Gisting

Hotel Viva Wyndham Maya er staðsett inn á Playacar svæðinu í bænum Playa del Carmen og er systurhótel Maya sem heitir Azteka í 5 mínútna göngufjarlægð.

Hotel Viva Wyndham Maya ****

Hotel Viva Wyndham Maya er staðsett inn á Playacar svæðinu í bænum Playa del Carmen og er systurhótel Maya sem heitir Azteka í 5 mínútna göngufjarlægð.

Hótelið er með 480 herbergi.
Öll með loftræstingu, ýmist útsýni yfir garð eða beint út á spegilslétt hafið.
Öll herbergi hafa gervihnattarsjónvarp, sér baðherbergi og síma.


Á hótelinu er að finna veitingastaðina Portofino, La Terraza, Haciendo Don Diego, Miramare og snakkbar, Lobby bar með lifandi tónlist á kvöldin, söluaðstöðu fyrir ferðasölu, internetaðstöðu, þráðlaust net á hótelinu, líkamsrækt, tennisvelli, 3 sundlaugar, sólbekki og handklæði, 2 sundlaugarbari, einkaströnd, dagleg herbergisþrif, læknisþjónustu, klifurvegg og bogfimi. Þá er á hótelinu boðið upp á myndatökur, smá ferðamannaverslun, gjaldeyrisþjónusta og margt annað.

Þá er á hótelinu Renova Spa sem er náttúruleg heilsulind sem býður ma. upp á ýmis konar nudd, heilsumeðferðir og aðgang að líkamsrækt sem og hárgreiðsluþjónustu. Þjónusta frá þessu Spa er hægt að fá gerða niður á strönd ef pantað er sérstaklega.


Hótelið hentar alveg einstaklega yngri pörum, skólahópum og barnafólki. Hótelið er í cirka 15 mínútna göngufjarlægð frá Fimmtu breiðgötu (Fifth Avenue) í miðbæ Playa del Carmen.

Hótelið er flokkað undir 4 stjörnur.

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya