A­eins um Playa del Carmen

Playa del Carmen er okkar ßfangasta­ur ß Riveria Maya en ■ar bř­ur fer­askrifstofan upp ß nokkur vel valin 4-5 stj÷rnu Allt Innifali­ (All Inclusive)

A­eins um Playa del Carmen

Playa del Carmen er okkar áfangastaður á Riveria Maya en þar býður ferðaskrifstofan upp á nokkur vel valin 4-5 stjörnu Allt Innifalið (All Inclusive) hótel þar sem stjanað er við okkar gesti. Frá alþjóðlega flugvellinum í Cancun tekur það aðeins um 55 mínútur í rútu að fara til bæjarins. Við komu á flugvöllinn tekur fararstjóri okkar á móti þér og fylgir þér og aðstoðar við að innrita þig á viðkomandi hótel.

Bærinn telst tilheyra fylkingu Quintana Roo sem áður fyrr var einna þekktast fyrir það að framleiðsla gúmmítrjáa var mikil þar og oftar en ekki unnin af föngum. Bærinn er þriðji stærsti í fylkinu á eftir Cancun or Chetumal. Í manntali í lok ársins 2005 var opinber fjöldi íbúa skráður 100,383 manns.

Bærinn er upphaflega lítill fiskimannabær sem hefur með mjög óvenjulegum hætti náð að aðlaga sitt eðlilega umhverfi og daglegt líf við þá þjónustu sem ferðamönnum er boðið upp á. Til að varðveita þetta umhverfi hafa verið settar reglugerðir sem banna allar byggingar sem eru hærri en fjórar hæðir auk þess sem sérsvæði sem í daglegu tali er kallað Playacar hýsir megnið af þeim hótelum sem í boði eru.

Bærinn er vinabær Glendale í Colorado og Camden í Bandaríkjunum sem og Rimini á Ítalíu. Til gamans má einnig geta þess að hinir langvinsælu sjónvarpsþættir Pelegrina eiga sér stað í Playa del Carmen.

Frá Playa del Carmen er haldið uppi ferjuferðum yfir til eyjunnar Cozumel sem er heimsþekkt fyrir frábæra staði fyrir köfun og snorklun.

Í Playa del Carmen er mikið úrval veitingastaða, kaffihúsa, handverkssala, smáverslanna auk þess sem hefðbundin þjónusta finnst víða eins og banki, pósthús, þvottaþjónusta, bílaleigur, ferðasalar, læknar og flr. Enskukunnátta er mjög algeng. Þá er einnig áberandi mikið og gott úrval af öllum listvarningi, bæði þjóðlegum sem og öðrum.

Við vonum að ferð þín í þessa undraveröld og kyngimagnaða umhverfi verði sem ánægjulegust.

headerheaderheaderheader
SÝ­um˙li 29 - 108 ReykjavÝk | Strandgata 29, 2 hŠ­, 600 Akureyri |SÝmi 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar ß FacebookStefna ehf Hugb˙na­arh˙s - Moya