eyja


Vinsamlegast athugið að eftirfarandi upplýsingar eru til leiðsagnar, en farþegar eru ábyrgir sjálfir fyrir undirbúningi eigin ferðar.

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya