Flýtilyklar
Aðeins um ferðina 9 - 20 Október 2022
Við hjá Trans-Atlantic erum sérfræðingar í ferðalögum til Mexíkó og nágrannalöndunum Guatemala og Belize, enda höfum við verið á þessum slóðum á hverju einasta ári siðan 2005 og fengið að njóta þeirra forréttinda að þjónusta þúsundir ánægðra farþega á þessar slóðir.
9 - 20 Október 2022
Allsherjar lúxus á spottprís :)
Við fljúgum með Icelandair frá Keflavík til JFK flugvallar í New York í USA. Á leiðinni til Mexíkó gistum við í eina nótt áður en haldið er áfram í næsta flug með JetBlue Airlines frá sama flugvelli til Cancun flugvallar í Mexíkó. Í New York er dvalið á Courtyard by Marriott Manhattan / Upper East Side.
Við komu í Mexíkó er tekið á móti okkur og ekið með rútum eftir Riveria Maya ströndinni til bæjarins Playa del Carmen, en á PlayaCar hótelsvæðinu er að finna okkar hótel sem er Viva Wyndham Maya Resort.
ATH. Takmarkaður sætafjöldi í boði.
Og öll þessi herlegheit aðeins núna á:
- Verð á mann í 2ja manna herbergi 346.100 kr.
- Verð á mann í 3ja manna herbergi 329.950 kr.
- Verð á mann í 4ra manna herbergi 322.000 kr.
- Verð á mann í eins manns herbergi 394.200 kr
Innifalið:
- Flug, Icelandair og Jetblue með sköttum og tösku
- Rúta til og frá flugvelli í New York
- Rúta til og frá flugvelli í Mexico
- 4* Hótel á Manhattan New York, 1 nótt
- 4* Hótel Resort Viva Wyndham Maya, Allt Innifalið - matur, drykkur, mikil afþreying og flr. yfir 40 ólík atriði sem gera dvölina alveg sérlega ánægjulega í alla staði
- Einkaströnd með þjónustu
- Íslenskur farastjóri
Aðeins meira um staðinn:
Yucatan skaginn er í Suð-Austur Mexíkó og er hann eitt vinsælasta ferðamannasvæðið þar í landi. Eitt fallegasta svæðið er strandlengjan Riviera Maya. Riviera Maya nær frá Playa Del Secreto til Punta Allen á verndarsvæði Sian Ka'an.
Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóg, tær lón og neðanjarðar hella. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Betri stað til köfunar eða til að snorkla er vandfundin. Allar tegundir siglinga og stórfiskaveiði eru vinsæl afþreying á þessum slóðum.
Stærsti bærinn á Riviera Maya er Playa Del Carmen en þar býður ferðaskrifstofan upp á nokkur vel valin 4-5 stjörnu Allt Innifalið (All
Inclusive) hótel þar sem stjanað er við okkar gesti. Frá alþjóðlega flugvellinum í Cancun tekur það aðeins um 55 mínútur í
rútu að fara til bæjarins.
Stutt er yfir í eyjuna Cozumel, sem heimsfræg er fyrir sina köfunarstaði og staði til að snorkla. Ferð með ferjunni tekur um 40 mínútur og er á
svifnökkva.
Yucatan svæðið spannar áhugasvið flestra er þangað koma, hvort sem það er á sviði menningar, náttúru eða afþreyingar af einhverju tagi sem.
Þekktustu pýramídar á Yucatan skaganum eru í Tulum og Coba. Pýramídarnir í Tulum eru í um 30 mínútna akstur frá Playa Del Carmen og eru þeir einu sem standa við sjó í Mexíkó. Þá er Coba sá hæsti á Yucatan skaganum og gnæfir yfir öllu inni í miðjum frumskóginum. Skemmtigarðarnir Xcaret og Xel-Ha eru þeir þekktustu á Yucatan skaganun. Þar er meðal annars hægt að synda með höfrungum. Eru þeir sérlega vel hannaðir með tilliti til náttúrunnar og auka á ævintýralega upplifun þeirra sem þá sækja heim.
Hin mörgu lón inni í skóginum, svokölluð Cenote myndast vegna neðanjarðavatnsfalla og eru þau mjög vinsæl sem sundstaðir ferðamanna enda má finna í mörgum þeirra fiska og skjaldbökur. Vatnið í þeim er ferskvatn og ganga hellar út frá þeim. Má finna stærsta neðanjarðahellakerfi heims á Yucatan skaganum. Lang þekktasta lónið er Gran Cenote.
Boðið er upp á brottfarir allt árið fyrir utan ofangreinda ferð og eru verð á hvern farþega háð
brottfarartíma, lengd ferðar og fjölda nátta bæði í USA og í Mexíkó. Ávallt er gist eina nótt á útleið í USA en
hægt að fljúga samdægurs alla leið til Íslands á heimleið og er þá cirka 3 klst. milli komu og brottfarar i USA. Íslensk fararstjórn er
háð ákvörðun hópa en enskumælandi samstarfsaðilar í Mexíkó sjá um farþega okkar þar sé fararstjóri ekki með í
för.
Hægt er að óska eftir því að ferðaskrifstofan láti vita þegar fyrir liggur tímasetning á
hópferð með fararstjórn og hvetjum við áhugasama til þess að skrá sig á póstlista okkar og merkja þar sérstaklega við þessa
ferð þannig að þeir fái allar upplýsingar um verð og ferðatilhögun um leið og þær liggja fyrir.
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.